Fréttir - Körfubolti

Vestri mætir Hamri í mikilvægum leik

Körfubolti | 20.10.2016
Vestri mætti FSu í síðustu umferð á útivelli og þá höfðu Sunnlendingar betur. Nú er röðin komin að grönnum Selfyssinganna í Hveragerði að mæta Vestra. Strákarnir eru staðráðnir í að senda ekki tvö stig til viðbótar á Suðurlandið. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.
Vestri mætti FSu í síðustu umferð á útivelli og þá höfðu Sunnlendingar betur. Nú er röðin komin að grönnum Selfyssinganna í Hveragerði að mæta Vestra. Strákarnir eru staðráðnir í að senda ekki tvö stig til viðbótar á Suðurlandið. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.

Á morgun, föstudaginn 21. október, mæta Hamarsmenn frá Hveragerði á Jakann í 1. deild karla í kröfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Nánar

Yima Chia-Kur til liðs við Vestra

Körfubolti | 20.10.2016
Yima Chai-Kur og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.
Yima Chai-Kur og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við bandaríska leikmanninn Yima Chia-Kur. Yima er 30 ára gamall tæplega tveggja metra hár framherji. Hann útskrifaðist úr Arkansas State háskólanum þar sem hann lék í NCAA deildinni. Hann býr yfir mikilli reynslu af atvinnumennsku og hefur leikið Venesúela, Dubai, Þýskalandi, Portúgal, Marokkó, Frakklandi og nú síðast á Spáni.

Nánar

Níundi flokkur stúlkna upp um riðil

Körfubolti | 19.10.2016
Í leikjum KR Og Vestra var hart barist.
Í leikjum KR Og Vestra var hart barist.

Um síðustu helgi fór fram fyrsta fjölliðamót Íslandsmótsins hjá 9. flokki stúlkna. Liðið er skipað stelpum í 9. bekk í bland við yngri stelpur. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á þessu fyrsta móti vetrarins og voru að sögn Nökkva Harðarsonar þjálfara hreint út sagt magnaðar.

Nánar

Unnu allt í Iðu

Körfubolti | 18.10.2016
Strákarnir kampa kátir að lokinni góðri helgi.
Strákarnir kampa kátir að lokinni góðri helgi.

Fyrsta umferð Íslandsmóts drengja í 10. flokki fór fram síðastliðna helgi og spiluðu Vestra strákar í D riðli sem fram fór í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Andstæðingar Vestra að þessu sinni voru heimamenn í FSu, ÍR og Snæfell.

Nánar

Svaka stuð á Flúðum

Körfubolti | 18.10.2016
Flottur hópur á Flúðum.
Flottur hópur á Flúðum.

Hvorki meira né minna en 17 Vestrastelpur kepptu á Íslandsmóti í minnibolta 11 ára sem haldið var á Flúðum um síðustu helgi. Alls voru 33 lið skráð til leiks sem kepptu í þremur riðlum, A,B og C, og tókst mótið allt með miklum ágætum og var Hrunamönnum til sóma.

Nánar

Stór útivallahelgi hjá Vestra

Körfubolti | 14.10.2016
Nebojsa Knezevic meiddist í síðasta leik en vonir standa til að hann nái að spila í kvöld gegn FSu. Ólíklegara er að Hinrik Guðbjartsson sem einnig meiddist nái að að vera í hópnum.
Nebojsa Knezevic meiddist í síðasta leik en vonir standa til að hann nái að spila í kvöld gegn FSu. Ólíklegara er að Hinrik Guðbjartsson sem einnig meiddist nái að að vera í hópnum.

Iðkenndur Körfuknattleiksdeildar Vestra verða á ferð og flugi um Suðurlandið um helgina. Meistaraflokkur karla mætir í Iðu á Selfossi og mætir þar FSu í 1. deild karla. Strákarnir í 10. flokki keppa einnig á Selfossi um helgina þar sem þeir taka þátt í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Á Flúðum keppir svo stór hópur stelpna í minnibolta eldri stúlkna á fjölliðamóti.

Nánar

Flott helgi hjá 8. flokki stúlkna

Körfubolti | 11.10.2016
Stelpurnar í 8. flokki ásamt Nökkva Harðarsyni þjálfara liðsins.
Stelpurnar í 8. flokki ásamt Nökkva Harðarsyni þjálfara liðsins.

Stelpurnar í 8. flokki spiluðu á sínu fyrsta fjölliðamóti vetrarins í Bolungarvík um helgina. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði og greinilegt er að þessi flotti hópur er í mikilli framför undir handleiðslu Nökkva Harðarsonar, þjálfara og Adams Smára Ólafssonar, aðstoðarþjálfara.

Nánar

Tap gegn Fjölni og sjúkralistinn lengist

Körfubolti | 09.10.2016
Hinrik Guðbjartsson á vítalínunni.
Hinrik Guðbjartsson á vítalínunni.

Fjölnismenn lögðu Vestra á Jakanum í kvöld í fyrsta heimaleik Vestra á tímabilinu. Lokatölur leiksins voru 69-98 en þær gefa þó ekki rétta mynd af getumun liðanna því segja má að óheppnin hafi elt Vestra í þessum fyrsta heimaleik þar sem tveir bestu menn liðsins lentu á sjúkralistanum. Fjölnismenn gengu á lagið og sigruðu örugglega.

Nánar

Fyrsti heimaleikur Vestra á sunnudag

Körfubolti | 07.10.2016
Nýr keppnisbúningur Vestra verður frumsýndur á heimavelli á sunnudaginn kemur.
Nýr keppnisbúningur Vestra verður frumsýndur á heimavelli á sunnudaginn kemur.

Sunnudaginn 9. október er komið að frysta heimaleik Vestra í 1. deild karla í körfubolta. Það eru Fjölnismenn sem eru fyrstir til þess að mæta á Jakann.

Nánar

Stór körfuboltahelgi framundan

Körfubolti | 04.10.2016
Það verður líf og fjör í körfuboltanum á næstu dögum.
Það verður líf og fjör í körfuboltanum á næstu dögum.

Ballið byrjar strax á fimmtudag þegar meistaraflokkur karla Breiðabliki á útivelli í 1. deildinni. Á laugardag tekur drengjaflokkur svo á móti Skallagrímsmönnum hér heima og laugardag og sunnudag fer fram fjölliðamót í 8. flokki stúlkna í Bolungarvík. Á sunnudaginn verður svo fyrsti heimaleikur karlaliðsins í 1. deildinn þegar tekið verður á móti Fjölni á Jakanum.

Nánar