Landsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson heimsækja Ísafjörð á þriðjudaginn kemur og er heimsóknin liður í hinu skemmtilega átaki KKÍ sem nefnist Körfuboltasumarið 2016.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra mun í fyrsta sinn í sumar bjóða uppá sumarnámskeið í körfubolta í íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir yngstu iðkendur félagsins og áhugasama nýliða.
NánarKörfuboltabúðum KFÍ árið 2016 lauk síðastliðinn sunnudag, þann 5. júní. Þetta voru áttundu búðirnar sem KFÍ stendur fyrir og þær fjölmennustu til þessa en alls voru iðkenndur 145 talsins sem er nærri 50% aukning frá síðasta ári.
NánarLeikmaðurinn Adam Smári Ólafsson er genginn til liðs við Vestra. Adam Smári er tveggja metra miðherji, hann hóf körfuknattleiksiðkun í Val en fór eftir tvo vetur til KR þar sem hann lék í yngri flokkum þar til hann skipti yfir til FSu fyrir tveimur árum. Adam Smári lék 5 leiki með FSu í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var í silfurliði FSu í unglingaflokki árið 2016, hann á einnig að baki 5 leiki með yngri landsliðum.
NánarÁttundu Körfuboltabúðir KFÍ, og þær stærstu frá upphafi, verða settar á þriðjudagskvöldið kemur, 31. maí. Von er á ríflega 140 iðkendum til Ísafjarðar á aldrinum 10-16 ára, og koma krakkarnir víðsvegar að af landinu.
NánarSíðastliðinn föstudag, þann 20. maí, skrifuðu þeir Hinrik Guðbjartsson og Nökkvi Harðarson undir samninga við körfuknattleiksdeild Vestra. Báðir eru þeir félagar uppaldir í Grindavík og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki félagssins fyrr í þessum mánuði.
NánarSíðastliðinn fimmtudag, þann 12. maí, var söguleg stund í körfuboltalífinu á norðanverðum Vestfjörðum. Þá var haldinn síðasti aðalfundur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar sem jafnframt var fyrsti aðalfundur körfuknattleiksdeildar Vestra.
NánarUm helgina kepptu stúlkurnar í 7. Flokki á síðasta móti vetrarins í C-riðli Íslansmótsins. Stelpurnar fengu þann heiður að vera síðasta liðið til að spila undir merkjum KFÍ en á næsta keppnistímabili verður leikið undir merkjum Vestra. Keppt var í Rimaskóla í Grafarvogi og áttu stelpunar tvo leiki á laugardegi og tvo á sunnudegi.
NánarHelgina 30. apríl til 1. maí tók 8. flokkur drengja þátt í lokaumferð A-riðils í Íslandsmóti KKÍ sem haldin var í Dalhúsum í Grafarvogi. Mótherjarnir voru Fjölnir, Valur, Keflavík og KR og var nokkur spenna í loftinu því vitað var að það lið sem stæði uppi sem sigurvegari í riðlinum myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum.
NánarStúlkurnar í 8. flokki KFÍ (Vestra) luku keppni í C- riðli fimmtu og síðustu umferðar Íslandsmótsins um síðustu helgi. Þær eru nær allar nýliðar í körfubolta en hafa tekið stórstígum framförum á stuttum tíma og eru reynslunni ríkari eftir viðburðarríkan vetur.
Nánar