Fréttir - Körfubolti

Nökkvi Harðarson áfram með Vestra

Körfubolti | 11.06.2017
Nökkvi Harðarson og Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari Kkd. Vestra skrifuðu í dag, á sjómannadaginn, undir samning um að Nökkvi leiki áfram með Vestra á komandi tímabili.
Nökkvi Harðarson og Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari Kkd. Vestra skrifuðu í dag, á sjómannadaginn, undir samning um að Nökkvi leiki áfram með Vestra á komandi tímabili.

Á Sjómannadaginn samdi framherjinn Nökkvi Harðarson við Vestra um að leika áfram með liðinu á komandi tímabili. Dagurinn var vel við hæfi enda stundar Nökkvi sjómennsku í Grindavík nú í sumar. Nökkvi kom vestur haustið 2015 og hefur leikið með KFÍ og Vestra síðan. Hann hefur jafnframt þjálfað elsta stúlknahóp félagsins með góðum árangri og var á síðasta tímabili fyrirliði meistaraflokks.

Nánar

Sumarið hjá Kkd. Vestra

Körfubolti | 11.06.2017
Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson heimsóttu eina af sumaræfingum Kkd. Vestra í fyrrasumar.
Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson heimsóttu eina af sumaræfingum Kkd. Vestra í fyrrasumar.

 Á morgun, mánudaginn 12. júní, hefst körfuboltasumar Kkd. Vestra með sumaræfingum fyrir eldri iðkendur og sumarnámskeiði fyrir þá yngstu.

Nánar

Adam Smári semur við Vestra

Körfubolti | 08.06.2017
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Adam Smári Ólafsson við undirritun samningsins.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Adam Smári Ólafsson við undirritun samningsins.

Framherjinn Adam Smári Ólafsson hefur samið við Körfuknattleiksdeild Vestra um að leika áfram með liðinu á komandi tímabili. Adam Smári kom til Vestra frá FSu fyrir síðasta tímabil og hefur sýnt og sannað að hann á framtíðina fyrir sér í íþróttinni.

Nánar

Nýir körfuboltar í Árbæ

Körfubolti | 07.06.2017
Gunnar Hallsson og Yngvi Gunnlaugsson við afhendingu boltanna.
Gunnar Hallsson og Yngvi Gunnlaugsson við afhendingu boltanna.

Körfuknattleiksdeild Vestra, í samstarfi við Nettó á Ísafirði, færði Íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík 20 körfubolta á dögunum. Boltarnir munu án efa koma að góðum notum enda iðka ófáir bolvískir krakkar körfubolta með Vestra.

Nánar

Frábærar búðir að baki

Körfubolti | 04.06.2017
Framkvæmdastjórn Körfuboltabúða Vestra: Efri röð f.v. Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Birna Lárusdóttir og Guðni Ó. Guðnason. Neðri röð f.v. Heiðrún Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Yngvi Páll Gunnlaugsson.
Framkvæmdastjórn Körfuboltabúða Vestra: Efri röð f.v. Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Birna Lárusdóttir og Guðni Ó. Guðnason. Neðri röð f.v. Heiðrún Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Yngvi Páll Gunnlaugsson.
1 af 3

Þá er Körfuboltabúðum Vestra formlega lokið þetta árið og ekki seinna vænna að hefja undirbúning þeirra næstu. Það verða tíundu búðirnar en þær hófu fyrst göngu sína árið 2007. Dagsetning búðanna að ári liggur þegar fyrir og verða þær haldnar dagana 5.-10. júní 2018, að öllu óbreyttu.

Nánar

160 börn mætt í körfuboltabúðir

Körfubolti | 31.05.2017
Mynd: Ágúst Atlason
Mynd: Ágúst Atlason

Körfuboltabúðir Vestra 2017 hófust í gær, þriðjudag, og standa fram á sunnudag. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri, um 160 börn frá 16 körfuknattleiksfélögum víðsvegar um land. Þjálfarar eru 16 talsins en einnig er mættur myndarlegur hópur fararstjóra og foreldra. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að vinnu við búðirnar auk þess sem nokkur fyrirtæki á svæðinu styrkja búðirnar rausnarlega. 

Nánar

Körfuboltabúðir Vestra settar í dag

Körfubolti | 30.05.2017
Þátttakendur í búðunum árið 2016. Í ár er von á enn stærri hópi!
Þátttakendur í búðunum árið 2016. Í ár er von á enn stærri hópi!

Í dag klukkan 18:00 verða Körfuboltabúðir Vestra settar og munu þær standa yfir alla vikuna fram á sunnudag. Búðirnar í ár eru þær níundu í röðinni og jafnframt þær fjölmennestu en stöðug fjölgun hefur verið í búðunum ár frá ári. Von er á hátt í 160 krökkum á aldrinum 10-16 ára víðsvegar að af landinu.

Nánar

Körfuboltamaraþon á Suðureyri

Körfubolti | 24.05.2017
Körfuboltabúðirnar BIBA Camp fara fram í Amposta á Spáni 23.-30. júní n.k.
Körfuboltabúðirnar BIBA Camp fara fram í Amposta á Spáni 23.-30. júní n.k.

Á morgun, uppstigningardag, mun hópur elstu iðkenda Kkd. Vestra þreyta körfuboltamaraþon í íþróttahúsinu á Suðureyri og spila körfubolta samfellt í tólf klukkustundir, frá kl. 9-21. Efnt er til maraþonsins í fjáröflunarskyni fyrir hópferð í æfingabúðir í Amposta á Spáni í næsta mánuði, 23.-30. júní.

Undanfarna daga hafa krakkarnir gengið í hús á norðanverðum Vestfjörðum og safnað áheitum ásamt því að leita til fyrirtækja á svæðinu. Móttökur hafa verið afar góðar og takist krökkunum ætlunarverkið mun það létta mjög á ferðakostnaði þeirra. Boðið verður uppá rjúkandi heitar vöfflur og kaffi í íþróttahúsinu á Suðureyri á meðan á maraþoninu stendur og hvetjum við íbúa á svæðinu til að fá sér bíltúr og kíkja á þessa öflugu krakka.

Nánar

Stærstu körfuboltabúðir frá upphafi

Körfubolti | 23.05.2017
Aðeins ein vika er nú til stefnu þar til Körfuboltabúðir Vestra 2017 verða settar. Metfjöldi er skráðir í búðirnar. Ljósmynd: Tracy Vita Horne.
Aðeins ein vika er nú til stefnu þar til Körfuboltabúðir Vestra 2017 verða settar. Metfjöldi er skráðir í búðirnar. Ljósmynd: Tracy Vita Horne.

Nú er aðeins vika til stefnu þar til Körfuboltabúðir Vestra 2017 verða settar en þær fara fram á Torfnesi á Ísafirði dagana 30. maí-4. júní. Þetta er níunda árið í röð sem búðirnar eru haldnar. Metþátttaka er í stóru búðirnar í ár með hátt í 160 iðkendur á aldrinum 10-16 ára. Meðfram búðunum verður einnig boðið upp á svokallaðar Grunnbúðir sem ætlaðar eru iðkendum í 1.-3. bekk.

Nánar

Nettó endurnýjar samstarfssamning

Körfubolti | 19.05.2017
Ómar Valdimarsson og Ingi Björn Guðnason handsala endurnýjun samningsins.
Ómar Valdimarsson og Ingi Björn Guðnason handsala endurnýjun samningsins.
1 af 2

Í tilefni þess að Nettó opnaði nýja og glæsileg verslun á Ísafirði var handsalaður endurnýjaður samningur Nettó og Körfuknattleiksdeildar Vestra.

Nánar