Fréttir - Körfubolti

Ingólfur fékk silfurmerki og Birna endurkjörin í stjórn KKÍ

Körfubolti | 19.03.2019
Ingólfur Þorleifsson tekur við silfurmerki KKÍ af Hannesi Jónssyni formanni og Guðbjörgu Norðfjörð varaformanni KKÍ.
Ingólfur Þorleifsson tekur við silfurmerki KKÍ af Hannesi Jónssyni formanni og Guðbjörgu Norðfjörð varaformanni KKÍ.
1 af 3

Fulltrúar frá Körfuknattleiksdeild Vestra sóttu þingi Körfuknattleikssambands Íslands síðastliðinn laugardag en þingið er haldið á tveggja ára fresti. Segja má að Ísfirðingar hafi verið nokkuð áberandi á þinginu. Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra var sæmdur silfurmerki KKÍ og Birna Lárusdóttir var kjörin í stjórn sambandsins.

Nánar

Flaggskipið skellti Pance Ilievski og lærisveinum í ÍR

Körfubolti | 17.03.2019

Flaggskip Vestra vann sinn annan sigur í röð er það lagði Pance Ilievski og lærisveina hans í ÍR-b í 3. deild karla í dag.

Nánar

Gréta í U15 landsliðið

Körfubolti | 16.03.2019
Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Kkd. Vestra, hefur verið valin í 18 manna landsliðshóp U15 kvenna fyrir sumarið 2019.
Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Kkd. Vestra, hefur verið valin í 18 manna landsliðshóp U15 kvenna fyrir sumarið 2019.

Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Vestra, hefur verið valin í U15 kvennalandslið Íslands í körfuknattleik. Alls urðu 18 stúlkur fyrir valinu en íslensku stúlkurnar keppa í tveimur níu manna liðum á Copenhagen Invitational mótinu, sem fram fer í Danmörku dagana 20.-23. júní n.k. Drengir keppa einnig í tveimur níu manna liðum en Vestri á ekki fulltrúa í þeim hópi í ár.

Nánar

Orkubúið styður vel við körfuna

Körfubolti | 11.03.2019
Ingólfur Þorleifsson (t.v.), formaður stjórnar Kkd. Vestra, og Elías Jónatansson (t.h), orkubússtjóri, endurnýjuðu samstarfið fyrir leik meistaraflokks karla Vestra gegn Hamar í íþróttahúsinu á Torfnesi s.l. föstudagskvöld.
Ingólfur Þorleifsson (t.v.), formaður stjórnar Kkd. Vestra, og Elías Jónatansson (t.h), orkubússtjóri, endurnýjuðu samstarfið fyrir leik meistaraflokks karla Vestra gegn Hamar í íþróttahúsinu á Torfnesi s.l. föstudagskvöld.

Orkubú Vestfjarða og Körfuknattleiksdeild Vestra hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli um stuðning OV við starf deildarinnar, jafnt í yngri flokkum sem í meistaraflokki. Elías Jónatansson, orkubússtjóri, og Ingólfur Þorleifsson, formaður stjórnar Kkd. Vestra, undirrituðu samninginn fyrir heimaleik meistaraflokks karla Vestra og Hamars, sem fram fór í íþróttahúsinu Torfnesi síðastliðið föstudagskvöld.

Nánar

Flaggskipið lokaði á Grundfirðinga í seinni hálfleik

Körfubolti | 10.03.2019
B-lið Vestra frá því fyrr í vetur.
B-lið Vestra frá því fyrr í vetur.

Flaggskipið, B-lið meistaraflokks karla, mætti liði Grundarfjarðar í 3. deild karla í gær í Bolungarvík.

Nánar

Stór körfuboltahelgi í Bolungarvík, Ísafirði og Þingeyri

Körfubolti | 09.03.2019
Skemmtileg stund í upphafi leiksins gegn Hamri þegar krakkar í 3.-4. bekk fylgdu leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn.
Skemmtileg stund í upphafi leiksins gegn Hamri þegar krakkar í 3.-4. bekk fylgdu leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn.

Það er mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Í dag kl. 11:00 mætast drengjaflokkar Vestra og Keflavíkur á Torfnesi. Á Þingeyri hefst svo fjölliðamót í C-riðli hjá 9. flokki drengja þar sem Vestra strákar mæta Grindavík, ÍA og Þór Akureyri. Klukkan 18:00 mætir Flaggskipið, B-lið Vestra svo Grundfirðingum í 3. deild karla. Á sunnudag mætir svo stúlknaflokkur Vestra Haukum í Bolungarvík kl. 16:00.

Nánar

Síðasti heimaleikurinn fyrir úrslitakeppni

Körfubolti | 07.03.2019
Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði á föstudaginn í síðasta heimaleiknum fyrir úrslitakeppnina.
Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði á föstudaginn í síðasta heimaleiknum fyrir úrslitakeppnina.

Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í síðasta heimaleik liðsins fyrir úrslitakeppnina á morgun föstudaginn 8. mars. Liðin tvö hafa bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en eru enn í harðri baráttu um heimavallaréttinn í undanúrslitum.

Nánar

Vestri fjölmennir á Nettómótið

Körfubolti | 01.03.2019
Þessi fjörugi Vestrahópur var með meðal þeirra sem tóku þátt í Nettómótinu 2018. Myndin er tekin í íþróttahúsinu á Torfnesi en verðlaunaafhending fyrir Vestrabörnin fer venjulega fram hér heima þar sem ekki gefst tími til að bíða fram á sunnudagseftirmiðdag mótsins með heimferð.
Þessi fjörugi Vestrahópur var með meðal þeirra sem tóku þátt í Nettómótinu 2018. Myndin er tekin í íþróttahúsinu á Torfnesi en verðlaunaafhending fyrir Vestrabörnin fer venjulega fram hér heima þar sem ekki gefst tími til að bíða fram á sunnudagseftirmiðdag mótsins með heimferð.

Tæplega 50 ungir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Vestra eru á leið á Nettómótið stóra í Reykjanesbæ sem fram fer um helgina. Mótið er ætlað börnum í 1.-5. bekk og er nú haldið í 29. sinn.

Nánar

Vestri - Fjölnir á mánudag

Körfubolti | 09.02.2019
Strákarnir stefna á sigur á mánudaginn!
Strákarnir stefna á sigur á mánudaginn!

Leik Vestra og Fjölnis sem fram átti að fara á föstudag hefur verið frestað til mánudagsins 11. febrúar kl. 19:15. Allir á Jakann!

Nánar

Vestri mætir Fjölni á Jakanum

Körfubolti | 07.02.2019
Fyllum stúkuna á föstudag! Áfram Vestri!
Fyllum stúkuna á föstudag! Áfram Vestri!

Vestri tekur á móti Fjölni á Jakanum, föstudaginn 8. febrúar kl. 19:15. Bæði lið eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar. Fjölnir er í öðru sæti með 22 stig en Vestri í því fjórða með 18 stig. Þetta er því mikilvægur leikur sem gæti haft áhrif á heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. 

Nánar