Vestri vann góðan sigur á Blikum í gærkvöldi, 96-80, í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var síðasti heimaleikur liðsins á árinu en jafnframt síðasti leikurinn sem spilaður er á gólfi íþróttahússins sem hefur þjónað okkur frá árinu 1993.
NánarAllra yngstu iðkendur Kkd. Vestra ætla að leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir heimaleik Vestra og Breiðabliks í 1. deild karla í kvöld. Krakkarnir munu leiða meistaraflokksstrákana inn á völlinn og hvetja þá svo til dáða í leiknum sjálfum. Þetta er síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári og jafnframt síðasti leikurinn á gamla parketinu á Torfnesi en strax á mánudag verður hafist handa við að endurnýja gólfið.
NánarVestri tekur á móti Breiðabliki í 1. deild karla föstudaginn 1. desember hér heima á Jakanum. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15. Þetta er jafnframt síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári og um leið síðasti leikurinn á gamla parketinu á Torfnesi en strax í næstu viku verður hafist handa við að endurnýja gólfið.
NánarUm helgina fer fram fjölliðamót Íslandsmótsins í 10. flokki stúlkna í körfubolta. Vestrastelpur mæta Hamri/Hrunamönnum, Haukum og Val. Mótið fer að mestu leyti fram í Bolungarvík utan fyrsti leikur Vestra sem fram fer á Torfnesi á morgun laugardag kl. 16:45 gegn Haukum.
Nánar
Tveir stúlknaflokkar Kkd. Vestra spiluðu að heiman í Íslandsmótum um síðustu helgi og þótt sigrarnir hefðu ekki allir fallið okkar megin var frammistaða bekkja flokka góð. Stelpurnar í 9. flokki kepptu í A-riðli í annarri umferð Íslandsmótsins og var leikið í Keflavík en þær höfðu sigrað B-riðil örugglega í fyrstu umferð. Stelpurnar í minnibolta eldri (11 ára) sóttu Þorlákshöfn heim í fjölliðamóti þar sem þær tókust á við jafnöldrur sínar í B-riðli.
NánarFramherjinn sterki Ágúst Angantýsson hefur samið við Vestra um að leika með liðinu í 1. deildinni. Ágúst er ekki ókunnugur hér fyrir vestan því hann lék með KFÍ í úrvalsdeildinni tímabilið 2013-2014.
NánarSameiginlegt lið Vestra og Skallagríms í 10. flokki drengja tryggði sér efsta sætið í A-riðli í annarri umferð Íslandsmóts KKÍ sem fram fór á Torfnesi um helgina. Gestirnir voru KR, Stjarnan, Fjölnir og Keflavík en þeir síðastnefndu féllu aftur niður í B-riðil eftir tap í öllum sínum leikjum. Þrjú efstu liðin, Vestramenn, KR og Stjarnan, eru svipuð að styrkleika og unnu öll þrjá leiki hvert. Innbyrðis viðureign Vestra og Stjörnunnar réði því að Vestramenn hömpuðu að endingu fyrsta sætinu.
NánarÓhætt er að segja að boðið verði upp á sannkallaða körfuboltaveislu á Torfnesi um helgina en þá fer fram 2. umferð Íslandsmótsins í A-riðli 10. flokks drengja. Vestramenn taka á móti KR, Fjölni, Stjörnunni og Keflavík og er um firnasterkan riðil að ræða en strákarnir okkar eru í þriðja sæti eftir fyrstu umferð. Mót af þessum styrkleika hefur ekki verið haldið á Ísafirði í ríflega áratug.
NánarUm síðastliðna helgi tóku yfir 20 körfuboltakrakkar úr Vestra á aldrinum 6-9 ára þátt í hinu árlega Sambíómóti. Mótið, sem haldið er af Fjölni í Grafarvogi, er eitt af stærstu körfuboltamótum sem haldin eru hér á landi en um 600 krakkar tóku þátt í mótinu í ár.
NánarVestri lagði Hamar að velli á Jakanum í kvöld 93-81. Leikurinn var fjörugur, hraður og skemmtilegur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
Nánar