BÍ/Bolungarvík mættu Hetti frá Egilsstöðum á Vilhjálmsvelli síðastliðinn laugardag. Ekki var búist við miklu af Hattarliðinu fyrir mót og var það ekki ofarlega þegar sérfræðingar spáðu í gengi liðanna. Liðið var hinsvegar í þriðja sæti fyrir þennan leik og voru á toppnum til að byrja með. Vestfirðingar voru í öðru sæti en höfðu tapað síðustu tveim leikjum. Á móti Aftureldingu í deild og Stjörnunni í bikar.
Liðið sigraði leikinn 0-1 með marki frá Andra rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var jafn og liðin skiptust á að hafa öll völd á vellinum. Það voru hinsvegar vestfirðingarnir sem skoruðu mark og tóku öll stigin með sér vestur. Samkvæmt umfjöllun á fotbolti.net hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. Umfjöllun um leikinn má lesa hér
Næsti leikur er strax á þriðjudaginn en þá kemur lið Völsungs í annað skiptið vestur í heimsókn. Leikurinn fer fram á Skeiðisvelli og hefst kl. 20:00.
Brjánn Guðjónsson framkvæmdarstjóri Sólsteina ætlar að bjóða öllum áhorfendum sem mæta á leik BÍ/Bolungarvíkur og Stjörnunar í Visabikarnum á morgun í grillveislu. Grillað verður frá 18:00-19:00 og hvetjum við því áhorfendur til að mæta snemma á leikinn til að mynda góða stemmningu og þiggja veitingar frá Sólsteinum. Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja strákanna okkar til sigurs! Áfram BÍ/Bolungarvík
Stjórn Bí/Bolungarvíkur vill koma þökkum til Sólsteina fyrir framlagið og öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa staðið þétt við bakið á okkur í sumar.
BÍ/Bolungarvík tapaði á móti Aftureldingu frá Mosfellsbæ síðastliðinn laugardag á Skeiðisvelli. Mark heimamanna skoraði Andri Rúnar Bjarnason úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.
NánarSjö leikmenn BÍ/Bolungarvíkur hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Við Pollinn á föstudag en með undirskriftinni er verið að tryggja að strákarnir leiki áfram með félaginu. Þeir sem skrifuðu undir samning við BÍ/Bolungarvík á föstudag eru þeir Sigurgeir Sveinn Gíslason, Arnar Þór Samúelsson, Ásgeir Guðmundsson, Óttar Kristinn Bjarnason, Gunnar Már Elíassona, Pétur Geir Svavarsson og Goran Vujic. Einnig skrifuðu þeir Dalibor Nedic og Milan Krivokapic undir samning um að leika með liðinu fram að næstu áramótum. „Stefnan er klárlega að reyna halda öllum leikmannahópnum fyrir næsta timabil og fagna ég þessu mikið," segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í samtali við bibol.is.
NánarBÍ/Bolungarvík tekur á móti Aftureldingu frá Mosfellsbæ á morgun, laugardaginn 19. júní kl. 15:00 á Skeiðisvelli.
NánarBÍ/Bolungarvík fór suður til Hveragerðis í fimmtu umferð 2. Deildar síðastliðinn laugardag. Veðuraðstæður voru slæmar, mjög mikill vindur og rigning.
Nánar