Fréttir - Körfubolti

Síðasti leikur ársins Vestri – ÍA

Körfubolti | 15.12.2016
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!

Á morgun föstudag fer fram lokaleikur meistaraflokks Vestra í körfubolta á þessu ári. Mótherjinn í þessum leik er ÍA en liðin hafa mæst einu sinni á yfirstandandi tímabili og þá höfðu okkar menn sigur á útivelli. Leikir þessara liða hafa undanfarin ár verið mjög jafnir og spennandi og því veitir ekki af stuðningi hér á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Nánar

Flottur útisigur gegn Hamri

Körfubolti | 11.12.2016
Yima Chia-Kur átti stórleik, skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
Yima Chia-Kur átti stórleik, skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Strákarnir í Vestra fóru suður í Hveragerði síðastliðinn föstudag og mættu þar heimamönnum í Hamri í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi en með góðri baráttu höfðu Vestramenn góðan sigur 88-91. Með þessum öðrum sigurleik í röð hafa Vestramenn galopnað baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.

Nánar

Íslandsbanki endurnýja samning við Kkd Vestra

Körfubolti | 08.12.2016
Freygerður Ólafsdóttir, Íslandsbanka, Sveinn Rúnar Júlíusson, gjaldkeri Kkd. Vestra, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði og Guðni Ólafur Guðnason, gjaldkeri Vestra við undirritun samstarfssmaningsins.
Freygerður Ólafsdóttir, Íslandsbanka, Sveinn Rúnar Júlíusson, gjaldkeri Kkd. Vestra, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði og Guðni Ólafur Guðnason, gjaldkeri Vestra við undirritun samstarfssmaningsins.

Á dögunum endurnýjaði Íslandsbanki samstarfssamning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra (áður KFÍ). Íslandsbanki leggur sérstaka áherslu á stuðning við barna- og unglingastarf sem endurspeglast í samstarfssamningnum við deildina.

Nánar

250 þúsund söfnuðust fyrir Birki Snæ

Körfubolti | 07.12.2016
Leikmenn og þjálfari Vestra greiddu sig inn á leikinn.
Leikmenn og þjálfari Vestra greiddu sig inn á leikinn.

Fyrir síðasta heimaleik Körfuknattleiksdeildar Vestra ákvað stjórn að allur aðgangseyrir rynni til Birkis Snæs Þórissonar og fjölskyldu hans en Þórir faðir hans lék lengi með KFÍ og var m.a. fyrirliði liðsins. Í dag fagnaði Birkir Snær eins árs afmæli sínu og fóru af því tilefni fram styrktar- og afmælistónleikar í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Í tengslum við heimaleik Vestra í síðustu viku söfnuðust 250 þúsund krónur sem voru lagðar inn á söfnunarreikning Birkis Snæs á afmælisdaginn hans.

Nánar

Strákarnir í 9. flokki áfram í bikarnum

Körfubolti | 05.12.2016
Strákarnir í 9. flokki í góðu yfirlæti hjá gestgjöfunum Atla Rúnari og Theódóru í Stykkishólmi sem tóku einstaklega vel á móti liðinu.
Strákarnir í 9. flokki í góðu yfirlæti hjá gestgjöfunum Atla Rúnari og Theódóru í Stykkishólmi sem tóku einstaklega vel á móti liðinu.

Lið Vestra í 9. flokki drengja tryggði sér áframhaldandi þátttöku í bikarkeppni KKÍ með sigri á Snæfelli á sunnudag. Keppt var í Stykkishólmi en sama dag fór þar einnig fram leikur unglingaflokka liðanna og spiluðu strákarnir einnig með þar.

Nánar

Egill, Hilmir og Hugi í U-15 æfingahóp

Körfubolti | 03.12.2016
Egill, Hugi og Hilmir eru í æfingahópi U-15 landsliðs Íslands.
Egill, Hugi og Hilmir eru í æfingahópi U-15 landsliðs Íslands.

Leikmenn 9. flokks Vestra þeir Egill Fjölnisson og Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru á dögunum valdir í 35 manna æfingahóp fyrir U-15 landslið Íslands. Hópurinn kemur saman á milli jóla og nýárs til æfinga undir leiðsögn Ágústs S. Björgvinssonar þjálfara liðsins.

Nánar

Fyrsti heimasigurinn í höfn!

Körfubolti | 03.12.2016
Hinrik Guðbjartsson átti frábæran leik í kvöld og skoraði 34 stig.
Hinrik Guðbjartsson átti frábæran leik í kvöld og skoraði 34 stig.

Vestramenn sigldu fyrsta sigrinum á heimavelli í höfn í kvöld gegn FSu 84-79. Þessi sigur hafði mikla þýðingu fyrir liðið. Stigin tvö eru velkomin en ekki var síður ánægulegt að einmitt þessi leikur hafi sigrast þar sem allur ágóði af honum rennur Birkis Snæs Þórissonar og fjölskyldu hans. Það vakti sérstaka athygli þegar leikmenn Vestra og Yngvi þjálfari gengu út úr upphitun og borguðu sig inn á leikinn. Við erum því bæði stolt af sigrinum en ekki síður þessu frumkvæði leikmanna og þjálfara.

Nánar

Vestri tekur á móti FSu

Körfubolti | 01.12.2016
Vestri tekur á móti FSu kl. 20:00 á föstudag hér heima á Jakanum.
Vestri tekur á móti FSu kl. 20:00 á föstudag hér heima á Jakanum.

Meistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti FSu á Jakanum á morgun föstudaginn 2. desember kl. 20:00. Öll miðasala rennur til Birkis Snæs Þórissonar sem hefur glímt við erfið veikindi en fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi. Birkir Snær er sonur Þóris Guðmundssonar fyrrum leikmanns KFÍ og Guðrúnar Kristínar Bjarnadóttur.

Nánar

Fáliðaður 9. flokkur drengja aftur í B-riðil

Körfubolti | 29.11.2016
Eftir keppni á laugardag skruppu Vestramenn í bíó í Egilshöllina og kíktu í leiðinni á frábæra knattspyrnuaðstöðu Grafarvogsbúa.
Eftir keppni á laugardag skruppu Vestramenn í bíó í Egilshöllina og kíktu í leiðinni á frábæra knattspyrnuaðstöðu Grafarvogsbúa.

Drengirnir í 9. flokki Vestra öttu kappi í A-riðli í annarri umferð Íslandsmótsins í körfubolta um nýliðna helgi en mótið var haldið af Fjölni í Grafarvogi og fór fram í Rimaskóla. Í A-riðli spila bestu lið landsins og því mikil áfangi að ná þangað, en strákarnir sigruðu alla sína leiki í fyrstu umferð Íslandsmótsins í síðasta mánuði og tryggðu sér þannig sæti í A-riðlinum nú.

Nánar

Elstu strákarnir héldu sæti sínu í C-riðli

Körfubolti | 27.11.2016
Matarlystin er sjaldan langt undan í keppnisferðum.
Matarlystin er sjaldan langt undan í keppnisferðum.

Rúm vika er nú liðin síðan 10. flokkur drengja lagði leið sína suður á bóginn til að  taka þátt í sínu öðru fjölliðamóti í vetur - helgina 19.-20. nóvember. Síðbúin umfjöllunin skrifast á annir hjá fréttaritara. Gestgjafar að þessu sinni voru Haukar í Hafnarfirði en keppt var í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Lið Tindastóls og Grindavíkur tóku einnig þátt auk Vestra og heimamanna. Spilaðir voru þrír leikir á lið.

Nánar