Fréttir - Körfubolti

Fjölliðamót 11.flokks drengja gengur mjög vel.

Körfubolti | 14.11.2009
ÍA
ÍA
1 af 6
Það voru sex leikir á dagskrá í dag. Fimm þeirra voru í fjölliðamóti drengja í B-riðli og svo einn leikur í bikarkeppni KKÍ í drengjaflokki. Á morgun er byrjað kl. 9.00 og eru á dagskrá fimm leikir í viðbót. Keppt er í Bolungarvík og eru keppendur allir á sama máli um að þar sé frábær aðstaða og starfsfólk í íþróttamiðstöðinni Árbæ er hið besta. Það koma að þessu móti yfir tuttugu manns og fengum við hingað Ingvar Ágústsson dómara til þess að dæma leikina með Arnari Guðmundssyni og leikmönnum í meistaraflokk KFÍ og allir strákarnir í drengjaflokk mönnuðu ritaraborð með stjórnarmönnum KFÍ. Allir hafa verið til fyrirmyndar og leikirnir voru allir á auglýstum tíma.
Nánar

KFÍ tekur á móti Skallagrím n.k sunnudagskvöld.

Körfubolti | 13.11.2009
Þórir er algjörlega tilbúinn.
Mynd, Halldór Sveinbjörnsson
Þórir er algjörlega tilbúinn. Mynd, Halldór Sveinbjörnsson
Þá er komið að leik sem margir hafa beðið eftir. Vinir okkar frá Borgarnesi eru á leið vestur og heiðra okkur með nærveru sinni. Skallagrímur hefur leikið fjóra leiki í 1.deildinni, unnið þrjá og tapað einum gegn Haukum eftir jafnan leik. Borgnesingar ætla sér sæti í Iceland Express deildinni og koma hingað með ekkert minna í huga en að taka burt stig tvö sem í boði eru.

En þeir þurfa örugglega að gera ráð fyrir því að KFÍ sé ekki á sama máli og séu alls ekki til í að gefa þessi tvö stig frá sér þrátt fyrir að vera annálaðir fyrir frábæra gestrisni. Búast má við topp leik á milli tveggja hörku liða. Borgnesingar hafa á að skipa mjög gott lið og eru þeirra bestu menn Silve Laku sem er stigahæstur þeirra með 18,3 stig, Konrad Tota er með 18 stig a.m.t. í leik og Hafþór Ingi Gunnarsson með 13, 3 stig a.m.t. í leik. Enn fremur hafa þeir mjög efnilega menn þar á bæ eins og Trausta Eiríksson sem er að rífa niður 9 fráköst í leik, Kristján Guðmundsson og Sigurð Þórarinsson.

Það er því vert að koma á leikinn á sunnudag. Leikurinn hefst kl.19.15.  Við bendum brottfluttum Vestfirðingum og öðrum velgjörðarmönnum á að við sendum að sjálfsögðu út leikinn beint á KFÍ-tv að venju og hefst útsending tíu mínútum fyrir auglýstan tíma þ.e. 19.05

Áfram KFÍ Nánar

Samhentir styrkir KFÍ.

Körfubolti | 12.11.2009
Hér eru þeir Jón Þór Ágústsson og Ingólfur Þorleifsson að undirrita samninginn.
Hér eru þeir Jón Þór Ágústsson og Ingólfur Þorleifsson að undirrita samninginn.
Í dag var skrifað undir styrktar samning á milli Samhenta og KFÍ. Þar með heldur þetta góða fyrirtæki áfram að styrkja KFÍ fjölskylduna, en þeir hafa verið einn af okkar bakhjörlum undanfarin ár. Gerður var þriggja ára samningur og erum við í KFÍ mjög þakklát fyrir þetta. Það var Jón Þór Ágústsson sölufulltrúi sjávarútvegs hjá Samhentum sem kom vestur til að undirrita samninginn og Ingólfur Þorleifsson formaður KFÍ tók vel á móti kappanum. Þess má geta að Jón Þór er frá Ísafirði og og einnig er Guðmundur Stefán Maríasson hjá Samhentum en hann spilaði fyrir KFÍ og eftir að ferli hans sem leikmanns lauk, þá dæmdi hann fyrir félagið í yfir 20 ár. Nánar

KFÍ og verslunin Konur og Menn gera með sér samning.

Körfubolti | 11.11.2009
Rebook eru glæsilegir skór
Rebook eru glæsilegir skór
Verslunin Konur og menn og KFÍ hafa gert með sér samning og mun verslunin hafa til sölu ýmiskonar varning sem KFÍ mun bjóða upp á. Einnig mun verslunin panta skó fyrir félagið frá Rebook á Íslandi. Við hvetjum alla iðkendur okkar sem enn eiga eftir að fá sér skó að hafa samband við stelpurnar í Konur og Menn. Þær munu leggja sig fram að liðsinna þeim sem leita til þeirra. Væntanlegur er ýmis varningur sem framleiddur er af Henson og hannaður af Jóhann Waage félaga
okkar. Nánar

Stór helgi framundan hjá KFÍ.

Körfubolti | 11.11.2009
Strákarnir í 11.flokk eru tibúnir
Strákarnir í 11.flokk eru tibúnir
Það er óhætt að segja að nóg sé að gera hjá KFÍ. Nú um helgina eru 8.flokkur drengja og stúlkna að fara suður að keppa. Stelpurnar fara í Borgarnes og drengirnir á Selfoss.

11.flokkur er með fjölliðamót í Bolungarvík og þar verða auk þeirra ÍA, Fjölnir, Skallagrímur og Fsu. Leikirnir þar eru frá 12-18.00 á laugardeginum og svo frá 9-14 á sunnudeginum og eru allir hvattir til að mæta !

Drengjaflokkurinn keppir á laugardag n.k. í bikarkeppni KKÍ gegn ÍA í Bolungarvík og hefst sá leikur kl.18.00.

Og svo lokar meistaraflokkur helginni með leik gegn Skallagrím og hefst sá leikur kl.19.15 á sunnudagskvöld.

Sem sagt fimm flokkar að keppa fyrir hönd KFÍ um helgina og hvetjum við alla sem hafa kost á að skreppa til Bolungarvíkur og sjá strákana keppa, og enda síðan helgina með því að skella sér á Jakann og sjá meistaraflokkinn etja kappi við gott lið Skallagríms frá Borgarnesi.

Áfram KFÍ Nánar

16 liða úrslit Subway bikarsins

Körfubolti | 10.11.2009 Í dag kl 14.00 var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna.  Þar varð ljóst að KFÍ mun mæta úrvalsdeildarliði ÍR og fengum við heimaleik sem er fögnuður fyrir áhorfendur okkar á Jakanum, en leikið verður helgina 5.-6. desember.  ÍR er í 8.sæti í úrvalsdeildinni í ár eftir fimm leiki en KFÍ eru efstir í 1.deildinni

Flestir minnast með hlýju þegar KFÍ lék til úrslita í Laugardalshöll vorið 1998 og því hefur bikarkeppnin alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá stuðningsfólki KFÍ.  Borið saman við glæstan feril ÍR í þessari sömu keppni blikknar vissulega okkar saga, því ÍR hefur lyft bikarnum endurtekið og nú síðast árið 2007.  Það er því ljóst að leikmenn okkar eiga spennandi verkefni framundan - en það er að binda endi á keppni ÍR í Subway bikarkeppninni árið 2009!
Nánar

8. flokkur - Foreldrafundur

Körfubolti | 09.11.2009
8. flokkur stúlkna frá síðasta móti
8. flokkur stúlkna frá síðasta móti
Foreldrafundur verður í dag kl. 18.00 að Torfnesi vegna fyrirhugaðra keppnisferða 8. flokks stúlkna og 8. flokks drengja um næstu helgi.

Nánar

KFÍ áfram í Subway bikarnum

Körfubolti | 07.11.2009
KFÍ sýndu klærnar
KFÍ sýndu klærnar
1 af 3
Strákarnir kláruðu skylduverkefni sitt gegn Heklu í Subway bikarnum lokatölur 64-98 (32-34).  Leikmenn okkar voru hálfsofandi í fyrri hálfleik og voru eigninlega á því að þeir þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum.  Þannig hugsunarháttur er ekki líklegur til mikilla afreka.  Í seinni hálfleik skildi á milli liðanna og eftir þriðja leikhluta var staðan komin í 46-65.  Vörnin var orðin þétt.  Í fjórða leikhluta var enn bætt í og öruggur 34 stiga sigur í höfn! Nánar

Fjölliðamót hjá strákunum í 11 flokk í Bolungarvík.

Körfubolti | 05.11.2009
Keppt verður í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík
Keppt verður í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík
11 drengja sem stóð sig svo vel um síðustu helgi mun keppa næstu leiki á Íslandsmóti KKÍ hér heima og munum við leika leikina í Bolungarvík helgina 14-15 nóvember. Það verður fjör í víkinni þessa helgi en fjögur lið munu koma að sunnan til keppni. Það eru lið FSU, Fjölnis, Borgarnes og ÍA. Það eru einmitt þeir "tvíburar" Óskar Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson sem eru frá Bolungarvík og verður gaman fyrir alla þar að fjölmenna og hvetja þá og þeirra félaga áfram.
Nánari skil verða gerð á tímasetningum mótsins í næstu viku. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010 - Tilkynning

Körfubolti | 05.11.2009
Körfubotlabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd
Körfubotlabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd
1 af 11
Eins og flestum er vel kunnugt, stóð KFÍ fyrir æfingabúðum í sumar.  Þær tókust einstaklega vel og stóðu fyllilega undir væntingum allra sem að komu, hvort sem það voru þjálfarar, leikmenn eða aðstandendur.  Eitt var gagnrýnt helst og það réttilega, fyrirvarinn var helst til skammur.  Þessu ætlum við að bæta úr fyrir næsta ár og tilkynnum hér með að KFÍ hefur í hyggju að halda sambærilegar æfingabúðir fyrir krakka alls staðar að af landinu. Nánar