Fréttir - Körfubolti

Yngstu Vestrakrakkarnir stóðu sig frábærlega á Sambíómótinu

Körfubolti | 09.11.2016
Vestrastelpurnar í minnibolta yngri stóðu sig sannarlega vel um helgina og voru að vonum ánægðar með boltann sem allir fengu að gjöf.
Vestrastelpurnar í minnibolta yngri stóðu sig sannarlega vel um helgina og voru að vonum ánægðar með boltann sem allir fengu að gjöf.
1 af 5

Tæplega tuttugu börn úr Körfuknattleiksdeild Vestra tóku þátt í hinu árlega Sambíómóti Fjölnismanna í Grafarvogi sem fram fór um síðustu helgi. Margra ára hefð var fyrir því hjá fyrirrennaranum KFÍ að fara á þetta skemmtilega mót enda tilvalinn vettvangur til að spreyta sig fyrir yngstu iðkendur félagsins. Mótið er ætlað börnum frá 6-11 ára en að þessu sinni voru Vestrakrakkarnir á mótinu aðeins 6-9 ára þar sem 10 og 11 ára iðkendur félagsins taka nú í fyrsta sinn þátt í Íslandsmótum og eiga nóg með þau mót í annasamri dagskrá.

Nánar

Haukar lögðu Vestra í kaflaskiptum leik

Körfubolti | 07.11.2016

Vestri tók á móti úrvalsdeildarlið Hauka mætti á Jakann í kvöld í 32. liða úrslitum Maltbikarsins. Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur. Vestramenn mættu mjög ákveðnir til leiks og áttu í fullu tré við Hauka í fyrri hálfleik. Aðeins munaði einu stigi í hálfleik Haukum í vil, 47-48. Í þeim síðari varð algjör kúvending á leiknum og Haukar einfaldlega tóku hann yfir.

Nánar

Magnús Breki til liðs við Vestra

Körfubolti | 07.11.2016
Magnús Breki og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.
Magnús Breki og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.

Vestri og Þór Þorlákshöfn hafa komist að samkomulagi um að unglingalandsliðsmaðurinn Magnús Breki Þórðarson gangi tl liðs við Vestra á lánssamningi. Magnús Breki er fluttur vestur á Ísafjörð og mun hann stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði jafnframt því að leika körfubolta með Vestra.

Nánar

Vestri mætir Haukum í Maltbikarnum

Körfubolti | 04.11.2016

Meistaraflokkur Vestra tekur á móti úrvalsdeildarliði Hauka í Maltbikakarnum í körfubolta á mánudag. Haukar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn KR og hafa á að skipa flottu liði þótt þeir hafi ekki farið vel af stað í úrvalsdeildinni í vetur. Þetta er því verðugt verkefni fyrir Vestramenn og verður gaman að sjá strákana etja kappi við úrvalsdeildarlið.

Nánar

Níundi flokkur drengja upp í A-riðil!

Körfubolti | 03.11.2016
Sigurreifur 9. flokkur ásamt Hallgrími Kjartanssyni sem stýrði liðinu um síðustu helgi. Strákanna bíður nú verðugt verkefni í A-riðli Íslandsmótsins.
Sigurreifur 9. flokkur ásamt Hallgrími Kjartanssyni sem stýrði liðinu um síðustu helgi. Strákanna bíður nú verðugt verkefni í A-riðli Íslandsmótsins.

Fyrsta fjölliðamót 9. flokks drengja í B-riðli fór fram helgina 29.-30. október síðastliðinn. Keppt var í Hveragerði að þessu sinni. Okkar drengir öttu kappi við Stjörnuna, ÍR, Breiðablik auk sameiginlegs liðs heimamanna í Hamri/Þór.

Nánar

Minniboltastrákar öflugir á sínu fyrsta Íslandsmóti

Körfubolti | 01.11.2016
Vestralið 2 á Íslandsmótinu í Seljaskóla um helgina.
Vestralið 2 á Íslandsmótinu í Seljaskóla um helgina.
1 af 2

Um helgina fór fram fyrsta umferð Íslandsmóts minnibolta eldri 11 ára drengja og var mótið haldið í Seljaskóla í Reykjavík. Kkd Vestra átti tvö lið á mótinu og var þetta frumraun beggja liða í Íslandsmóti.

Nánar

Tvö töp gegn Hetti

Körfubolti | 31.10.2016
Björgvin Snævar Sigurðsson á vítalínunni á laugardag. Hann var stigahæstur þann daginn ásamt Hinriki Guðbjartssyni með 13 stig.
Björgvin Snævar Sigurðsson á vítalínunni á laugardag. Hann var stigahæstur þann daginn ásamt Hinriki Guðbjartssyni með 13 stig.

Topplið Hattar frá Egilsstöðum gerði góða ferð hingað vestur og lagði Vestra í tveimur leikjum á laugardag og sunnudag. Úrslit beggja leikja voru svipuð á laugardag 69-92 og á sunnudag 67-93. Í stuttu máli var toppliðið einfaldlega of stór biti fyrir Vestra að þessu sinni.

Nánar

Þríhöfði gegn Hetti um helgina

Körfubolti | 26.10.2016
Vestri mætir Hetti í þremur leikjum um helgina.
Vestri mætir Hetti í þremur leikjum um helgina.

Hattarmenn frá Egilsstöðum koma í heimsókn á Jakann um helgina og leika tvo leiki gegn meistaraflokki Vestra í 1. Deild karla. Einnig mæta unglingaflokkar liðanna á föstudagskvöld. Það verður því sannkölluð körfuboltaveisla um helgina.

Nánar

Tveir nýir leikmenn til liðs við Vestra

Körfubolti | 26.10.2016
Hörður Helgi Hreiðarsson í leiknum gegn FSu fyrr í mánuðinum. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.
Hörður Helgi Hreiðarsson í leiknum gegn FSu fyrr í mánuðinum. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.

Nýverið gengu tveir nýir leikmenn til liðs við meistaraflokk karla í körfubolta. Þetta eru þeir Hörður Helgi Hreiðarsson og Þór Kristjánsson.

Nánar

Yfirlýsing vegna atviks í leik Vestra og ÍA

Körfubolti | 24.10.2016

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra harmar framferði sem leikmaður ÍA, Fannar Freyr Helgason, sýndi í leik ÍA og Vestra sunnudaginn 23. október síðastliðinn.

Nánar