Fréttir - Körfubolti

Hamarsmenn í heimsókn

Körfubolti | 02.11.2017
Vestri tekur á móti Hamri á föstudaginn.
Vestri tekur á móti Hamri á föstudaginn.

Vestri mætir Hamri í 1. deild karla hér heima á Jakanum á morgun kl. 19:15. Aðgangseyrir 1.000 kr. og hamborgarar á grillinu fyrir leik. Þetta er síðasti heimaleikurinn í bili því næsti leikur á Jakanum fer ekki fram fyrr en 1. desember.

Nánar

Þrír flokkar á körfuboltamótum um liðna helgi

Körfubolti | 01.11.2017
Tíundi flokkur stúlkna Kkd. Vestra í DHL Höll þeirra KR-inga ásamt þjálfara sínum, Yngva Páli Gunnlaugssyni.
Tíundi flokkur stúlkna Kkd. Vestra í DHL Höll þeirra KR-inga ásamt þjálfara sínum, Yngva Páli Gunnlaugssyni.
1 af 3

Líkt og undanfarnar helgar í haust var í nægu að snúast hjá yngri flokkum Kkd. Vestra um liðna helgi en alls voru þrír flokkar í keppni. Fyrsta umferð í C-riðli Íslandsmóts 7. flokks stúlkna fór fram á Torfnesi, 10. flokkur stúlkna spilaði á heimavelli KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur en drengirnir í Minnibolta 11 ára sóttu mót ÍR-inga í Breiðholtinu.

Nánar

Flottur sigur á Fjölni

Körfubolti | 28.10.2017
Sigrinum á Fjölni fagnað.
Sigrinum á Fjölni fagnað.

Jakinn er enn ósigrað heimavígi eftir sigur Vestra á Fjölni í gærkvöldi 93-74. Með sigrinum situr Vestri í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig líkt og Skallagrímur, sem vermir efsta sætið, og Breiðablik sem situr í því þriðja.

Nánar

Vestrastúlkur gestgjafar um helgina

Körfubolti | 27.10.2017
Hluti af þessum myndarlega hópi körfuboltastúlkna þreytir frumraun sína á fjölliðamóti á heimavellinum Torfnesi um helgina.
Hluti af þessum myndarlega hópi körfuboltastúlkna þreytir frumraun sína á fjölliðamóti á heimavellinum Torfnesi um helgina.

Stúlkurnar í 7. flokki Kkd. Vestra taka á móti þremur liðum í fyrstu umferð Íslandsmótsins nú um helgina og fer mótið fram á Torfnesi. Gestirnir eru Ármann, Breiðablik og ÍR. Stúlkurnar okkar hefja leik í C-riðli en alls eru riðlarnir fjórir. Í neðstu tvo raðast þau félög sem ekki áttu lið í þessum aldurshópi á síðasta leiktímabili. Þess má geta að talsvert hefur fjölgað af liðum á þessum aldri á landsvísu og er því leikið í fleiri riðlum nú en áður.

Nánar

Andre Cornelius kominn til Vestra

Körfubolti | 27.10.2017
Andre og Yngvi Páll þjálfari eftir fyrstu æfingu kappans í gærkvöldi.
Andre og Yngvi Páll þjálfari eftir fyrstu æfingu kappans í gærkvöldi.

Bandaríski bakvörðurinn Andre Cornelius er genginn til liðs við Vestra. Andre er fjölhæfur leikstjórnandi sem býr yfir miklum hraða og snerpu. Andre lenti á Íslandi í gærmorgun og kom beint vestur. Hann náði því að taka þátt í æfingu kvöldsins og er tilbúinn í slaginn annað kvöld þegar Vestri mætir Fjölni á Jakanum kl. 19:15.

Nánar

Fjölnir mætir á Jakann

Körfubolti | 26.10.2017
Yngvi Páll Gunnlaugsson og lærisveinar mæta Fjölni á morgun föstudag kl. 19:15 hér heima.
Yngvi Páll Gunnlaugsson og lærisveinar mæta Fjölni á morgun föstudag kl. 19:15 hér heima.

Á morgun föstudag mæta Fjölnismenn á Jakann í fimmtu umferð Íslandsmótsins í 1. deild. Vestri er enn ósigraður á heimavelli og þannig ætla strákarnir að hafa það áfram. Til þess þarf þó stuðning áhorfenda og góða stemmningu á Jakann.

Nánar

Strákar og stelpur á ferð og flugi

Körfubolti | 22.10.2017
Strákarnir knáu í 8. flokki með Birgi Erni Birgissyni, þjálfara, á nýliðnu Íslandsmóti í F-riðli á Selfossi sem þeir unnu með yfirburðum.
Strákarnir knáu í 8. flokki með Birgi Erni Birgissyni, þjálfara, á nýliðnu Íslandsmóti í F-riðli á Selfossi sem þeir unnu með yfirburðum.
1 af 2

Alls taka átta keppnishópar frá Kkd.Vestra þátt í Íslandsmótum yngri flokka KKÍ þennan veturinn, auk unglingaflokks og meistaraflokks karla, og varla mun líða sú helgi á leiktímabilinu þar sem iðkendur félagsins eru ekki í móti. Um síðustu helgi kepptu tveir þeirra á sínum fyrstu fjölliðamótum í vetur  en það voru 8. flokkur drengja á Selfossi og minnibolti 10 ára stúlkna í Keflavík.

Nánar

Öruggur sigur á FSu

Körfubolti | 20.10.2017
Yngvi páll og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri í kvöld.
Yngvi páll og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri í kvöld.

Vestri lagði FSu örugglega 82-68 í kvöld. Um það bil sem flautað var til leiksloka bárust fregnir af því að jörð hafi skolfið rétt norðan við Selfoss. Hvort drunurnar frá magnaðri tröllatvennu sem Vestramaðurinn Nemanja Knezevic skilaði í kvöld voru þess valdandi skal ósagt látið en pilturinn sá átti magnaðan leik á þrítugsafmælisdegi sínum. Sannarlega maður leiksins.

Nánar

Vestri mætir FSu á Jakanum

Körfubolti | 19.10.2017
Strákarnir eru tilbúnir í leikinn! Ljósmynd: Ágúst G. Atlason, Gusti Productions.
Strákarnir eru tilbúnir í leikinn! Ljósmynd: Ágúst G. Atlason, Gusti Productions.

Á morgun föstudaginn 20. október taka Vestramenn á móti FSu í 1.deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Jakanum en það er um að gera að mæta fyrr og gæða sér á hamborgurum fyrir leik. Þá eru síðustu forvöð að kaupa árskort en annars er aðgangseyrir litlar 1.000 kr.

Nánar

Stefnan sett á meistaraflokk kvenna

Körfubolti | 17.10.2017
Verða þessar flottu Vestrastelpur grunnurinn að nýjum meistaraflokki kvenna?
Verða þessar flottu Vestrastelpur grunnurinn að nýjum meistaraflokki kvenna?
1 af 2

Stjórn Kkd. Vestra og barna- og unglingaráð vinna nú markvisst að því að félagið tefli fram meistaraflokki á ný. Allt bendir til þess að innan örfárra ára verði kominn góður grundvöllur fyrir endurvakningu meistaraflokks kvenna félagsins, en hann var síðast starfræktur vetur 2014-2015. Í gærkvöldi stóð félagið fyrir skemmtilegum spjallfundur í Menntaskólanum á Ísafirði og var það liður í undirbúningi verkefnisins.

Nánar