KFÍ hefur samið við Christopher Anderson um að leika með félaginu í 1. deildinni.
Christopher, sem er um tveir metrar á hæð, hefur leikið með úrvalsdeildarliði FSu undanfarna mánuði og var með 20,8 stig og 7,5 fráköst í 11 leikjum í öllum keppnum með félaginu. Í úrvalsdeildinni leiddi hann FSu í stigaskorum (20,0 stig) og þriggja stiga nýtingu (48,3%) en mest skoraði hann 36 stig í einum leik.
Við bjóðum Christopher hjartanlega velkominn til Ísafjarðar!
NánarStrákarninr okkar í 10. flokki skelltu sér norður í land um helgina og tóku þátt í fjölliðamóti á Sauðárkróki. Drengirnir léku 3 leiki. Einn leikur vannst en tveir töpuðust.
NánarB-lið KFÍ fékk Kormák frá Hvammstanga í heimsókn á laugardaginn í 3. deild karla.
NánarMeistaraflokkur karla hélt suður með sjó á föstudaginn og mætti ÍA á Akranesi í 1. deild karla. KFÍ lék ágætlega framan af og leiddi í hálfleik 34-35. Slakur þriðji leikhluti varð þó liðinu að falli og endaði leikurinn á sigri heimamanna 77-64.
Kjartan Steinþórsson var stigahæstur hjá KFÍ með 16 stig en Nebojsa Knesevic kom næstur með 15 stig.
Næsti leikur KFÍ er á föstudaginn á móti Hamar í Hveragerði.
Nánar
Á laugardaginn fer fram toppslagur b-liðs KFÍ og Kormáks í 3. deild karla. Bæði lið eru jöfn að stigum í 1-4. sæti og munu því sigurvegararnir trjóna einir á toppi deildarinnar í að minnsta kosti sólahring.
NánarFramtíðin er svo sannarlega björt fyrir KFÍ ef marka má frammistöðu okkar fólks á Sambíómótinu sem fram fór um síðustu helgi. Íþróttafélagið Fjölnir í Grafarvogi hefur staðið fyrir þessu mótshaldi um langt árabil en mótið í ár var það stærsta til þessa með nálægt 600 keppendur. Frá KFÍ mættu hátt í þrjátíu vaskir krakkar á aldrinum 6-10 ára í alls fimm liðum, tveimur strákaliðum og þremur stelpuliðum. Engin stig eru formlega talin og allir fara heim með verðlaunapening í farteskinu.
Stefanía Ásmundsdóttir stýrði sköruglega tveimur liðum stelpna, annað árgangur 2005 og hitt 2006. Stelpurnar stóðu sig sérlega vel en mættu nokkuð hörðum andstæðingum, einkum í eldri hópnum og þurftu að berjast hart fyrir sínu. Þær yngri fóru með sigur af hólmi í tveimur leikjum þótt engin stig væru talin á mótinu. Margir nýliðar eru í hópnum í bland við stelpur sem hafa æft körfubolta frá því að þær voru í Krílakörfu fimm ára gamlar. Hópurinn hefur tekið stórstígum framförum í haust undir stjórn Stefaníu og á mikið inni.
Birgir Örn Birgisson fór fílefldur fyrir strákaliðinu sem keppti í árgangi 2005. Þar er sterkur hópur stráka á ferð og höfðu þeir yfirhöndina í flestum ef ekki öllum leikjum sínum. Þeir hafa flestir æft körfu í u.þ.b. tvö ár og er sannarlega von á góðu með þennan hóp til framtíðar.
Helgi Hrafn Ólafsson stýrði yngstu tveimur liðunum, einu strákaliði og einu stelpuliði. Lið KFÍ stelpna í árgangi 2008 var að stíga sín fyrstu skref í móti og var hreint frábært að sjá taktana hjá þeim. Þar fara sterkar stelpur sem munu gera skemmtilega hluti í framtíðinni með góðu utanumhaldi. Greinilegt er að uppeldið í Krílakörfu KFÍ er að skila sér í góðri boltatækni, samhæfingu og spili.
Það sama má segja um strákalið KFÍ árgangur 2008. Þar eru ótrúlega flottir strákar á ferð sem flestir hófu körfuboltaferilinn í Krílakörfunni en margir þeirra voru þó að þreyta frumraun sína á móti. Frammistaða þeirra var til mikillar fyrirmyndar.
Það má segja um alla keppendur okkar á Sambíómótinuað þeir voru sjálfum sér, foreldrum og félaginu til mikils sóma jafnt innan sem utan vallar. KFÍ foreldrar stóðu sig einnig vel í því að fylgja liðunum eftir en það krefst úthalds og útsjónarsemi að elta ungviðið á jafn viðamiklum mótum og stóru minniboltamótinu eru orðin. Launin eru þó ríkuleg því fátt er skemmtilegra en sjá káta krakka í fjörugum leik undir stjórn afburðaþjálfara sem leiðbeina þeim í hverju skrefi.
Nánar
B-lið meistaraflokks KFÍ hélt suður með sjó á sunnudaginn og atti kappi við ÍA-b í 3. deild karla.
NánarHátt í 30 KFÍ krakkar á aldrinum 7-10 ára eru nú um helgina á leið á sitt fyrsta minnaboltamót í vetur en það er stóra Sambíómótið sem Fjölnir stendur fyrir í Grafarvogi. KFÍ teflir fram 5 liðum að þessu sinni, þremur stelpuliðum og tveimur strákaliðum, en félagið hefur sótt þetta mót um margra ára skeið.
Í vetur er í fyrsta sinn keppt samkvæmt nýjum í yngstu flokkunum þar sem aðeins 3-4 leikmenn eru inni á vellinum í einu. Þannig fá krakkarnir mun meiri spilatíma og fleiri tækifæri með boltann.
Það eru þjálfarakempurnar Birgir Örn Birgisson, Stefanía Ásmundsdóttir og Helgi Hrafn Ólafsson sem leiða liðin um helgina en með í för verður einnig myndarlegur hópur foreldra enda leikmennirnir enn svo ungir.
Nánar
Fyrsta fjáröflun vetrarins hjá yngri flokkum KFÍ fer fram fimmtudaginn 29. október en þá ætla krakkarnir að ganga í hús og selja grænmeti. Kartöflur í 2 kg pokum á 1000 krónur, gulrófur í 2 kg pokum á 1000 krónur og gulrætur, 1,3 kg í poka á 1000 krónur. Biðjum við fólk að taka vel á móti þessu unga íþróttafólki og kaupa af þeim hollt og gott grænmeti en afraksturinn af sölunni rennur í ferðasjóðinn þeirra.
KFÍ og Valur mætast á föstudaginn kl 19:15 í Poweradebikar karla á Jakanum.
Líkt og KFÍ þá leikur Valur í 1. deildinni en þeir sitja þar ósigraðir á toppnum eftir sannfærandi sigra á móti Skallagrím og Fjölni sem bæði féllu úr úrvalsdeildinni síðastliðið vor.
Við minnum á að miðaverðið er aðeins 1.000 kr. Athugið að leikurinn verður ekki sýndur í beinni og því um að gera að koma á Torfnes og styðja við strákana. Áfram KFÍ!
Nánar