Fréttir - Körfubolti

Körfuboltadagur Vestra

Körfubolti | 04.09.2017

Hinn árlegi Körfuboltadagur Vestra fer fram fimmtudaginn 7. september kl. 17:30 til 19:00 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Allir áhugasamir krakkar og foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegum körfuboltaleikjum og þrautum sem þjálfarar deildarinnar og leikmenn meistaraflokks karla stýra. Í lokinn verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykki.

Nánar

Efnilegir körfuboltakrakkar

Körfubolti | 21.08.2017
Krakkarnir á sumarnámskeiðinu teygðu duglega í lok æfinga undir stjórn Yngva þjálfara.
Krakkarnir á sumarnámskeiðinu teygðu duglega í lok æfinga undir stjórn Yngva þjálfara.
1 af 4

Það var mikil stemming á seinna sumarnámskeiði Kkd. Vestra sem fram fór á Torfnesi í síðustu viku en fyrra námskeiðið var haldið í byrjun júlí. Námskeiðin voru ætluð krökkum á leið í 1.-4. bekk og voru hátt í 20 krakkar skráðir til leiks á seinna námskeiðið

Nánar

Sumarnámskeið í körfu fyrir þau yngstu

Körfubolti | 10.08.2017

Á mánudaginn kemur, 14. ágúst, hefst seinna sumarnámskeið Kkd. Vestra fyrir börn fædd 2008-2011. Hið fyrra var haldið í júlí og tókst afar vel.

Nánar

Björn Ásgeir til liðs við Kkd. Vestra

Körfubolti | 31.07.2017
Yngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari Vestra, býður Björn Ásgeir Ásgeirsson velkominn til félagsins í blíðunni fyrir vestan í gærkvöldi.
Yngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari Vestra, býður Björn Ásgeir Ásgeirsson velkominn til félagsins í blíðunni fyrir vestan í gærkvöldi.

Hinn knái leikmaður Björn Ásgeir Ásgeirsson úr Hamri skrifaði í gærkvöldi undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra og mun hann leika með meistaraflokki félagsins á komandi keppnistímabili.

Nánar

Þrír Vestramenn í U16 æfingahópnum

Körfubolti | 25.07.2017
Hilmir, Egill og Hugi fögnuðu vel bikarmeistaratitlinum í 9. flokki í Laugardagshöllinni í vor.
Hilmir, Egill og Hugi fögnuðu vel bikarmeistaratitlinum í 9. flokki í Laugardagshöllinni í vor.

Egill Fjölnisson og bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir hafa verið valdir í 35 manna æfingahóp U16 ára landsliðs drengja í körfuknattleik, en hópurinn var kynntur í dag. Þremenningarnir leika í 10. flokki á komandi leiktíð en þeir hömpuðu bikarmeistaratitli ásamt félögum sínum í 9. flokki síðasta vetur og unnu sig einnig upp í A-riðil Íslandsmótsins í vor.

Nánar

Landsliðsfólk á Ísafirði

Körfubolti | 13.07.2017
Hópurinn samankominn með Martin og Hildi Björgu í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði.
Hópurinn samankominn með Martin og Hildi Björgu í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði.
1 af 4

Yngri flokkar Kkd. Vestra fengu góða heimsókn í gær þegar Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir sóttu Ísafjörð heim og sáu um æfingar gærdagsins hjá félaginu. Martin,sem er KR-ingur í húð og hár, er orðinn atvinnumaður í körfubolta og leikur með A-deildarliðinu Châlon-Reims í Frakklandi. Hildur er nýgengin til liðs við Breiðablik en hún spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún er úr Stykkishólmi og því uppalin í Snæfelli.

Nánar

Vel heppnuð Spánarferð að baki

Körfubolti | 01.07.2017
BIBA hópurinn samankominn ásamt þjálfurum búðanna. Allir þátttakendur fengu keppnisbúning til eignar.
BIBA hópurinn samankominn ásamt þjálfurum búðanna. Allir þátttakendur fengu keppnisbúning til eignar.
1 af 8

Vel heppnuð æfingaferð Kkd. Vestra til Spánar er nú að baki en flestir úr hópnum komu til landsins seint í gærkvöldi. Nokkrir urðu þó eftir á Spáni í sumarleyfum með fjölskyldum sínum. Óhætt er að fullyrða að þessi fyrsta æfingaferð deildarinnar erlendis í 10 ár hafi staðið undir væntingum og verða slíkar æfinga- eða keppnisferðir á erlenda grundu vonandi fastur liður í starfinu hér eftir.

Nánar

Æfingabúðir á Spáni

Körfubolti | 23.06.2017
Hópurinn í Leifsstöð skömmu fyrir brottför.
Hópurinn í Leifsstöð skömmu fyrir brottför.
1 af 2

Fríður hópur Vestrakrakka flugu til Spánar í gærkvöldi til að taka þátt í körfuboltabúðum sem fram fara í bænum Amposta, tveggja tíma fjarlægð suður af Barcelona. Hópurinn telur 21 krakka auk fararstjóra og annarra fylgifiska. Í aðdraganda ferðarinnar hafa krakkarnir notið mikils stuðnings frá einstaklingum og fyrirtækjum á Vestfjörðum, einkum í tengslum við áheitasöfnun fyrir körfuboltamaraþon sem þau þreyttu í síðasta mánuði á Suðureyri. Þess má einnig geta að krakkarnir eru búsettir í sex byggðakjörnum á norðanverðum Vestfjörðum, allt frá Hólmavík í austri til Þingeyrar í vestri.

Nánar

Ingimar Aron semur við Vestra

Körfubolti | 19.06.2017
Ingimar Aron Baldursson skrifaði í dag undir samning við Kkd. Vestra. Birna Lárusdóttir, stjórnarmaður í Kkd. Vestra, skrifaði undir fyrir hönd stjórnar.
Ingimar Aron Baldursson skrifaði í dag undir samning við Kkd. Vestra. Birna Lárusdóttir, stjórnarmaður í Kkd. Vestra, skrifaði undir fyrir hönd stjórnar.

Í dag skrifaði Ingimar Aron Baldursson undir leikmannasamning við Kkd. Vestra og mun hann því leika með meistaraflokki karla keppnistímabilið 2017-2018. Ingimar Aron kemur vestur úr röðum Valsmanna þar sem hann lék í fyrstu deildinni síðasta vetur. Uppeldisfélag hans er KR. Ingimar er fæddur árið 1998 og er því 19 ára gamall.

Nánar

Gunnlaugur og Jóhann Jakob framlengja

Körfubolti | 13.06.2017
Leikmennirnir fjórir sem skrifuðu undir samning í gær. Frá vinstri: Jóhann Jakob Friðriksson, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, Rúnar Ingi Guðmundsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson.
Leikmennirnir fjórir sem skrifuðu undir samning í gær. Frá vinstri: Jóhann Jakob Friðriksson, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, Rúnar Ingi Guðmundsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson.

Undanfarna daga hafa penni og samningsblöð verið á lofti hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Í gær skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga og því má segja að ákveðinn kjarni leikmanna sé tryggður fyrir komandi tímabil. Undanfarna daga hafa penni og samningsblöð verið á lofti hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Í gær skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga og því má segja að ákveðinn kjarni leikmanna sé tryggður fyrir komandi tímabil. 

Nánar