Fréttir - Körfubolti

10. flokkur stúlkna - fjölliðamót

Körfubolti | 22.11.2009
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna skrapp suður um helgina og tók þátt í fjölliðamóti.  Því miður gekk nú ekki alveg nógu vel þó svo spilamennskan hafi nú skánað eftir því sem leið á mótið.  Stúlkurnar spiluðu 3 leiki og töpuðu því miður öllum.  Nánar um leikina hér í meira: Nánar

Skórnir teknir af hillunni - KFÍ-R sigrar í fyrsta leiknum sínum!

Körfubolti | 22.11.2009
Þjálfarinn var sáttur að leikslokum
Þjálfarinn var sáttur að leikslokum

Í ár hafa uppaldir KFÍ leikmenn dustað rykið af körfuboltaskónum og stofnað lið sem samastendur af leikmönnum sem ólust upp á Ísafirði og spiluðu saman í gegnum yngriflokka og uppí meistaraflokk. Liðið skráði sig í Utandeild Breiðabliks. Í utandeildinni er spilað 2x16 mínútur með hraðsmótsreglum. Klukkan er ekki stoppuð, handboltaskiptingar eru leyfðar og leikmenn fara út af með fjórar villur. Liðið spilaði á föstudagskvöld við Körfuboltalið Vesturbæjar. Hópurinn var skipaður þéttum tíu manna kjarna. Formaður og þjálfari liðsins er Pétur Þór Birgisson. Aðrir leikmenn eru Böðvar Sigurbjörnsson, Gabríel Antonio Rodriquez, Helgi Dan Stefánsson, Atli Kristinsson, Davíð Rúnar Benjamínsson, Sverrir Örn Rafnsson, Þorsteinn Valur Thorarensen, Unnþór Jónsson og Gunnar Ingi Elvarsson.

Nánar

Höttur átti aldrei möguleika og KFÍ aftur á topp 1.deildar.

Körfubolti | 21.11.2009

Þegar komið var til leiks í dag voru Hattarmenn búnir að hækka meðalhæð um nokkra sentímetra. Tveir risar voru komnir með flugvél um morguninn en það voru þeir Morten Szmiedowicz og Georg Ögmundsson. Og var mikið fjör í upphitun hjá Hetti, menn að troða með látum og mátti búast við hörkuleik. En það reyndist ekki eins auðvelt og sást í upphituninni. Strákarnir í KFÍ komu af krafti til leiks og eftir sex mínútur var staðan 27-7 og endaði leikhlutinn 36-16. Vörnin var að svínvirka og komu góð hraðaupphlaup með Matt Zova í miklu stuði, en hann var kominn með 12 stig gegn Kevin Jolley og Morten í fyrsta leikhluta auk þess sem hann hirti fjöldan allan af fráköstum.

Nánar

Auðveldur sigur gegn Hetti.

Körfubolti | 20.11.2009
1 af 2
Höttur var lítil fyrirstaða fyrir KFÍ í kvöld. og eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 32-18. Gaman var að sjá Leó Sigurðsson byrja inn á hjá KFÍ. Leó er 17 ára og mikið efni. Hann þakkaði traustið með að stela bolta og fara í fallegt sniðskot og skora. Vörnin var góð og sóknarleikurinn var að fljóta vel og uppskárum við góð þriggja stiga skot frá Craig (2), og Pance og Darco með einn á mann. Matt var á fullu að frákasta og var kominn með sex stykki á fyrstu mínútunum. Hjá Hetti voru það Bjössi og Kevin sem voru sprækastir og einnig var Steingrímur góður í baráttunni við Matt.
Nánar

KFÍ ætlar að styrkja fjölskylduhjálp Ísafjarðarkirkju

Körfubolti | 18.11.2009
Ísafjarðarkirkja. Mynd www.vestfirdir.is
Ísafjarðarkirkja. Mynd www.vestfirdir.is

Allur ágóði af leik KFÍ og Hattar frá Egilsstöðum í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudag mun renna óskertur til fjölskylduhjálpar Ísafjarðarkirkju. „Við höfum fundið fyrir velvilja í okkar garð í samfélaginu í haust og viljum með þessu móti gefa eitthvað til baka,“ segir Ingólfur Þorleifsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. 

Stjórn KFÍ ákvað í samstarfi við Landsbankann að leggja fjölskylduhjálpinni lið með þessum hætti. „Við viljum hvetja alla sem vettlingi geta valdið að skella sér á leikinn og láta gott af sér leiða. Við vonumst til þess að geta fyllt húsið. Verðið verður ekki bundið við fast miðaverð heldur má fólk borga eins lítið og mikið og það vill og getur“, segir Guðjón Már Þorsteinsson, meðstjórnandi og íþróttafulltrúi KFÍ.

Nánar

8. flokkur drengja - keppnisferð

Körfubolti | 16.11.2009
8. flokkur drengja
8. flokkur drengja
1 af 3
8. flokkur drengja lagði land undir fót og tók þátt í fjölliðamóti á Selfossi um helgina.  Engir glæstir sigrar unnust að þessu sinni en framfarir greinilegar og finna má ferðasöguna hér í meira: Nánar

Arfaslakir í kvöld.

Körfubolti | 15.11.2009
Þórir var besti maðurinn í kvöld.
Þórir var besti maðurinn í kvöld.
Það var engu líkara eftir kraftmikla byrjun hjá okkur í kvöld, en að við hefðum haldið að Borgnesingar myndu bara gefast upp. En það var mikill miskilningur því þar á bæ eru menn sem kunna að spila körfubolta. Án mikilla orðalenginga þá voru þeir Silver Laku, Konrad Tota og Haffi Gunn bara einu númeri of stórir í kvöld og lokatölur 66-76. Þeir hittu á toppleik allir þrír á meðan allir nema Þórir Guðmundsson voru algjörlega úr tengingu við leikinn. Sem betur fer eru ekki margir leikir svona á Jakanum og verðum við fljótir að ná vopnum okkar á ný. Á morgun er nýr dagur og þessi leikur að baki. Nú hefst undirbúningur fyrir tvo leiki hér á heima á næstu helgi þegar við tökum á móti Hetti frá Egilstöðum, en þeir leika hér tvo leiki við okkur og er sá fyrri á föstudagskvöld kl.19.15 og sá síðari kl.13.00 á laugardag.
Nú er um að gera að fjölmenna og hvetja okkar menn til dáða. Og ekki gleyma því að við erum bara búnir að tapa einum leik og enginn heimsendir í nánd.

Þess má geta að Craig vankaðist þegar hann og Matt stóri skullu saman við baráttu um frákast. Við það braut Craig tönn og Matt þurfti að láta sauma á sér höfuðið. Það gékk því mikið á. Nánar

11. flokkur KFÍ kominn í A-riðil eftir frábæra helgi.

Körfubolti | 15.11.2009
Strákarnir komnir í A-riðil
Strákarnir komnir í A-riðil
11. flokkur KFÍ gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína í fjölliðamótinu sem haldið var í Bolungarvík um helgina. Strákarnir sigruðu Fjölni 63-57 og Borgarnes 59-48. Þetta þýðir að strákarnir eru meðal fimm bestu bestu liða landsins í dag og keppa í A-riðli í næsta fjölliðamóti !

Fyrri leikur strákanna var gegn Fjölni og voru drengirnir úr Grafavogi sterkari í bryjun og mátti sjá að sumir hafi verið illa vaknaðir úr okkar liði. Staðan 10-14 eftir fyrsta leikhluta. En eftir smá vatn og hvíld komu þeir inn í leikinn í öðrum leikhluta með Gumma í broddi fylkinar og gerði hann 11 stig og svo bættu þeir Óskar, Kormákur og Sigmundur við 8 stigum og þegar rölt var til leikhlés var staðan 29-28 okkur í hag. Þegar þarna var komið við sögu var Sigmundur kominn í gang og setti tvo flotta þrista. Nánar

Strákarnir í drengjaflokk áfram í bikarkeppni KKÍ.

Körfubolti | 14.11.2009
1 af 4
Drengirnir okkar eru komnir áfram í drengjaflokk eftir 80 stiga sigur gegn ÍA. Lokatölur 111-31.

Það var rosalegur kraftur í drengjunum í byrjun leiks í bikarkeppninni. Eftir að staðan var 4-3 á annarri mínútu kom rosalegur kafli hjá KFÍ og vörnin var meiriháttar góð sem skilaði okkur 41-3 eftir fyrsta leikhluta. Sem sagt 38 stig í röð hjá okkur frá öllum sem inn á voru en níu leikmenn KFÍ náðu að skora. Áfram var haldið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 68-11. Í seinni hálfleik héldu menn að boltinn væri til þess að henda í veggi, en við hentun boltanum oft út af og misstum taktinn og þriðji leikhluti fór 20-11. Það verður þó að hæla strákunum í ÍA. þeir börðust af krafti og gerðu okkur erfitt fyrir í þessum fjórðung. En og aftur kom þrumu ræða frá Borce þjálfara og enduðum við leikinn með því að taka fjórða leikhluta 23-8 og leikinn því 111-31. ÍA strákarnir spiluðu með hjartanu og gáfu sig alla í þennan leik, en meginn hluti þeirra var búinn að spila tvo leiki fyrr um daginn. Stig okkar skiptust þanni; Leó S. 25, Stefán Diego 21,  Gautur Arnar G. 15, Jón Kristinn S. 12, Hermann H. 10, Guðni Páll G. 9, Þorgeir E. 9, Kormákur Breki V. 6 og Sævar V. 4. Allir skiluðu sínu, en Þeir Leó og Stebbi Diego og Gautur voru öflugir. En vítin eru eitthvað að stríða okkur (19/8) og er það öruggt að strákarnir verða sendir á línuna eftir helgina :)

Áfram KFÍ.  Nánar

Strákarnir í 11.flokk unnu báða leiki sína í dag.

Körfubolti | 14.11.2009 Strákarnir byrjuðu daginn á leik við ÍA og byrjuðu strákarnir af krafti og eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-6 og voru Sigmundur, Ingvar, Hákon og Óskar iðnir við að koma boltanum ofan í körfuna.Í öðrum leikhluta var vörnin að skila sínu og tókst skagastrákunum erfiðlega að komast í gegn. Þeir náðu aðeins að skora tvö stig gegn níu stigum KFÍ og staðan í hálfleik 29-8. Við hentum boltanum ofr út af og víanýting var ekki góð. Í þriðja leikhluta var frekar jafnt með liðunum og strákarnir í ÍA börðust mjög vel og náðu að komast aðeins inn í leikinn og staðan í lok þriðja var staðan 42-22. En KFÍ spýttu í lófa og kláruðu leikinn með glans. Lokatölur KFÍ 56 ÍA 30. Vítanýting okkar var slök (16/7) en baráttan var til fyrirmyndar. Gautur Arnar varði fjörgur skot í leiknum og kom sterkur inn af bekknum. Stig skiptust svona; Gummi Gumm 16, Ingvar V. 10, Hákon V. 9, Sigmundur Ragnar H. 7, Gautur Arnar G. 7, Kormákur Breki V. 6, Óskar K. 5, Andri Már. 2. Nánar