Fréttir - Knattspyrna

1. deild að ári

Knattspyrna | 05.09.2010

BÍ/Bolungarvík vann í gær lið Víðis frá Garði 4-2 á Skeiðisvelli. Jónmundur Grétarsson skoraði tvö mörk og bræðurnir Andri og Óttar sitt markið hvor. Með sigrinum tryggði liðið sér endanlega annað sæti deildarinnar og þar með þáttökurétt í 1. deild að ári. Margt fólk mætti á leikinn og þegar dómarinn hafði flautað til leiksloka brutust út mikil fagnaðarlæti meðal leikmanna og stuðningsmanna liðsins og voru blys tendruð í lok leiksins upp í brekku.

Þar með er ljóst að við erum að fara fá gömul stórveldi í heimsókn hingað vestur næsta sumar og strákarnir spila á ekki ómerkari völlum heldur en Valbjarnarvelli og Akranesvelli.

Nánar

Tap á Húsavík

Knattspyrna | 28.08.2010 BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir Völsungi í dag 2-1. Leikurinn fór fram á Húsavík og með sigrinum eru aðeins sjö stig sem skilja liðin að í öðru og þriðja sæti. Þrír leikir og níu stig eru eftir í pottinum fyrir heimaleikinn gegn Víði á næstu helgi. Sigur í þeim leik tryggir annað sæti endanlega en menn verða að byrja leikinn frá fyrstu mínútu því sumarið er engan veginn búið.

Völsungur fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Róbert Örn varði vel í markinu. 0-0 var staðan í hálfeik en seinni hálfleikur byrjaði fjörlega. Jónmundur Grétarsson kom okkar mönnum yfir á 47. mínútu en mínútu seinna jöfnuðu heimamenn úr vítaspyrnu. Leikurinn hefði getað dottið báðum megin í venjulegum leiktíma og gerði það á endanum í uppbótartíma. Þá skoraði framherji Völsungs með seinustu snertingu leiksins og tryggði þeim 2-1 sigur. Afar svekkjandi fyrir okkar menn því jafntefli hefði verið kærkomið á þessum erfiða útivelli.

Nú er bara að einbeita sér að næsta leik og tryggja þetta endanlega! Nánar

Ný æfingatafla fyrir alla flokka komin á vefinn

Knattspyrna | 27.08.2010 Jæja, þá hafðist þetta loks. Æfingatafla fyrir lok ágúst og september-mánuð er nú komin undir „æfingatafla" hér til vinstri og þar undir er svo hausttaflan sjálf. Nú er svo allt að breytast, flokkarnir skiptast upp eftir árgöngum um þessa helgi og er skiptingin svona:

8. flokkur    árg. 2005 og 2006
7. flokkur    árg. 2003 og 2004
6. flokkur    árg. 2001 og 2002
5. flokkur    árg. 1999 og 2000
4. flokkur    árg. 1997 og 1998
3. flokkur    árg. 1995 og 1996
2. flokkur    árg. 1992, 1993 og 1994

Æfingar nýju flokkanna samkvæmt hausttöflunni hefjast mánudaginn 30. ágúst nema hjá elstu flokkunum (2., 3. og 4. flokki drengja og 3. flokki stúlkna). Þar á eftir að raða niður þjálfurum sem mun ekki gerast fyrr en tímabili meistaraflokks er lokið og búið er að haga þjálfun flokkanna í vetur eftir hagkvæmasta fyrirkomulagi. Nánar

Stórglæsilegur sigur á Hetti

Knattspyrna | 22.08.2010 Strákarnir okkar stóðust stóra prófraun á laugardaginn þegar þeir sigruðu Hött frá Egilsstöðum 3-0 á Skeiðisvelli. Hattarmönnum hafði gengið vel undanfarið eftir að hafa tapað nokkrum leikjum um miðbik móts. Þeir sátu í þriðja sætinu, sex stigum á eftir okkur. Heimamenn mættu gríðarlega einbeitnir til leiks og byrjuðu af fullum krafti strax frá byrjun. Eitthvað sem hefur vantað stundum upp á hjá okkur síðustu tímabil. Strákarnir hittust fyrir leik og borðuðu saman eins og venjan er og fengu í leiðinni að sjá stuðningsvideo sem gert var sérstaklega fyrir leikinn. Nánar

Breyttur æfingatími hjá 7. flokki

Knattspyrna | 22.08.2010 7. flokkur hefur æfingar undir stjórn nýs þjálfara á morgun, mánudaginn 23. ágúst. Þau eiga að mæta kl. 13:15 á gervigrasinu þar sem hinn nýi þjálfari þeirra, Salóme Ingólfsdóttir, mun taka á móti þeim. Hún mun svo setja fram nýja æfingatöflu sem gildir þangað til krakkarnir hefja inniæfingar um mánaðamótin sept/okt. Nánar

Tap í Mosfellsbæ

Knattspyrna | 15.08.2010 BÍ/Bolungarvík tapaði í dag fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ, 2-1. Okkar menn voru frekar kraftlausir í dag, menn voru langt frá sínum mönnum og andstæðingurinn var miklu ákveðnari en við. Við erum samt betra fótboltalið og vorum að reyna spila boltanum á meðan Afturelding lá tilbaka og beittu skyndisóknum. Þetta hefur virkað vel hjá Aftureldingu á móti okkur því við höfum tapað báðum okkar leikjum á móti þeim í sumar. Afturelding var 1-0 yfir í hálfleik og komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik eftir skyndisókn. Milan Krivokapic minnkaði muninn fyrir okkur undir lokin og eftir það fengum við 2-3 sénsa sem hefðu getað orðið að marki. Niðurstaðan því tap í dag og þá eru einungis sex stig í Hött í þriðja sætinu en þeir koma í heimsókn næsta laugardag. Nánar

BÍ/Bolungarvík - Hamar (Umfjöllun)

Knattspyrna | 10.08.2010 BÍ/Bolungarvík - Hamar
Þriðjud. 10. ágúst kl. 19:00
Torfnesvöllur, Ísafirði
Íslandsmót 2. Deild

BÍ/Bolungarvík tók á móti Hamar frá Hveragerði í 16. umferð 2. Deildar á Torfnesvelli í kvöld. Veðuraðstæður voru ágætar, skýjað og örlítill vindur sem hafði varla áhrif á leikinn. Liðið hafði sigrað seinsta leik á móti KS/Leiftri 0-1 á útivelli en þar áður gjörsigrað Hvötá heimavelli, 7-1. Hamar var fyrir leikinn í níunda sæti deildarinnar með 17 stig. Hamar þurftu á stigum að halda til að sogast ekki niður í botnbaráttu fyrir loka umferðirnar.
Nánar

BÍ/Bolungarvík gerði góða ferð norður

Knattspyrna | 09.08.2010 BÍ/Bolungarvík héldu uppteknum hætti á útivelli og lögðu lið KS/Leifturs á Siglufjarðarvelli síðastliðinn föstudag. Jónmundur Grétarsson skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir en þetta var hans fjórða mark í tveimur leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Haukum í júlí. Gunnlaugur Jónasson hafði nokkrum mínútum áður fengið að líta rauða spjaldið ásamt því að Samúel S. Samúelsson liðsstjóri var rekinn af bekknum á 90. mínútu. Samkvæmt heimildum bibol.is átti dómarinn mjög slakan leik, rauða spjaldið á Gulla var mjög ósanngjarnt og Róbert Örn átti mjög góðan leik í markinu.

Næsti leikur liðsins er gegn Hamri á þriðjudaginn kl. 19 á Torfnesvelli. Nánar

Fljótasta þrennan skoruð hér fyrir vestan?

Knattspyrna | 30.07.2010 Þrennan sem Andri Rúnar skoraði á móti Hvöt kom á aðeins sjö mínútum(60., 63. og 67. mínútu.). Andri skoraði fyrsta mark sitt með vinstri fæti en hin seinni með hægri fæt. Bibol.is hefur aflað sér upplýsingar um þrennur(e. hat-tricks) á wikipedia.org og þar er talað um að fullkominn þrenna sé skoruð með vinstri fæti, hægri fæti og með skalla.

Þetta er þó ekki hraðasta þrenna sem sést hefur hérna fyrir vestan. UMFB tók á móti BÍ í klassískum nágrannaslag í 3. deildinni á Skeiðisvelli árið 2004. Nánar

Andri Rúnar og Matthías skrifa undir samning

Knattspyrna | 29.07.2010 Andri Rúnar Bjarnason og Matthías Króknes Jóhannsson skrifuðu í dag undir samning við BÍ/Bolungarvík. Undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Við Pollinn um eittleytið í dag. Mörg lið hafa verið á höttunum á eftir þessum efnilegu leikmönnum. Andri Rúnar er markahæsti leikmaður 2. deildar sem stendur og Matthías er í 18 manna leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi 1.-9.ágúst næstkomandi.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er afar ánægð með að þessir tveir heimamenn vilji leika áfram með liðinu. Stefnan er klárlega að halda áfram að byggja á þeim heimamönnum sem fyrir eru í liðinu. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill koma þökkum til allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem staðið hafa þétt við bakið á okkur í sumar. Nánar