Fréttir - Knattspyrna

Stórglæsilegur sigur á Hetti

Knattspyrna | 22.08.2010 Strákarnir okkar stóðust stóra prófraun á laugardaginn þegar þeir sigruðu Hött frá Egilsstöðum 3-0 á Skeiðisvelli. Hattarmönnum hafði gengið vel undanfarið eftir að hafa tapað nokkrum leikjum um miðbik móts. Þeir sátu í þriðja sætinu, sex stigum á eftir okkur. Heimamenn mættu gríðarlega einbeitnir til leiks og byrjuðu af fullum krafti strax frá byrjun. Eitthvað sem hefur vantað stundum upp á hjá okkur síðustu tímabil. Strákarnir hittust fyrir leik og borðuðu saman eins og venjan er og fengu í leiðinni að sjá stuðningsvideo sem gert var sérstaklega fyrir leikinn. Nánar

Breyttur æfingatími hjá 7. flokki

Knattspyrna | 22.08.2010 7. flokkur hefur æfingar undir stjórn nýs þjálfara á morgun, mánudaginn 23. ágúst. Þau eiga að mæta kl. 13:15 á gervigrasinu þar sem hinn nýi þjálfari þeirra, Salóme Ingólfsdóttir, mun taka á móti þeim. Hún mun svo setja fram nýja æfingatöflu sem gildir þangað til krakkarnir hefja inniæfingar um mánaðamótin sept/okt. Nánar

Tap í Mosfellsbæ

Knattspyrna | 15.08.2010 BÍ/Bolungarvík tapaði í dag fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ, 2-1. Okkar menn voru frekar kraftlausir í dag, menn voru langt frá sínum mönnum og andstæðingurinn var miklu ákveðnari en við. Við erum samt betra fótboltalið og vorum að reyna spila boltanum á meðan Afturelding lá tilbaka og beittu skyndisóknum. Þetta hefur virkað vel hjá Aftureldingu á móti okkur því við höfum tapað báðum okkar leikjum á móti þeim í sumar. Afturelding var 1-0 yfir í hálfleik og komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik eftir skyndisókn. Milan Krivokapic minnkaði muninn fyrir okkur undir lokin og eftir það fengum við 2-3 sénsa sem hefðu getað orðið að marki. Niðurstaðan því tap í dag og þá eru einungis sex stig í Hött í þriðja sætinu en þeir koma í heimsókn næsta laugardag. Nánar

BÍ/Bolungarvík - Hamar (Umfjöllun)

Knattspyrna | 10.08.2010 BÍ/Bolungarvík - Hamar
Þriðjud. 10. ágúst kl. 19:00
Torfnesvöllur, Ísafirði
Íslandsmót 2. Deild

BÍ/Bolungarvík tók á móti Hamar frá Hveragerði í 16. umferð 2. Deildar á Torfnesvelli í kvöld. Veðuraðstæður voru ágætar, skýjað og örlítill vindur sem hafði varla áhrif á leikinn. Liðið hafði sigrað seinsta leik á móti KS/Leiftri 0-1 á útivelli en þar áður gjörsigrað Hvötá heimavelli, 7-1. Hamar var fyrir leikinn í níunda sæti deildarinnar með 17 stig. Hamar þurftu á stigum að halda til að sogast ekki niður í botnbaráttu fyrir loka umferðirnar.
Nánar

BÍ/Bolungarvík gerði góða ferð norður

Knattspyrna | 09.08.2010 BÍ/Bolungarvík héldu uppteknum hætti á útivelli og lögðu lið KS/Leifturs á Siglufjarðarvelli síðastliðinn föstudag. Jónmundur Grétarsson skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir en þetta var hans fjórða mark í tveimur leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Haukum í júlí. Gunnlaugur Jónasson hafði nokkrum mínútum áður fengið að líta rauða spjaldið ásamt því að Samúel S. Samúelsson liðsstjóri var rekinn af bekknum á 90. mínútu. Samkvæmt heimildum bibol.is átti dómarinn mjög slakan leik, rauða spjaldið á Gulla var mjög ósanngjarnt og Róbert Örn átti mjög góðan leik í markinu.

Næsti leikur liðsins er gegn Hamri á þriðjudaginn kl. 19 á Torfnesvelli. Nánar

Fljótasta þrennan skoruð hér fyrir vestan?

Knattspyrna | 30.07.2010 Þrennan sem Andri Rúnar skoraði á móti Hvöt kom á aðeins sjö mínútum(60., 63. og 67. mínútu.). Andri skoraði fyrsta mark sitt með vinstri fæti en hin seinni með hægri fæt. Bibol.is hefur aflað sér upplýsingar um þrennur(e. hat-tricks) á wikipedia.org og þar er talað um að fullkominn þrenna sé skoruð með vinstri fæti, hægri fæti og með skalla.

Þetta er þó ekki hraðasta þrenna sem sést hefur hérna fyrir vestan. UMFB tók á móti BÍ í klassískum nágrannaslag í 3. deildinni á Skeiðisvelli árið 2004. Nánar

Andri Rúnar og Matthías skrifa undir samning

Knattspyrna | 29.07.2010 Andri Rúnar Bjarnason og Matthías Króknes Jóhannsson skrifuðu í dag undir samning við BÍ/Bolungarvík. Undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Við Pollinn um eittleytið í dag. Mörg lið hafa verið á höttunum á eftir þessum efnilegu leikmönnum. Andri Rúnar er markahæsti leikmaður 2. deildar sem stendur og Matthías er í 18 manna leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi 1.-9.ágúst næstkomandi.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er afar ánægð með að þessir tveir heimamenn vilji leika áfram með liðinu. Stefnan er klárlega að halda áfram að byggja á þeim heimamönnum sem fyrir eru í liðinu. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill koma þökkum til allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem staðið hafa þétt við bakið á okkur í sumar. Nánar

BÍ/Bolungarvík slátraði Hvöt

Knattspyrna | 29.07.2010 BÍ/Bolungarvík - Hvöt
Miðv. 28. júlí kl. 20:00
Torfnesvöllur, Ísafirði
Íslandsmót 2. Deild

BÍ/Bolungarvík tók á móti Hvöt frá Blönduósi í fjórtándu umferð 2. Deildar á Torfnesvelli í gær. Veðuraðstæður voru eins og best verður á kosið, heiðskýrt og logn. Liðið hafði sigrað seinsta leik á móti KV(0-1) á útivelli en þar áður gert jafntefli við Víking Ólafsvík á útivelli. Hvöt var fyrir leikinn fimm stigum á eftir okkur í þriðja sæti deildarinnar. Þeir þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að missa okkur ekki langt fram úr sér.
Nánar

Sigur í Vesturbænum

Knattspyrna | 25.07.2010 BÍ/Bolungarvík sigraði KV(Knattspyrnufélag Vesturbæjar) í gær, 0-1. Heimamenn í KV vörðust vel í leiknum og reyndi því vel á þolinmæði okkar manna í leiknum. Óttar skoraði markið eftir frábæra stungusendingu frá Milan á 45. mínútu. Samkvæmt umfjöllun um leikinn á fotbolta.net vorum við heppnir að halda hreinu í leiknum.

Með sigrinum erum við með fimm stiga forskot á Hvöt sem er í þriðja sæti deildarinnar. Liðin mætast í toppslag núna á miðvikudaginn á Torfnesvelli. Ef við náum sigri í þeim leik þá erum við komnir í mjög þægilega stöðu. Staða okkar er samt alltaf góð á meðan við þurfum bara að hugsa um okkar sjálfa og ekki þurfa að treysta á að önnur lið tapi. Nánar

Drullan að verða tilbúin!

Knattspyrna | 24.07.2010 Þá er komið að því: Maron og Valtýr eru búnir að vera í allan dag að vökva drulluvellina og nú loks er þetta að verða fýsilegt. Það þurfti reyndar 100 tonn af vatni auk stanslausrar vökvunar í alla nótt, til að vellirnir yrðu sæmilega blautir. Ekki hjálpar þurrkurinn heldur til. Húrra fyrir Maron og Valtý!
Þetta byrjar allt saman kl. 11:00 en búist er við að leikskipulag riðlist eitthvað þar sem annar völlurinn (völlur 2) er frekar þurr og gæti því ekki verið leikhæfur. Samt gæti farið svo að 7. flokkur spili sína leiki þar enda ekki fyrir alla að plampa í drullunni á velli 1. Þið getið því búist við því að við þurfum að spila þetta svolítið af fingrum fram á morgun en samt er búist við að þetta verði búið um kl. 14:00.
Munið að hafa rétta fatnaðinn með, þetta er ekki staður fyrir smóking eða jóladress og skórnir þurfa að vera þannig að þeirra væri lítt saknað ef þeir hyrfu í drulluna. Gott er að teipa eða binda skó fasta við púkann svo að hann haldi skóbúnaðinum óskertum meðan á leik stendur.
Volgt vatn verður til staðar í körum og mjólkurbíl svo að hægt er að skola af sér en munið að önnur búningsaðstaða er engin svo að koma verður mannskapnum heim eða á næsta bað-/sundstað með einhverjum snjöllum úrræðum (plastpokar á sætin, utanyfirgalli yfir drullugallann eða eitthvað annað verulegt snjallt sem ykkur dettur í hug).

Góða skemmtun (veðurspáin er frábær svo að þetta gæti orðið gott). Nánar