Fréttir - Knattspyrna

Bí/Bolungarvík-Völsungur

Knattspyrna | 27.04.2010

Bí/Bolungarvík mætir Völsungi frá Húsavík í undanúrslitum Lengjubikarsins á gervigrasvellinum í Laugardal.
Leikurinn er á laugardaginn og hefs kl 12:30. Ef að við förum með sigur af hólmi, þá mætum við annaðhvort Hvöt eða Víkingi Ólafsvík á  sunndag kl 13:00, ekki hefur verið áhveðið enþá hvar sá leikur fer fram. Hvetjum alla þá sem sjá sért fært um að mæta, að koma og styðja strákanna til sigurs!! Áfram Bí/Bolungarvík!!!

Nánar

Fréttaritari

Knattspyrna | 25.04.2010

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur óskar eftir fréttaritara, en sá aðili kemur til með að sjá um heimasíðu liðsins.

Nánar

Góður sigur á Aftureldingu, og sæti í undanúrslitum

Knattspyrna | 25.04.2010

Í gær komst BÍ/Bolungarvík í undanúrslit Lengjubikarsins með góðum sigri á Aftueldingu, leikurinn endaði  4-0 og skoruðu þeir Pétur Geir Svavarsson og Emil Pálsson sitthvor tvö mörkin.

Nánar

Fysti Heimaleikurinn í ár er á Laugadaginn

Knattspyrna | 21.04.2010

Bí/Bolungarvík-Afturelding

Leikmenn Bi/Bolungarvíkur taka á móti Aftureldingu í Leingjubikarum á komandi laugardag, á Torfnesgervigrasvelli, hefst leikurinn kl:14:00.
Bí/Bolungarvík er ósigrað í riðlinum, og er þetta er úrslitaleikur, þar sem Aftuelding getur komist uppfyrir okkur með 0-3 sigri.
 Strákarnir okkar láta slíkt ekki  koma fyrir og stefna að sjálfsögðu á að klára riðilinn með fullt hús stiga og sæti í undanúrslitum.  Hvet alla til að mæta á leikinn og styðja strákanna til sigurs!!
Áfram Bí/Bolungarvík!! Nánar

Bí/Bolungarvík-Afturelding

Knattspyrna | 21.04.2010

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur taka á móti Aftureldingu í Leingjubikarum á komandi laugardag, á Torfnesgervigrasvelli, hefst leikurinn kl:14:00.

Nánar

Sigur í æfingaleik

Knattspyrna | 18.04.2010 Bí/Bolungarvík spilaði æfingaleik í dag við Létti og unnu stórsigur 8-0.
Mörk okkar í dag skorðu:
Pétur geir 3
Alfreð 2
Addi 2
Andri 1 Nánar

Sigur í kvöld

Knattspyrna | 16.04.2010 BÍ/Bloungarvík sigraði Víðir í Lengjubikarnum í kvöld 5-1.

Víðir 1 - 5 BÍ/Bolungarvík:

0-1 Andri Rúnar Bjarnason
0-2 Andri Rúnar Bjarnason
1-2 Reynir Þór Valsson
1-3 Óttar Bjarnason
1-4 Andri Rúnar Bjarnason
1-5 Gunnar Már Elíasson


Nánar

Innanhúsmótinu frestað!

Knattspyrna | 12.04.2010 Vegna fjarveru þjálfara og iðkenda um næstu helgi hefur verið ákveðið að fresta mótinu fram í maí. Það verður þá haldið á gervigrasinu við Torfnes í stað íþróttahússins.
Nánari tímasetning verður sett hér inn í þessari viku.
Við biðjumst velvirðingar ef þetta raskar áætlunum einhverra en við teljum að það sé betra að sem flestir krakkar geti tekið þátt í mótunum okkar, því þau eru það sem iðkendunum finnst skemmtilegast í starfinu. Nánar

Heimsókn FH tókst feykivel

Knattspyrna | 12.04.2010 Við fengum góða heimsókn nú fyrir helgina, þá komu Jón Rúnar Helgason formaður knattspyrnudeildar FH, Heimir Guðjónsson þjálfari meistaraflokks FH, Ingvar Jónsson þjálfari 2. flokks FH og yfirþjálfari yngri flokka FH, Atli Guðnason og Matthías Vilhjálmsson leikmenn Íslandsmeistara FH til okkar. Jón Rúnar lagði áherslu á ytra starfið og uppbyggingu þess en hinir voru fyrst og fremst komnir með fótboltaleg sjónarmið að leiðarljósi og heimsótti í þeim tilgangi nokkra flokka félagsins eða 3.-5. flokka stráka og stelpna. Vakti heimsókn þeirra mikla eftirtekt hjá krökkunum og spennan var mikil.
Þeir félagar hófu heimsóknina samt á heimsókn í meistaraflokk karla þar sem þeir fylgdust með æfingu áður en þeir héldu í íþróttahúsið við Torfnes þar sem haldinn var fundur um knattspyrnumál og uppbyggingarstarf FH. Var fundurinn mjög vel sóttur og ljóst af umræðum sem þar spunnust að við Ísfirðingar getum lært heilmikið af Hafnfirðingum, bæði hvað uppbyggingu félagsins okkar varðar og starfsins, sem er ekkert nema þjónusta sem við reynum að veita eftir bestu getu. Fundurinn varð nokkuð langur enda mörg atriði sem velta þurfti vöngum yfir en ég býst við að allir hafi verið nokkru nær um kosti samstarfs sem þessa og hvers við getum vænst af FH, þ.e. heimsóknum þjálfara og leikmanna, ráðlegginga í uppbyggingarmálum, svo eitthvað sé nefnt.
Þá fóru Atli og Matthías (Matti Vill) á æfingar allra flokkanna og fengu krakkarnir að spyrja þá spjörunum úr eftir æfingarnar.  Krakkarnir eru orðnir vanir þessu og voru ekki feimnir, enda hafa heimsóknir Rakelar Hönnudóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur tekið úr þeim mesta feimnishrollinn. Fauk þar mörg spurningin um fótbolta og annað sem krakkarnir vildu vita um líferni knattspyrnumannsíns.
Voru þeir kumpánar, auk Heimis og Ingvars, sammála um að ástandið á flokkunum væri gott, flæði í æfingum með betra móti en það þýðir ekkert annað en það, að krakkarnir eru að gera æfingar sínar af þeirri hæfni sem krafist er af þeirra aldurshópum í greininni. Er það vel og mega krakkarnir alveg heyra að þeir eru að standa sig vel og vinna þeirra á æfingum er að skila sér. Áfram með góða starfið og vinnusemina og þá gengur allt betur! Nánar

Tap í æfingaleik

Knattspyrna | 10.04.2010

BÍ/Bolungarvík sigraði Ými í lengjubikarnum í gær 5-1.

Nánar