Það var mikið um að vera hjá báðum 8. flokkum KFÍ um nýliðna helgi en þá fór fram fyrsta umferð í Íslandsmótinu í þessum aldurshópi. Drengirnir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörð í D-riðli og stúlkurnar voru gestgjafar á Ísafirði, sömuleiðis í D-riðli. Bæði liðin eru ný í Íslandsmóti og hófu því leikinn í neðsta riðli samkvæmt reglum KKÍ. Liðin eru skipuð 12 og 13 ára leikmönnum, en það eru krakkar í 7. og 8. bekk grunnskóla.
Drengirnir gerðu sér litið fyrir og sigruðu alla fjóra leiki sína í Hafnarfirði og eru komnir upp í C-riðil. Þeir unnu b-lið Stjörnunnar 47-34, lið Hauka var lagt með 52-24, Valur laut í lægra haldi fyrir okkar mönnum 51-16 og c-lið Stjörnunnar, sem skipað er reynsluminnstu drengjum þess félags varð að sætta sig við 47-16. Af tölunum má sjá að mikill getumunur var á liðunum en lið KFÍ er að stórum hluta skipað drengjum sem alla tíð hafa spilað upp fyrir sig og eru nú í fyrsta sinn að mæta jafnöldrum í Íslandsmóti. Liðið er einnig skipað tveimur Strandamönnum en KFÍ er í góðu samstarfi við Héraðssamband Strandamanna um leikmenn í 8. og 10. flokki drengja.
Hákon Ari Halldórsson er þjálfari 8. flokks drengja og hefur honum tekist mjög vel upp í að skapa góða liðsheild og gott samspil hjá drengjunum. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi þessa unga drengjaliðs KFÍ í vetur. TIl hamingju með C-riðilinn strákar!
Það var ekki síður spennandi að sjá hvernig spánýju liði 8. flokks stúlkna myndi reiða af í sínu fyrsta Íslandsmóti en liðið er m.a. skipað stúlkum sem byrjuðu að æfa körfubolta í haust og eru því að stíga sín fyrstu skref á vellinum. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar stóðu sig frábærlega og börðust af mikilli hörku. Þær urðu að lúta í lægra haldi fyrir liði Stjörnunnar 36-25, en Stjörnustelpurnar komust upp úr riðlinum. Hörkuleikur gegn Haukum hefði auðveldlega getað endað með sigri en tapaðist á lokamínútunni 10-14.KFÍ stelpurnar sigruðu hinsvegar lið Vals örugglega 41-13.
Nökkvi Harðarson er þjálfari stúlknanna en hann teflir fram tveimur stúlknaliðum á Íslandsmóti í vetur, 7. flokki og 8. flokki. Æfingahópurinn telur hátt í 20 stúlkur og er því sá langstærsti hjá félaginu um þessar mundir - hann slær meira að segja meistaraflokk karla út í þessari deild. Nökkvi er að gera flotta hluti með hópnum, með Hákon Ara sem aðstoðarþjálfara, og verður bæði spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þessum stóra stúlknahópi til framtíðar. Áfram stelpur!
Nánar
B-lið KFÍ hóf leik í 3. deild karla á laugardaginn þegar það tók á móti Grundfirðingum í Gryfjunni í Bolungarvík.
NánarKFÍ vann sinn fyrsta sigur í vetur gegn Reyni frá Sandgerði á Jakanum í kvöld 85-53. Gríðarlega sannfærandi og sterkur sigur og gott veganesti í komandi leiki. Nú er mikilvægt að halda haus og halda áfram að byggja ofan á framfarir síðustu vikna.
NánarNú styttist í næsta heimaleik KFÍ. Strákarnir mæta nýliðunum Reyni úr Sandgerði á Jakanum föstudaginn 23. október kl. 19:15.
Segja má að undirbúningstímabilið hjá Reyni hafi verið álíka brokkgengt og hjá KFÍ. Í fyrstu umferð deildarkeppninnar töpuðu þeir svo gegn ÍA á útivelli með átta stiga mun. Það má því búast við hörkuleik á föstudagskvöldið kemur enda bæði liðin án sigurs eftir fyrstu umferð. Okkar menn eru staðráðnir í að landa fyrsta sigri tímabilsins og Reynismenn verða örugglega ekki léttir viðureignar.
Þess má svo geta að nýir búningar KFÍ verða vígðir í leiknum!
Veðurspáin fyrir föstudaginn er ekki sérlega góð sem stendur og því verður látið ráðst hvort tendrað verði undir Muurikka pönnunni. Fylgist með Facebook síðu KFÍ fyrir frekari tíðindi þess efnis.
Við minnum á að miðaverðið er aðeins 1.000 kr. og að bein útsending Jakans-TV verður á sínum stað.
Allir að mæta á Torfnes og styðua við strákana. Áfram KFÍ!
NánarStelpurnar í 7. flokki KFÍ hófu leik í fyrstu umferð Íslandsmótsins í B-riðli um helgina en riðillinn fór fram á heimavelli KR í Frostaskjólinu.
Allir þrír leikir mótsins fóru fram á laugardeginum og hófu KFÍ leik gegn Stjörnunni. Stjörnustúlkur eru með sterkt lið og unnu þær leikinn örugglega. Okkar stelpur sýndu fína takta en voru alltaf skrefinu á eftir. Lokatölur 44-21 Stjörnunni í vil. Þess má geta að Stjarnan vann öruggan sigur í öllum leikjum sínum riðlinum og spilar því í A-riðli í næstu umferð.
Í öðrum leiknum, gegn KR, var allt annað að sjá til KFÍ stelpna. Baráttan var mikil og var leikurinn mjög jafn. KFÍ stelpur voru óheppnar að missa leikinni í framlengingu og lukkan gekk ekki í lið með þeim í framlengingunni því KR stelpur mörðu sigur 28-26. Að sögn farastjóra liðsins, Jóhanns Birkis Helgasonar, var leikurinn svo spennandi að stúkan stóð á öndinni. „Þetta var eins og að horfa á landsleik!“, sagði Jóhann Birkir að leik loknum og hrósaði Nökkva Harðarsyni þjálfara fyrir hve vel hann stýrði liðinu í þessum spennuþrungna leik.
Í síðasta leiknum mættu KFÍ stelpur Njarðvík B. Þá voru stelpurnar orðnar þreyttar og ekkert vildi ofan í. Lokatölur 22-12 Njarðvík í vil og fall KFÍ í C-riðil staðreynd.
Nökkvi Harðarson, þjálfari stelpnanna var engu að síður ánægður með framistöðu liðsins á mótinu. „Ég er hrikalega ánægður með stelpurnar. Þær eiga mikið hrós skilið þó að úrslitin hafi ekki verið eins og maður óskaði sér. Þær hafa tekið gríðarlegum framförum og ég er mjög ánægður með þær. Með aðeins minna stessi og smá heppni hefðu úrslitin getað orðið öðruvísi. En nú er bara að halda áfram og gera betur í næstu umferð.“
Næsta umferð stelpnanna í 7. flokki fer fram dagana 21.-22. nóvember. Það er þó skammt á milli stórræða hjá þessum efnilegu stelpum því margar þeirra munu einnig taka þátt í fyrstu umferð C-riðils Íslandsmótsins með 8. flokki KFÍ. Riðillinn fer fram hér heima á Ísafirði ein stelpurnar mæta Stjörnunni, Haukum og Val B. Sömu helgi mun 8. flokkur drengja spila í fyrstu umferð D-riðils í Hafnarfirði. Mótherjar strákanna verða Haukar, Stjarnan C, Valur B og Stjarnan C. Helgina þar á eftir, 31. október til 1. nóvember, fer svo fram Sambíóamótið þar sem iðkenndur KFÍ í minnibolta munu fjölmenna. Tíundi flokkur drengja, sem spilaði sína fyrstu umferð á Íslandsmótinu hér heima um daginn, keppa svo næst helgina 7.-9. nóvermber.
Það er því nóg um að vera í yngri flokka starfinu á næstu vikum.
NánarKFÍ spilaði sinn fyrsta leik í 1. deildinni í gærkvöldi gegn Þór frá Akureyri. Þrátt fyrir góða baráttu urðu KFÍ drengir að sætta sig við tap gegn sterku liði Þórs en lokatölur voru 76-90 gestunum í vil. Þess má svo geta að þetta var í síðasta sinn sem KFÍ klæðist hinum svarthvíta búningi því nýr, bláir og hvítur búningur er væntanlegur.
NánarKFÍ mætir Þór frá Akureyri í fyrsta leiknum í deildarkeppninni hér heima föstudaginn 16. október kl. 19:15 á Torfnesi (Jakanum). Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið KFÍ, sem er að mestu leyti skipað ungum heimamönnum.
Nánar10. flokkur hóf keppni fyrstir KFÍ manna þetta árið í Íslandsmótinu. Fjölliðamótið fór fram í Bolungarvík. Strákar spiluðu ágætlega þó svo enginn sigur hafi dottið í hús. Strákarnir spiluðu í C-riðli en í fyrra léku þeir í D-riðli þannig að andstæðingar voru sterkir. Því miður vannst enginn leikur og hlutskipti KFÍ að falla niður í D-riðil aftur.
NánarNú um helgina stendur yfir fjölliðamót í 10. flokki drengja í Bolungavík þar sem KFÍ strákarnir taka á móti Hrunamönnum, Grindvíkingum og Skallagrími. Það kom í hlut strákanna að víga nýja keppnisbúninga KFÍ á mótinu. Eins og glöggir lesendur sjá hefur KFÍ aftur tekið upp hinna hefðbundnu KFÍ liti, blátt og hvítt. Aðalbúningar yngri flokka verða bláir en hjá meistaraflokki verða heimavallarbúningarnir hvítir og útvallabúningar bláir eins gert er ráð fyrir í keppnisreglum KKÍ.
Búningarnir eru stílhreinir og einfaldir og þá prýða auglýsingar frá dyggum styrktaraðilum KFÍ, HG Gunnvöru, Íslandsbanka og Ögur Travel.
NánarUm helgina fer fyrsta fjölliðamót vetrarins fram hér fyrir vestan þegar 10. flokkur drengja tekur á móti félögum sínum í Skallagrími, Grindavík og Hrunamönnum/Hamri. Mótið hefst á morgun, laugardag, kl. 15 í íþróttahúsinu í Bolungarvík með leik KFÍ og Skallagríms. Seinni tveir leikir okkar pilta eru á sunnudeginum á sama stað og hefst leikur KFÍ og Hrunamanna/Hamars kl. 9 en seinni leikurinn á móti Grindavík hefst kl. 11.30. Við hvetjum fólk til að mæta á leikina og hvetja strákana til dáða.
Nánar