Baráttan hjá meistaraflokki karla í körfubolta, um sæti í úrslitakeppnini 1. deildar, heldur áfram. Föstudaginn 3. febrúar mæta Fjölnismenn í heimsókn á Jakann. Leikurinn hefst sem fyrr kl. 19:15.
NánarStrákarnir í 9. flokki Vestra í körfubolta gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fjölni í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ. Strákarnir munu því leika til úrslita um bikarmeistaratitilinn aðra helgina í febrúar.
NánarHátt í 80 krakkar í 1.-6. bekk létu ljós sitt skína á fyrsta Hamraborgarmótinu sem Kkd. Vestri stóð fyrir á Torfnesi í gær. Mótið var boðsmót meistaraflokks karla og Hamraborgar en meistaraflokkur sá um allt skipulag undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar yfirþjálfara og gerðu það með stakri prýði.
NánarÍ kvöld lögðu Vestramenn Ármenninga í 1. deild karla í körfubolta með 98 stigum gegn 81. Með þessum fjórða sigri í röð komst Vestri upp í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Hamar sem situr í fimmta sætinu vegna betri stöðu í innbyrðist leikjum.
NánarMeistaraflokkur kkd. Vestra karla og Hamraborg sameina krafta sína í stórskemmtilegu minniboltamóti á Torfnesi á mánudaginn kemur, 23. janúar. Mótið hefur hlotið heitið Hamraborgarmótið 2017 og er vonandi komið til að vera í fjölbreyttri vetrardagsrká kkd. Vestra.
NánarMeistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Ármenningum í fyrsta leik liðsins eftir jólahlé hér heima á Jakanum, Torfnesi. Leikurinn fer fram föstudaginn 20. janúar og hefst kl. 19:15
NánarMiðherjinn Jóhann Jakob Friðriksson er genginn í raðir Vestra á nýjan leik og mun leika með liðinu út tímabilið. Jóhann Jakob er uppalinn innan raða KFÍ og hefur leikið með meistaraflokki liðsins undanfarin ár.
NánarVestri mun eiga fulltrúa í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarkeppni KKÍ en drengirnir í 9. flokki Kkd. Vestra tók á móti Breiðabliki í leik sem fram fór síðastliðinn laugardag og unnu öruggan sigur 82-39.
NánarÁ laugardaginn leika bæði 9. flokkur drengja og stúlkna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Strákarnir eiga heimaleik og taka á móti Breiðabliki á Jakanum kl. 16:00. Stelpurnar skreppa hinsvegar á Suðurlandið og mæta sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna í Hveragerði á sama tíma.
NánarÆfingar allra æfingahópa körfuknattleiksdeildar Vestra hefjast aftur samkvæmt æfingatöflu á morgun, þriðjudaginn 3. janúar 2017, eftir jólafrí. Nokkrar æfingar voru í boði fyrir elstu iðkendurna og meistaraflokk milli jóla og nýárs en yngstu iðkendurnir fengu góða hvíld um hátíðirnar.
Stjórn og barna- og unglingaráð óska öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og stuðningsfólki gleðilegs árs og hlakkar til samstarfsins á nýju körfuboltaári.
Nánar