Körfubolti | 10.12.2009
Matt er tilbúinn í leikinn
það verður spennandi leikur á sunnudagskvöld þegar
Þór frá Þorlákshöfn kemur í heimsókn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið enda bæði í hörðum slag um toppsætið. Sem stendur er KFÍ á toppnum, en Þórsarar eru í fjórða sæti.
Innan raða Þórs eru góðir leikmenn, þeirra fremstir eru
Grétar Ingi Erlendsson sem er þeirra stigahæstur,
Baldur Þór Ragnarsson sem er með 14 stig og 6 stoðsendingar í leik svo eru þeir nýbúnir að fá
Ara Gylfason frá Fsu og
Magnús Pálsson frá Fjölni og eru þeir klárir í slaginn.
Það verður því gaman á sunnudagskvöld og hefst leikurinn kl. 19.15.
Það er von okkar á kfi.is að fólk fjölmenni á leikinn og styðji strákana okkar í KFÍ. Og þeir sem eru fjarri Jakanum geta séð leikinn í beinni að sjálfsögðu og alltaf á
KFÍ-Tv
Nánar
Körfubolti | 08.12.2009
Sr. Magnús ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni KFÍ og þeim Kjartani, Huga, Benedikt, Hilmi og Þorleifi.
KFÍ stóð fyrir söfnun í samstarfi við Landsbankann á Ísafirði. Söfnun var þegar heimaleikur KFÍ gegn Hetti þann 20. nóvember s.l. fór fram. Stuðningsfólk KFÍ lagði frjáls framlög í sjóð, í stað inngangseyris á leikinn. Gekk þetta ágætlega og var sérstaklega ánægjulegt þegar yngstu iðkendur félagsins, strákarnir úr minniboltanum afhentu sóknarprestinum Sr. Magnúsi Erlingssyni afraksturinn. Þetta var svo sannarlega góð viðbót á aðventunni og verður gaman að fylgjast með afrekum þessara drengja á næstu árum.
KFÍ þakkar öllum sem lögði þessu átaki lið fyrir.
Nánar
Körfubolti | 06.12.2009
Uppkast
Craig brýst inn á miðju teigsins...
...lýkur svo hreyfingunni með laglegu sniðskoti.
Craig olli Eiríki Önundarsyni miklum hausverk í kvöld, enda er Craig síbrotamaður þegar kemur að þjófnaði á boltum!
Pance fær ruðning á sig. Takið eftir því hvernig hnéð á Kristni er að fara að rekast í hnakka Eiríks!
Körfubolti er göfug íþrótt og án snertingar!
Mateusz og Hreggviður tókust oft vel á í þessum leik.
Liðsfundur
KFÍ féll úr leik eftir hörkuleik gegn ÍR í bikarnum 86-93. KFÍ átti í fullu tréi við ÍR-ingana og með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum í restina en ÍR ingar nýttu sér reynslu sína og kláruðu leikinn.
Þetta var fínn leikur hjá KFÍ, sýndu úrvalsdeildarliðinu enga virðingu og að þeir gætu spilað við þá á jafnréttisgrundvelli. Það var helst gríðarlega góð hittni ÍR-inga sem skildi að í byrjun en svo þegar vörn heimamanna batnaði þá minnkaði munurinn.
Nánar
Körfubolti | 05.12.2009
Uppkast
Sunna í baráttu um frákast
Málfríður gefur á Evu
Barátta í teignum
Hressar stelpur úr Kormák að leik loknum.
KFÍ stúlkur fagna sigri!
Stelpurnar í 10. flokki léku gegn Kormáki í bikarnum í dag og unnu góðan sigur 46-20. Leikurinn byrjaði rólega og voru stúlkurnar okkar full gestrisnar, voru ekki nógu grimmar í fráköstum og vörninni. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 12-5 og svo 20-10 í hálfleik. KFÍ liðar fóru síðan að átta sig betur á hlutunum og leikur og grimmd batnaði eftir því sem leið á leikinn. Kormáksstelpur gáfu eftir enda orðnar þreyttar, búnar að keyra alla leiðina frá Hvammstanga.
Allir stóðu sig vel hjá KFÍ og allir fengu að spila. Flott spil og barátta sást á köflum og sýndu stelpurnar að þær geta þetta allt saman. Stelpurnar úr 8. flokki komu inn á og stóðu sig með prýði en stúlkurnar úr 10. flokki sáu nú samt um þetta.
Nánar
Körfubolti | 03.12.2009
Sunna er í 10.flokk og er hér í búning þeirra bestu :) Mynd.bb.is
Á laugardaginn n.k. 5.desember koma stelpurnar frá Kormák í heimsókn og etja kappi við stelpurnar úr 10.flokk í bikarkeppni KKÍ og hefst leikurinn kl.15.00. Stúlkurnar frá Kormák koma frá Hvammstanga og nágrenni. Við á kfi.is hvetjum alla að taka sér frí frá amstri daglegs lífs og hvetja okkar stúlkur til dáða.
Áfram KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 03.12.2009
Subway er málið
Sunnudagskvöldið 6. desember tekur meistaraflokkur KFÍ á móti ÍR í
Subway-bikarnum og hefst leikruinn kl.19.15. Þessi tvö lið mættust í Valsmótinu í haust og þá fór KFÍ með sigur af hólmi 57-56 í æsispennandi leik. Það er alveg öruggt að ÍR kemur hingað til þess að hefna ófaranna og eru þeir með mjög skemmtilegt lið. Þar á meðal eru
Nemanja Sovic sem er stigahæstur leikmanna þeirra,
Hreggviður Magnússon,
Steinar Arason,
Gunnlaugur H. Elsuson og hinn síungi
Eiríkur Önundarson. ÍR er sem stendur í 7.sæti
Iceland Express deildarinnar
Margt verður til gamans gert á leiknum þ.á.m. verða skotleikir frá "Velkomin um borð" frá
Flugfélag Íslands og einnig frá
Bókahorninu á Ísafirði sem nýlega opnaði í versluninni Neista á Ísafirði. Það er því um að gera að koma á leikinn og horfa á góðan leik og eiga möguleika að ganga heim með góða vinninga að leik loknum.
Allir á völlinn !!!!!
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 27.11.2009
Craig fór fyrir okkar mönnum
Strákarnir úr meistaraflokk voru í þessu að klára leik gegn ÍA og unnu tíu stiga sigur 83-72. Þar með komumst við aftur í efsta sætið. Þess má geta að þeir fóru einungis átta að vestan vegna prófa hjá "púkunum" okkar. Matt meiddist í vikunni en Óli sjúkraþjálfari var með Matt í meðferð og "límdi" hann í morgun áður en lagt var í hann.
Stig. Craig 25, Pance 19, Matt, 13, Þórir 8, Darco 8, Hjalti 10.
Áfram KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 26.11.2009
Á morgun fara strákarnir í meistaraflokk á Akranes að spila gegn
ÍA og er langt frá því auðvelt að fara með sigur þaðan. Skagastrákarnir eru með skemmtilegt lið og eru sýnd veiði en ekki gefinn. Þeirra helstu menn eru
Hörður Nikulásson,
Dagur Þórisson,
Trausti Freyr Jónsson og
Sigurður Rúnar Sigurðsson. Það er samt skarð fyrir skildi að
Halldór Gunnar Jónsson er í leikbanni, en hann er mjög góður leikmaður og er með 15 stig a.m.t. í leik. En maður kemur í manns stað hjá skagadrengjunum. Það er því nauðsynlegt fyrir KFÍ að koma með hausinn rétt skrúfaðan á til leiks og berjast um hvern einasta bolta.
Áfram KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 26.11.2009
Þá er það næsta verkefni...
Þá er komið í ljós að 11.flokkur Hauka gefur leik sinn gegn strákunum okkar. Leikurinn átti að fara fram hér heima og eru þá lyktir málsins að strákarnir okkar sigra leikinn 20-0, og eru því komnir áfram í 8 liða úrslit. Þetta er samt dapurt að sigra leiki svona. Það voru margir farnir að hlakka til að sjá strákana spila. En vonandi fáum við heimaleik í næstu umferð.
Nánar
Körfubolti | 23.11.2009
Farið yfir málin
Piltarnir okkar í drengjaflokki unnu góðan baráttusigur gegn liði Grindvíkinga sem komu í heimsókn til okkar, endaði leikurinn 67-61 fyrir KFÍ. Nánar um leikinn í meira:
Nánar