Knattspyrna | 25.04.2010
Í gær komst BÍ/Bolungarvík í undanúrslit Lengjubikarsins með góðum sigri á Aftueldingu, leikurinn endaði 4-0 og skoruðu þeir Pétur Geir Svavarsson og Emil Pálsson sitthvor tvö mörkin.
Nánar
Knattspyrna | 21.04.2010
Leikmenn Bi/Bolungarvíkur taka á móti Aftureldingu í Leingjubikarum á komandi laugardag, á Torfnesgervigrasvelli, hefst leikurinn kl:14:00.
Bí/Bolungarvík er ósigrað í riðlinum, og er þetta er úrslitaleikur, þar sem Aftuelding getur komist uppfyrir okkur með 0-3 sigri.
Strákarnir okkar láta slíkt ekki koma fyrir og stefna að sjálfsögðu á að klára riðilinn með fullt hús stiga og sæti í undanúrslitum. Hvet alla til að mæta á leikinn og styðja strákanna til sigurs!!
Áfram Bí/Bolungarvík!!
Nánar
Knattspyrna | 21.04.2010
Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur taka á móti Aftureldingu í Leingjubikarum á komandi laugardag, á Torfnesgervigrasvelli, hefst leikurinn kl:14:00.
Nánar
Knattspyrna | 18.04.2010
Bí/Bolungarvík spilaði æfingaleik í dag við Létti og unnu stórsigur 8-0.
Mörk okkar í dag skorðu:
Pétur geir 3
Alfreð 2
Addi 2
Andri 1
Nánar
Knattspyrna | 16.04.2010
BÍ/Bloungarvík sigraði Víðir í Lengjubikarnum í kvöld 5-1.
Víðir 1 - 5 BÍ/Bolungarvík: 0-1 Andri Rúnar Bjarnason
0-2 Andri Rúnar Bjarnason
1-2 Reynir Þór Valsson
1-3 Óttar Bjarnason
1-4 Andri Rúnar Bjarnason
1-5 Gunnar Már Elíasson
Nánar
Knattspyrna | 12.04.2010
Vegna fjarveru þjálfara og iðkenda um næstu helgi hefur verið ákveðið að fresta mótinu fram í maí. Það verður þá haldið á gervigrasinu við Torfnes í stað íþróttahússins.
Nánari tímasetning verður sett hér inn í þessari viku.
Við biðjumst velvirðingar ef þetta raskar áætlunum einhverra en við teljum að það sé betra að sem flestir krakkar geti tekið þátt í mótunum okkar, því þau eru það sem iðkendunum finnst skemmtilegast í starfinu.
Nánar
Knattspyrna | 12.04.2010
Við fengum góða heimsókn nú fyrir helgina, þá komu Jón Rúnar Helgason formaður knattspyrnudeildar FH, Heimir Guðjónsson þjálfari meistaraflokks FH, Ingvar Jónsson þjálfari 2. flokks FH og yfirþjálfari yngri flokka FH, Atli Guðnason og Matthías Vilhjálmsson leikmenn Íslandsmeistara FH til okkar. Jón Rúnar lagði áherslu á ytra starfið og uppbyggingu þess en hinir voru fyrst og fremst komnir með fótboltaleg sjónarmið að leiðarljósi og heimsótti í þeim tilgangi nokkra flokka félagsins eða 3.-5. flokka stráka og stelpna. Vakti heimsókn þeirra mikla eftirtekt hjá krökkunum og spennan var mikil.
Þeir félagar hófu heimsóknina samt á heimsókn í meistaraflokk karla þar sem þeir fylgdust með æfingu áður en þeir héldu í íþróttahúsið við Torfnes þar sem haldinn var fundur um knattspyrnumál og uppbyggingarstarf FH. Var fundurinn mjög vel sóttur og ljóst af umræðum sem þar spunnust að við Ísfirðingar getum lært heilmikið af Hafnfirðingum, bæði hvað uppbyggingu félagsins okkar varðar og starfsins, sem er ekkert nema þjónusta sem við reynum að veita eftir bestu getu. Fundurinn varð nokkuð langur enda mörg atriði sem velta þurfti vöngum yfir en ég býst við að allir hafi verið nokkru nær um kosti samstarfs sem þessa og hvers við getum vænst af FH, þ.e. heimsóknum þjálfara og leikmanna, ráðlegginga í uppbyggingarmálum, svo eitthvað sé nefnt.
Þá fóru Atli og Matthías (Matti Vill) á æfingar allra flokkanna og fengu krakkarnir að spyrja þá spjörunum úr eftir æfingarnar. Krakkarnir eru orðnir vanir þessu og voru ekki feimnir, enda hafa heimsóknir Rakelar Hönnudóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur tekið úr þeim mesta feimnishrollinn. Fauk þar mörg spurningin um fótbolta og annað sem krakkarnir vildu vita um líferni knattspyrnumannsíns.
Voru þeir kumpánar, auk Heimis og Ingvars, sammála um að ástandið á flokkunum væri gott, flæði í æfingum með betra móti en það þýðir ekkert annað en það, að krakkarnir eru að gera æfingar sínar af þeirri hæfni sem krafist er af þeirra aldurshópum í greininni. Er það vel og mega krakkarnir alveg heyra að þeir eru að standa sig vel og vinna þeirra á æfingum er að skila sér. Áfram með góða starfið og vinnusemina og þá gengur allt betur!
Nánar
Knattspyrna | 10.04.2010
BÍ/Bolungarvík sigraði Ými í lengjubikarnum í gær 5-1.
Nánar
Knattspyrna | 09.04.2010
Nú er sumarvertíðin að hefjast og við erum búin að setja niður flest mót sem við tökum þátt í þetta sumarið. Dagskráin er ekki fullfrágengin en er svona í stórum dráttum:
8. flokkur stráka og stelpna tekur þátt í Sparisjóðsmótinu í Bolungavík.
7. flokkur stráka fer á Smábæjaleikana á Blönduósi 19.-20. júní. Þá taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
7. flokkur stelpna tekur þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
6. flokkur stráka fer á Íslandsmót en ekki er komin dagsetning á það þegar þetta er ritað. Þá fara þeir suður (væntanlega) og spila nokkra leiki um helgi. Þá fara þeir á Smábæjaleikana á Blönduósi 19.-20. júní. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
6. flokkur stelpna fer á Íslandsmót en ekki er komin dagsetning á það þegar þetta er ritað. Þá fara þær suður (væntanlega) og spila nokkra leiki um helgi. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
5. flokkur stráka fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er
hér. Þá er ráðgert að þeir taki þátt í einu móti með jafnöldrum sínum en þjálfari mun ákveða það og auglýsa þegar nær dregur. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
5. flokkur stelpna fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er
hér. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
4. flokkur stráka fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er
hér. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
4. flokkur stelpna fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er
hér. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð.
3. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í Íslandsmóti í sumar. Leikjaniðurröðun strákanna er
hér og stelpnanna
hér.
Þetta er mikið prógramm sem er framundan og nú þurfa foreldrar og aðstandendur að fara að hugsa um fjáröflunarleiðir til að létta álagið á pyngjuna. Við minnum á að hver flokkur fyrir sig er eyland, félagið styrkir ekki ferðir að öðru leyti en því að greiða far og uppihald fyrir þjálfara og fararstjóra. við skulum gera okkur þetta auðveldara og finna góðar fjáröflunaleiðir fyrir sumarið. Við viljum líka benda á, að foreldrar hugsi sig nú um og bjóði sig fram í fararstjórn. Ferðir með krökkunum eru skemmtilegar og návistin við krakkana er gefandi og góð fyrir líkama og sál. Það verður enginn verri af þvi að vera fararstjóri svo ekki sé talað um hve vinna þjálfaranna verður auðveldari þegar fararstjórn liggur snemma fyrir.
Nánar
Knattspyrna | 09.04.2010
Eimskipamótið verður haldið helgina 17.-18. apríl nk. í íþróttahúsinu við Torfnes. Gert er ráð fyrir að hefja leik báða dagana kl. 9 stundvíslega. Flokkarnir sem keppa eru 3.-8. flokkur stráka og stelpna og búast má við um 200 keppendum víðs vegar að af Vestfjörðum. Keppt verður í fimm manna liðum og leiktími verður 6-8 mínútur eftir aldursflokkum.
Allir áhugamenn um knattspyrnu eru velkomnir að bera gleðina augum en krökkunum finnst fátt skemmtilegra en að spila fótboltaleiki og því má búast við mikilli leikgleði og fjöri.
Nánari dagskrá verður sett inn á heimasíðuna þegar skráningar verða tilbúnar og mótteknar.
Nánar