Sjö leikmenn BÍ/Bolungarvíkur hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Við Pollinn á föstudag en með undirskriftinni er verið að tryggja að strákarnir leiki áfram með félaginu. Þeir sem skrifuðu undir samning við BÍ/Bolungarvík á föstudag eru þeir Sigurgeir Sveinn Gíslason, Arnar Þór Samúelsson, Ásgeir Guðmundsson, Óttar Kristinn Bjarnason, Gunnar Már Elíassona, Pétur Geir Svavarsson og Goran Vujic. Einnig skrifuðu þeir Dalibor Nedic og Milan Krivokapic undir samning um að leika með liðinu fram að næstu áramótum. „Stefnan er klárlega að reyna halda öllum leikmannahópnum fyrir næsta timabil og fagna ég þessu mikið," segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í samtali við bibol.is.
NánarBÍ/Bolungarvík tekur á móti Aftureldingu frá Mosfellsbæ á morgun, laugardaginn 19. júní kl. 15:00 á Skeiðisvelli.
NánarBÍ/Bolungarvík fór suður til Hveragerðis í fimmtu umferð 2. Deildar síðastliðinn laugardag. Veðuraðstæður voru slæmar, mjög mikill vindur og rigning.
NánarStjórn BÍ/Bolungarvíkur og fiskvinnslufyrirtækið Jakob Valgeir ehf. gerðu með sér styrktarsamning nú í vikunni.
NánarBÍ/Bolungarvík tók á móti KS/Leiftri í bongóblíðu á Torfnesvelli í dag.
NánarEins og flestir vita sigruðu heimamenn Völsung í bikarnum á miðvikudaginn síðasta, 2-0. Mörkin skoruðu Milan Krivokapic og Óttar Kristinn Bjarnason.
NánarBÍ/Bolungarvík tekur á móti Völsungi í 32-liða úrslitum í Visa-Bikar á Torfnesvelli annað kvöld kl.19:15.
NánarUtandeild BÍ/Bolungarvíkur mun hefjast á miðvikudaginn eftir viku, 9. júní nákvæmlega. Spilað verður 7 manna bolti og er verð á hvern keppanda 5.þúsund krónur.
Nánar