Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem leika ásamt Vestra í fyrstu deild karla í vetur virðast ekki hafa mikla trú góðu gengi liðsins. Á blaðamannafundi sem haldin var í hádeginu í dag var árleg spá fyrir komandi tímabil kynnt. Samkvæmt henni mun lið Vestra hafna í áttunda og næstneðsta sæti deildarinnar á undan Ármanni, rétt eins og á síðasta tímabili.
NánarÁ komandi keppnistímabili mun Vestri tefla fram unglingaflokksliði karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Fyrsti leikur liðsins er heimaleikur sem fram fer á Jakanum næstkomandi sunnudag 2. október kl. 16:00 þegar strákarnir taka á móti Valsmönnum.
NánarMeistaraflokkur karla gerði góða ferð upp á Skaga í gær þegar ÍA og Vestri áttust við í æfingaleik. Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og unnu sannfærandi sigur á ÍA með 95 stigum gegn 70. Leikurinn var sögulegur því þetta var fyrsti meistaraflokksleikurinn okkar undir merkjum Vestra og því vel við hæfi að hefja þá göngu með sigri.
NánarSerbneski framherjinn Nebojsa Knezevic hefur samið við Vestra á nýjan leik. Nebó lék með KFÍ í úrvalsdeildinni tímabilið 2010-2011 og sneri svo aftur vestur á Ísafjörð haustið 2014 og hefur leikið með liðinu síðan. Nebó er því orðinn sannkallaður heimamaður sem hefur skilað góðu starfi til körfuboltans á Ísafirði, bæði sem leikmaður og þjálfari yngri flokka. Það er mikið fagnaðarefni fyrir körfuknattleiksdeild Vestra að fá að njóta krafta þessa fjölhæfa leikmanns á komandi tímabili.
NánarNærri lætur að hátt í 200 manns hafi verið á Körfuboltadegi Vestra á Torfnesi í gær þegar mest var og hafa aldrei fleiri sótt þann viðburð. Þjálfarar og leikmenn meistaraflokks karla sáu um körfuboltaleiki fyrir iðkendur en barna- og unglingaráð Kkd. Vestra bauð síðan í pylsupartí. Það má því með sanni segja að körfuboltavertíðin 2016-2017 fari vel af stað.
NánarHinn árlegi Körfuboltadagur fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi í dag og er nú haldinn í fyrsta sinn undir merkjum Körfuknattleiksdeildar Vestra.
NánarÆfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra fyrir veturinn 2016-2017 er nú tilbúin og hefjast æfingar samkvæmt henni á morgun, fimmtudaginn 1. september.
NánarUm nýliðna helgi fóru Stelpubúðir Helenu Sverris og Hauka fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 8-15 ára og hafa aldrei verið fjölmennari en ríflega hundrað stelpur voru skráðar til leiks. Iðkendur úr Kkd. Vestra létu ekki sitt eftir liggja en 11 Vestrastelpur tóku þátt í búðunum og voru þær því um einn tíundi af öllum þátttakendum.
NánarMánudaginn 8. ágúst hefst síðara körfuboltanámskeiðið sem Vestri stendur fyrir í sumar. Það er ætlað yngstu iðkendum félagsins og öðrum áhugasömum sem fæddir eru 2007-2010.
NánarÞað er óhætt að segja að heimsókn landsliðsmannanna Harðar Axels Vilhjálmssonar og Hauks Helga Pálssonar í gær hafi tekist vel. Hátt í 40 krakkar úr Körfuknattleiksdeild Vestra mættu til leiks og höfðu félagarnir á orði að heimsóknin til Ísafjarðar væri með þeim bestu sem þeir hefðu farið í í tengslum við Körfuboltasumarið 2016.
Nánar