Fulltrúar frá Körfuknattleiksdeild Vestra sóttu þingi Körfuknattleikssambands Íslands síðastliðinn laugardag en þingið er haldið á tveggja ára fresti. Segja má að Ísfirðingar hafi verið nokkuð áberandi á þinginu. Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra var sæmdur silfurmerki KKÍ og Birna Lárusdóttir var kjörin í stjórn sambandsins.
NánarFlaggskip Vestra vann sinn annan sigur í röð er það lagði Pance Ilievski og lærisveina hans í ÍR-b í 3. deild karla í dag.
NánarGréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Vestra, hefur verið valin í U15 kvennalandslið Íslands í körfuknattleik. Alls urðu 18 stúlkur fyrir valinu en íslensku stúlkurnar keppa í tveimur níu manna liðum á Copenhagen Invitational mótinu, sem fram fer í Danmörku dagana 20.-23. júní n.k. Drengir keppa einnig í tveimur níu manna liðum en Vestri á ekki fulltrúa í þeim hópi í ár.
NánarOrkubú Vestfjarða og Körfuknattleiksdeild Vestra hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli um stuðning OV við starf deildarinnar, jafnt í yngri flokkum sem í meistaraflokki. Elías Jónatansson, orkubússtjóri, og Ingólfur Þorleifsson, formaður stjórnar Kkd. Vestra, undirrituðu samninginn fyrir heimaleik meistaraflokks karla Vestra og Hamars, sem fram fór í íþróttahúsinu Torfnesi síðastliðið föstudagskvöld.
NánarFlaggskipið, B-lið meistaraflokks karla, mætti liði Grundarfjarðar í 3. deild karla í gær í Bolungarvík.
NánarÞað er mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Í dag kl. 11:00 mætast drengjaflokkar Vestra og Keflavíkur á Torfnesi. Á Þingeyri hefst svo fjölliðamót í C-riðli hjá 9. flokki drengja þar sem Vestra strákar mæta Grindavík, ÍA og Þór Akureyri. Klukkan 18:00 mætir Flaggskipið, B-lið Vestra svo Grundfirðingum í 3. deild karla. Á sunnudag mætir svo stúlknaflokkur Vestra Haukum í Bolungarvík kl. 16:00.
NánarVestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í síðasta heimaleik liðsins fyrir úrslitakeppnina á morgun föstudaginn 8. mars. Liðin tvö hafa bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en eru enn í harðri baráttu um heimavallaréttinn í undanúrslitum.
NánarTæplega 50 ungir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Vestra eru á leið á Nettómótið stóra í Reykjanesbæ sem fram fer um helgina. Mótið er ætlað börnum í 1.-5. bekk og er nú haldið í 29. sinn.
NánarLeik Vestra og Fjölnis sem fram átti að fara á föstudag hefur verið frestað til mánudagsins 11. febrúar kl. 19:15. Allir á Jakann!
NánarVestri tekur á móti Fjölni á Jakanum, föstudaginn 8. febrúar kl. 19:15. Bæði lið eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar. Fjölnir er í öðru sæti með 22 stig en Vestri í því fjórða með 18 stig. Þetta er því mikilvægur leikur sem gæti haft áhrif á heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.
Nánar