Fréttir - Körfubolti

Góð frammistaða hjá 9. flokki stúlkna

Körfubolti | 21.11.2016
Glaðbeittar stelpur eftir góðan sigur á KR á sunnudag.
Glaðbeittar stelpur eftir góðan sigur á KR á sunnudag.

Stelpurnar í 9. flokki voru gestgjafar á fjölliðamóti sem fram fór í Íþróttahúsinu í Bolungarvík um helgina. Mótið var í B-riðli í annari umferð Íslandsmótsins en stelpurnar unnu sig upp úr C-riðli í síðustu umferð. Á mótinu um helgina stóðu þær sig með stakri prýði, unnu tvo leiki af fjórum og héldu sæti sínu í riðlinum.

Nánar

Vestri tekur á móti Blikum

Körfubolti | 21.11.2016

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Breiðabliki í 1. Deild karla í kvöld. Leikurinn fer fram hér heima á Jakanum og hefst klukkan 19:15.

Nánar

Körfuboltastelpur gestgjafar í Bolungarvík um helgina

Körfubolti | 19.11.2016
Stelpurnar í 9. flokki Kkd. Vestra taka á móti KR og Breiðablik í Bolungarvík um helgina undir stjórn Nökkva Harðarsonar, þjálfara.
Stelpurnar í 9. flokki Kkd. Vestra taka á móti KR og Breiðablik í Bolungarvík um helgina undir stjórn Nökkva Harðarsonar, þjálfara.

Um helgina fer fram í Íþróttahúsinu í Bolungarvík 2. umferð Íslandsmótsins hjá 9. flokki stúlkna í körfubolta. Keppt er í B-riðli en Vestrastelpurnar unnu alla sína leiki í 1. umferð og unnu sig upp í B-riðilinn. Þar taka þær á móti KR og Breiðablik og verður leikin tvöföld umferð.

Nánar

Vestri mætir Val á Jakanum

Körfubolti | 17.11.2016

Meistaraflokkur Vestra tekur á móti Valsmönnum hér heima á morgun föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:15 í 1. deild karla í körfubolta. Við minnum á að strax að leik loknum verður Getraunaleik Vestra ýtt úr vör í Skúrnum við Húsið.

Nánar

Áttundi flokkur stúlkna upp í A-riðil

Körfubolti | 16.11.2016
Sigurreifar 8. flokks stelpur að lokinni góðri helgi í Ásgarði.
Sigurreifar 8. flokks stelpur að lokinni góðri helgi í Ásgarði.

Stelpurnar í 8. flokki gerðu góða ferð suður í Garðabæ um liðna helgi þar sem þær ött kappi við heimastúlkur í Stjörnunni auk Ármenninga og Snæfell í B-riðli Íslandsmótsins. Eins og lesendur síðunnar muna ef til vill munaði engu að stelpurnar kæmust upp úr B-riðli í síðustu umferð en þá varð þriggja stiga karfa á lokasekúndum þeim að falli. Skemmst er frá því að segja að nú flugu stelpurnar upp í A-riðil með glæsibrag!

Nánar

Pacta og Motus til samstarfs við Körfuknattleiksdeildina

Körfubolti | 16.11.2016
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Kristján Óskar Ásvaldsson við undirritun samningsins í leikhléi á Jakanum.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Kristján Óskar Ásvaldsson við undirritun samningsins í leikhléi á Jakanum.

Á dögunum var endurnýjaður samstarfssamningur á milli Pacta lögmanna og Motus innheimtuþjónustu við Körfuknattleiksdeild Vestra. Motus og Pacta hafa um árabil stutt við bakið á körfuboltastarfinu á Ísafirði á meðan KFÍ var og hét og því er einstaklega ánægjulegt fyrir hina nýstofnuðu Körfuknattleiksdeild Vestra að endurnýja þetta samstarf.

Nánar

Sigur og tap hjá unglingaflokki

Körfubolti | 14.11.2016

Unglingaflokkur karla hélt suður með sjó á helginni og lék tvo leiki.

Nánar

Sigur á Ármanni

Körfubolti | 14.11.2016
Nebojsa Knezevic treður hér á móti Ármanni.
Nebojsa Knezevic treður hér á móti Ármanni.

Meistaraflokkurinn gerði góða ferð suður á föstudaginn en þá mættu þeir liði Ármanns í 1. deild karla.

Nánar

Yngstu Vestrakrakkarnir stóðu sig frábærlega á Sambíómótinu

Körfubolti | 09.11.2016
Vestrastelpurnar í minnibolta yngri stóðu sig sannarlega vel um helgina og voru að vonum ánægðar með boltann sem allir fengu að gjöf.
Vestrastelpurnar í minnibolta yngri stóðu sig sannarlega vel um helgina og voru að vonum ánægðar með boltann sem allir fengu að gjöf.
1 af 5

Tæplega tuttugu börn úr Körfuknattleiksdeild Vestra tóku þátt í hinu árlega Sambíómóti Fjölnismanna í Grafarvogi sem fram fór um síðustu helgi. Margra ára hefð var fyrir því hjá fyrirrennaranum KFÍ að fara á þetta skemmtilega mót enda tilvalinn vettvangur til að spreyta sig fyrir yngstu iðkendur félagsins. Mótið er ætlað börnum frá 6-11 ára en að þessu sinni voru Vestrakrakkarnir á mótinu aðeins 6-9 ára þar sem 10 og 11 ára iðkendur félagsins taka nú í fyrsta sinn þátt í Íslandsmótum og eiga nóg með þau mót í annasamri dagskrá.

Nánar

Haukar lögðu Vestra í kaflaskiptum leik

Körfubolti | 07.11.2016

Vestri tók á móti úrvalsdeildarlið Hauka mætti á Jakann í kvöld í 32. liða úrslitum Maltbikarsins. Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur. Vestramenn mættu mjög ákveðnir til leiks og áttu í fullu tré við Hauka í fyrri hálfleik. Aðeins munaði einu stigi í hálfleik Haukum í vil, 47-48. Í þeim síðari varð algjör kúvending á leiknum og Haukar einfaldlega tóku hann yfir.

Nánar