Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ (Vestra) fór fram á Torfnesi í gær og muna elstu menn varla eftir öðru eins fjölmenni á sambærilegum hátíðum félagsins. Þetta var jafnframt síðasta uppskeruhátíðin undir hinu gamalgróna nafni Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og við tekur nafn okkar nýja fjölgreinafélags, Vestri.
NánarAðalfundur KFÍ 2016 verður haldinn fimmtudaginn 12. maí. Fundurinn fer fram í fundarsal Þróunarseturs (Háskólaseturs), Suðurgötu 12, Ísafirði og hefst kl 18.00.
NánarViðburðaríkt vetrarstarf yngri flokka KFÍ er senn á enda og lýkur æfingum í flestum flokkum nú um helgina.
NánarÞá er komið að stærsta leik þessa tímabils! Flaggskipið, KFÍ-B, tekur á móti Gnúpverjum í undanúrslitum 3. deildarinnar. Líkt og í 8-liða úrslitum er hér á ferðinni algjör úrslitaleikur því sigurliðið leikur til úrslita um deildarmeistaratitil 3. deildar.
NánarSíðasta mót vetrarins hjá 10. flokki drengja fór fram í Sandgerði síðustu helgi. Á dagskrá voru þrír leikir í D-riðli þar sem mótherjarnir voru Reynir Sandgerði, Höttur Egilsstöðum og Fjölnir b Reykjavík. Er skemmst frá því að segja KFÍ (Vestri) vann alla sína leiki og stóð uppi sem sigurvegari í riðlinum.
NánarKörfuboltatímabilinu er sannarlega ekki lokið! Nú hefst úrslitakeppni hjá „flaggskipinu“ b-liði KFÍ sem leikur til úrslita í 3. deild karla. Í 8 liða úrslitum tekur KFÍ-B á móti Kormáki hér heima í dag, föstudaginn 8. apríl klukkan 20:00.
NánarStjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra (KFÍ) hefur ráðið Yngva Pál Gunnlaugsson til starfa sem yfirþjálfara deildarinnar. Yngvi Páll mun þjálfa meistaraflokk karla og hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka deildarinnar.
Nánar#HeForShe miðar að því hvetja karlmenn og stráka til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni lið í nærumhverfi sínu.
NánarB-lið meistaraflokks KFÍ, betur þekkt sem flaggskipið, mætti heimamönnum í Kormáki á Djammstanga í gær í síðasta leik 3. deildarinnar fyrir úrslitakeppnina.
NánarÁ skírdag verður hið árlega kaffihúsi yngri flokka KFÍ (Vestra) í íþróttahúsinu Torfnesi í tengslum við Páskaeggjamót KFÍ. Á sama tíma verður félagið með kökubasar í Samkaup. Allur ágóði af kaffihúsinu og kökubasarnum rennur óskiptur til barna- og unglingastarfs félagsins. Heimamenn, gestir og gangandi á Skíðaviku er hvattir til að leggja leið sína í íþróttahúsið, horfa á eða spila skemmtilegan körfubolta og fá sér gott með kaffinu í leiðinni. Kaffihúsið opnar kl. 11 þegar mótið hefst en kökubasarinn verður frá kl. 12 til 13 í Samkaup.
Nánar