Elstu iðkendur Kkd. Vestra taka á honum stóra sínum um helgina eftir að hafa unnið sig upp um riðla í síðustu umferðum Íslandsmótsins. Dengirnir í 10. flokki eru gestgjafar í B-riðli og fer mótið fram á Torfnesi á laugardag og sunnudag. Stúlkurnar í 9. flokki eru komnar í A-riðil mótsins og fer umferð þeirra fram í Grindavík um helgina.
NánarKörfuboltabúðir Vestra fara fram dagana 30. maí til 4. júní en búðirnar eru nú haldnar níunda árið í röð. Opnað var fyrir skráningar í síðustu viku en rúm er fyrir tæplega 150 iðkendur. Allt stefnir í að búðirnar fyllist á örskömmum tíma því skráningar streyma inn. Sjaldan eða aldrei hefur þjálfaralisti búðanna verið jafn vel mannaður; tíu þrautreyndir aðalþjálfarar hafa verið ráðnir til leiks auk þess sem álíka margir aðstoðarþjálfarar munu koma að búðunum.
NánarUm helgina leikur unglingaflokkur tvo heimaleiki. Á laugardag mæta Þórsarar frá Akureyri og fer leikurinn fram kl. 18:30. Á sunnudag mæta Snæfellingar til leiks og fer sá leikur fram kl. 16:00.
NánarSíðastliðinn laugardag var lokahóf meistaraflokks Körfuknattleiksdeildar Vestra haldið á Hótel Ísafirði. Leikmenn meistaraflokks, stjórn Kkd. Vestra og Barna- og unglingaráð komu saman og nutu ljúffengra veitinga Hótels Ísafjarðar og litu yfir tímabilið sem nú er á enda.
NánarÞá er komið að síðustu leikjum meistaraflokks karla í körfubolta í 1. deildinni þetta tímabilið. Tveir leikir fara fram um helgina á Jakanum gegn Valsmönnum. Fyrri leikurinn er á föstudag, 10. mars kl. 19:15, en sá síðari á laugardag, 11. mars, kl. 16:00.
NánarAllt gekk að óskum hjá liðsmönnum Kkd. Vestra sem tóku þátt í Nettómótinu í Reykjanesbæ um helgina en 47 börn voru skráð til keppni í níu liðum. Mótið er ætlað börnum í 1.-5. bekk og hafa þátttakendur frá Vestfjörðum aldrei verið fleiri. Sýndu iðkendurnir okkar miklar framfarir á mótinu auk þess sem prúðmannleg framkoma Vestrakrakkanna vakti athygli mótshaldara og fengu þau mikið hrós fyrir. Óvenjustór hópur foreldra fylgdi börnunum eftir um helgina og var það mál þeirra að mótið hefði í alla staði tekist vel enda umgjörð þess öll hin glæsilegasta.
NánarHátt í 50 keppendur Kkd. Vestra og fjölmennt fylgdarlið er nú óðum að leggja í hann á stærsta körfuboltamót landsins, Nettómótið í Reykjanesbæ, sem fram fer um helgina. Keppendur hafa aldrei verið fleiri auk þess sem mun fleiri foreldrar og systkini fylgja börnum sínum á mótið að þessu sinni en fyrri ár. Stefnir því í að á annað hundrað manns séu á faraldsfæti á Suðurnesjunum á vegum Kkd. Vestra næstu tvo daga. Þjálfarar yngri flokka félagsins fylgja liðum sínum til keppni en talsvert skipulag þarf fyrir svo stóran hóp því Vestri leikur í alls 9 liðum.
NánarMeistaraflokkur karla í körfubolta lék tvo leiki um síðustu helgi. Fyrri leikurinn var gegn ÍA á Skaganum og unnu strákarnir hann sannfærandi 67-76. Síðari leikurinn var gegn toppliði Hattar austur á Egilsstöðum og tapaðist sá leikur 78-54.
NánarBræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru í dag valdir í U-15 landslið Íslands í körfuknattleik. Þeir bræður voru seint á síðasta ári valdir í landsliðsúrtak ásamt Agli Fjölnissyni liðsfélaga sínum úr bikarmeistaraliði 9. flokks Vestra og tóku þátt í æfingum á milli jóla og nýárs.
NánarFramundan er stór útileikjahelgi í körfuboltanum. Meistaraflokkur karla leikur á morgun föstudag gegn ÍA á Akranesi og svo gegn toppliði Hattar austur á Egilsstöðum, auk þess sem unglingaflokkar félaganna mætast á laugardag.. Nýkrýndir bikarmeistarar 9. flokks drengja leika svo einnig á laugardag og sunnudag í B-riðli Íslandsmótsins sem fram fer í Borgarnesi og minnibolti eldri drengja spila í Reykjavík.
Nánar