Síðastliðinn sunnudag var aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra haldinn á Hótel Ísafirði. Ingólfur Þorleifsson var endurkjörinn formaður en auk hans var Birna Lárusdóttir endurkjörin í stjórn ásamt Sveini Rúnari Júlíussyni sem starfað hefur með stjórninni frá því síðsumars 2016. Fyrir í stjórninni voru þeir Birgir Örn Birgisson og Ingi Björn Guðnason.
NánarAðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2017 verður haldinn sunnudaginn 14. maí. Fundurinn fer fram á Hótel Ísafirði og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Á dagskrá fundarins verða aðalfundarstörf eins og kveðið er á um í 4. gr. reglugerðar deildarinnar:
Dagskrá aðalfundar
Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi eins og segir í 3. grein reglugerðar deildarinnar.
NánarUppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin á Torfnesi á morgun, fimmtudag, milli klukkan 18-20. Iðkendur deildarinnar á aldrinum 4-16 ára gera sér þá glaðan dag með foreldrum og aðstandendum, viðurkenningar verða veittar og slegið verður upp pylsuveislu. Allir velunnarar körfunnar eru velkomnir á hátíðina.
Frammistaða Vestrakrakkanna í vetur hefur verið afar góð, fleiri hópar tóku þátt í Íslandsmótum en verið hefur um langt árabil og fyrsti bikarmeistaratitill hins nýstofnaða Vestra kom í hús hjá 9. flokki drengja í körfunni. Tvö elstu lið drengjanna luku keppni í vor í A-riðli og tvö elstu lið stúlknanna í B-riðli. Krakkarnir hafa því att kappi við öll bestu lið landsins í sínum aldurshópum í vetur og staðið sig með miklum ágætum. Minnibolti eldri drengja (10-11 ára) á lokamót vetrarins eftir og fer það fram í DHL-höllinni nú um helgina.
Formlegum vetraræfingum iðkenda í 4. bekk og yngri er nú lokið en eldri iðkendur æfa út maímánuð eða fram að hinum árlegu Körfuboltabúðum Vestra, sem fram fara í níunda sinn dagana 30. maí-4. júní. Að búðunum loknum taka við sumaræfingar í körfunni sem verða auglýstar nánar síðar.
NánarÁ morgun, þriðjudaginn 2. maí, stendur Kkd. Vestra fyrir léttu og skemmtilegu vormóti fyrir alla káta og áhugasama krakka í 1.-4. bekk grunnskóla. Mótið fer fram á íþróttahúsinu Torfnesi og hefst skráning kl. 16. Allir fara heim með smá verðlaun að móti loknu. Foreldrar eru velkomnir í áhorfendahópinn til að hvetja og styðja hina ungu leikmenn til dáða. Ætla má að mótinu verði lokið fyrir kl. 18.
Allir velkomnir!
NánarViðburðarrík helgi er nú að baki í körfuboltanum hjá Vestra en leiknir voru níu útileikir á höfuðborgarsvæðinu frá föstudegi til sunnudags; einn unglingaflokksleikur, fjórir leikir í 9. flokki drengja og fjórir leikir í minnibolta eldri stúlkna. Fór svo að allir leikirnir unnust og er því Vestri karfa með fullt hús stiga eftir þessa annasömu helgi. Gaman er að geta þess að allir hóparnir þrír hafa í vetur æft undir stjórn Yngva Páls Gunnlaugssonar, yfirþjálfara Kkd. Vestra.
NánarÁ 52. Körfuknattleiksþingi KKÍ sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær var Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs og stjórnarmaður í Kkd. Vestra, kjörin í stjórn sambandsins. Birna hefur um árabil starfað í þágu körfuboltans á Ísafirði en hefur einnig undanfarin tvö ár átt sæti Fræðslunefnd KKÍ sem er ein af fastanefndum sambandsins.
NánarSkömmu áður en sjoppuvakt Körfuknattleiksdeildar Vestra hófst síðastliðinn laugardag á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður skrifuðu Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Nebojsa Knezevic undir nýjan samning milli deildarinnar og leikmannsins.
NánarSíðasta fjölliðamót vetrarins í 10. flokki drengja í Kkd. Vestra fór fram á Torfnesi um nýliðna helgi. Var keppt í B-riðli en Vestradrengir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki helginnar. Þeir hófu keppni í haust í D-riðli og má því með sanni segja að liðið hafi verið á mikilli siglingu allt tímabilið til enda.
Auk Vestra tóku lið Vals, Hauka og Skallagríms þátt en lið Fjölnis þurfti frá að hverfa vegna veðurs en þeir höfðu ætlað að fljúga vestur. Hin liðin þrjú sameinuðustu um rútuferð og þrátt fyrir hremmingar á Steingrímsfjarðarheiði mættu þau galvösk til leiks, tæpum þremur tímum á eftir áætlun, og sýndu oft og tíðum flott tilþrif þrátt fyrir langt og strangt ferðalag. Til að koma til móts við Fjölnismenn býðst þeim að leika sína leiki síðar en þegar þetta er skrifað er óvíst hvort af því verður.
NánarStúlkurnar í 9. flokki Kkd. Vestra kepptu í sínu síðasta Íslandsmóti vetrarins um nýliðna helgi og lá leiðin til Grindavíkur að þessu sinni í sjálfan A-riðil mótsins. Þar mættu Vestrastelpurnar fjórum bestu liðum landsins í sínum aldurshópi en auk Grindvíkinga léku þær við Keflavík, Njarðvík og Hamar.
NánarUnglingaflokkur Vestra í körfubolta mætir Njarðvíkingum á morgun, miðvikudag, klukkan 15:00 hér heima á Jakanum. Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins á tímabilinu!
Nánar