Tæplega tuttugu börn úr Körfuknattleiksdeild Vestra tóku þátt í hinu árlega Sambíómóti Fjölnismanna í Grafarvogi sem fram fór um síðustu helgi. Margra ára hefð var fyrir því hjá fyrirrennaranum KFÍ að fara á þetta skemmtilega mót enda tilvalinn vettvangur til að spreyta sig fyrir yngstu iðkendur félagsins. Mótið er ætlað börnum frá 6-11 ára en að þessu sinni voru Vestrakrakkarnir á mótinu aðeins 6-9 ára þar sem 10 og 11 ára iðkendur félagsins taka nú í fyrsta sinn þátt í Íslandsmótum og eiga nóg með þau mót í annasamri dagskrá.
NánarVestri tók á móti úrvalsdeildarlið Hauka mætti á Jakann í kvöld í 32. liða úrslitum Maltbikarsins. Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur. Vestramenn mættu mjög ákveðnir til leiks og áttu í fullu tré við Hauka í fyrri hálfleik. Aðeins munaði einu stigi í hálfleik Haukum í vil, 47-48. Í þeim síðari varð algjör kúvending á leiknum og Haukar einfaldlega tóku hann yfir.
NánarVestri og Þór Þorlákshöfn hafa komist að samkomulagi um að unglingalandsliðsmaðurinn Magnús Breki Þórðarson gangi tl liðs við Vestra á lánssamningi. Magnús Breki er fluttur vestur á Ísafjörð og mun hann stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði jafnframt því að leika körfubolta með Vestra.
NánarMeistaraflokkur Vestra tekur á móti úrvalsdeildarliði Hauka í Maltbikakarnum í körfubolta á mánudag. Haukar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn KR og hafa á að skipa flottu liði þótt þeir hafi ekki farið vel af stað í úrvalsdeildinni í vetur. Þetta er því verðugt verkefni fyrir Vestramenn og verður gaman að sjá strákana etja kappi við úrvalsdeildarlið.
NánarFyrsta fjölliðamót 9. flokks drengja í B-riðli fór fram helgina 29.-30. október síðastliðinn. Keppt var í Hveragerði að þessu sinni. Okkar drengir öttu kappi við Stjörnuna, ÍR, Breiðablik auk sameiginlegs liðs heimamanna í Hamri/Þór.
NánarUm helgina fór fram fyrsta umferð Íslandsmóts minnibolta eldri 11 ára drengja og var mótið haldið í Seljaskóla í Reykjavík. Kkd Vestra átti tvö lið á mótinu og var þetta frumraun beggja liða í Íslandsmóti.
NánarTopplið Hattar frá Egilsstöðum gerði góða ferð hingað vestur og lagði Vestra í tveimur leikjum á laugardag og sunnudag. Úrslit beggja leikja voru svipuð á laugardag 69-92 og á sunnudag 67-93. Í stuttu máli var toppliðið einfaldlega of stór biti fyrir Vestra að þessu sinni.
NánarHattarmenn frá Egilsstöðum koma í heimsókn á Jakann um helgina og leika tvo leiki gegn meistaraflokki Vestra í 1. Deild karla. Einnig mæta unglingaflokkar liðanna á föstudagskvöld. Það verður því sannkölluð körfuboltaveisla um helgina.
NánarNýverið gengu tveir nýir leikmenn til liðs við meistaraflokk karla í körfubolta. Þetta eru þeir Hörður Helgi Hreiðarsson og Þór Kristjánsson.
NánarStjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra harmar framferði sem leikmaður ÍA, Fannar Freyr Helgason, sýndi í leik ÍA og Vestra sunnudaginn 23. október síðastliðinn.
Nánar