Nýr leikmaður, Daníel Freyr Friðriksson, er gengin til liðs við KFÍ í gegnum venslasamning við ÍR. Daníel Freyr er ungur og efnilegur bakvörður sem hefur leikið með ÍR undanfarin ár en er uppalinn í Fjölni.
NánarLaugardaginn 16. janúar mun HSV í samstarfi við KFÍ bjóða upp á fyrirlestra með sálfræðingnum Hafrúnu Kristjánsdóttur. Fyrirlestrarnir verða tveir, annarsvegar klukkan 13.30 fyrir íþróttakrakka í 6. – 9. bekk grunnskóla og hinn verður kl. 15 fyrir iðkendur í 10. bekk og eldri. Fyrirlestrarnir verða haldnir í fyrirlestrastofunni á neðri hæð Menntaskólans á Ísafirði. Þjálfarar eru hvattir til að mæta og foreldrar eru velkomnir með sínum börnum.
Hafrún er með doktorspróf í sálfræði og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir íþróttafólk þar sem hún fjallar m.a. um hugarþjálfun, einbeitingu, ofþjálfun, liðsheild, sjálfstraust, markmiðsetningu, hugarfar og streitu. Hún hefur einnig unnið mikið fyrir ÍSÍ og var meðal annars sálfræðingur íslenskra keppenda á ólympíuleikunum í London og einnig séð um sálræna fræðslu fyrir unga og framúrskarandi efnilega íþróttamenn sem eru á styrk hjá ÍSÍ. Ekki leikur vafi á að þekking Hafrúnar og fræðsla getur nýst okkar ungu og efnilegu íþróttamönnum.
NánarNú er unnið að því að setja saman þjálfarateymi fyrir körfuboltabúðirnar sem haldnar verða 31. maí til 5. júní nk. Yfirþjálfari verður Finnur Freyr Stefánsson, aðalþjálfari mfl. karla hjá KR, Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. Hann er auk þess þjálfari U-20 ára karlalandsliðs Íslands og aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Finnur hefur mikla reynslu af þjálfun barna og unglinga en hann var áður yfirþjálfara yngri flokka KR og gerði nokkra þeirra að Íslandsmeisturum. Finnur er vel þekktur í Körfuboltabúðum KFÍ þar sem hann hefur áður verið yfirþjálfari og erum við afskaplega ánægð með að hann skuli vera mættur aftur til að miðla ungu körfuboltafólki af reynslu sinni og þekkingu.
Aðrir þjálfarar sem hafa tilkynnt komu sína eru Arturo Alvarez, Natasja Andjelic og Borce Ilievski, allt úrvals þjálfarar sem áður hafa verið í búðunum og er frábært að fá þau aftur. Fleiri þjálfarar eru áhugasamir um að koma og færum við fréttir af því um leið og þátttaka þeirra verður staðfest
NánarKFÍ vann mikilvægan sigur á Ármanni í kvöld á Jakanum, 85-77, og lyfti sér þar með naumlega upp úr fallsætinu.
KFÍ byrjaði leikinn af krafti og komst í 8-0 strax á annarri mínútu og hélt forystunni nokkuð örugglega framan af fjórðungnum en undir lok hans náðu gestirnir að minnka muninn í fjögur stig. Snemma í öðrum leikhluta jöfnuðu gestirnir svo 28-28 og komust á tímabili yfir. KFÍ náði þó aftur forystu en aldrei afgerandi og því munaði aðeins einu stigi á liðinum í hálfleik 44-43, KFÍ í vil.
Kjartan Helgi var allt í öllu í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og skoraði megnið af sínum 19 stigum þá.
Í síðari hálfleik byrjuðu KFÍ strákar aftur af miklum krafti og náðu 16 stiga forystu, 59-43 en það tók Ármenninga rúmar fjórar mínútur að skora fyrstu stig sín í síðari hálfleik. Upp úr þessu varð leikurinn jafnari en þó hleyptu heimamenn gestunum aldrei mjög nálgæt sér. Nebojsa var lang besti maður vallarins í síðari hálfleik en einnig kom Birgir Björn sterkur inn í sóknarleikinn í hálfleiknum.
Verðskuldaður og langþráður sigur staðreynd, KFÍ 85, Ármann 77.
Nebojsa var besti maður vallarins og stigahæstur heimamann með 32 sti, 5 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 4 fráköst. Næstur kom Kjartan Helgi með 19 stig og 7 fráköst. Pance skoraði 14 stig og tók 3 fráköst. Birgir Björn skoraði 9 stig og tók 11 fráköst en aðrir voru með minna.
Hjá gestunum var Elvar Steinn Traustason stighæstur með 21 stig en næstur kom Guðni Sumarliðason með 18 stig.
Ítarlega tölfræði úr leiknum má nálgast hér.
NánarKFÍ tekur á móti Ármanni föstudaginn 8. janúar kl. 19:15 á Torfnesi í fyrsta heimaleik ársins í 1. deild karla. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur enda eru KFÍ strákar með bakið upp við vegg og verða að vinna til að lyfta sér upp úr fallsæti. Ármenningar voru á góðu skriði fyrir jólafrí og unnu tvo síðustu leiki sína gegn Reyni og ÍA og eru einu sæti ofan við KFÍ fyrir leikinn.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni fékk KFÍ góðan liðstyrk fyrir leikinn en miðherjinn Birgir Björn Pétursson mun klæðast KFÍ treyjunni í leiknum á ný.
Miðaverð á leikinn er aðeins 1.000 krónur og boðið verður upp á hina rómuðu hamborgara skömmu fyrir leik.
Líkt og fyrr verður leikurinn í beinni útsendingu á Jakinn-TV.
Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við strákana.
NánarBirgir Björn Pétursson verður í leikmannahópi KFÍ sem mætir Ármanni á föstudaginn kemur, 8. janúar kl. 19:15, í fyrsta heimaleik liðsins á árinu.
NánarKörfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur tilnefnt þá Nebojsa Knezevic og Rúnar Inga Guðmundsson sem íþróttamenn Ísafjarðarbæjar. Nebojsa er tilnefndur í flokknum Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar en Rúnar Ingi í flokknum efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.
NánarHin árlega jólakarfa KFÍ á aðfangadag verður á sínum stað að venju en löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina. Yngri iðkendur (9 ára og eldri) mæta kl. 9 og skemmta sér til 10.30 en þá mæta rosknari og reynslumeiri leikmenn sem sprikla til kl. 12. Góða skemmtun!
NánarÁ morgun, föstudaginn18. desember, mætir KFÍ Valsmönnum í lokaumferð 1. deildar karla fyrir jólafrí. Leikurinn fer fram á heimavelli Valsmanna að Hlíðarenda og hefst kl. 19:30. Okkar menn þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að fjarlægast fallsætin illræmdu.
NánarKFÍ tekur á móti Fjölni föstudaginn 11. desember kl. 19:15 á Torfnesi í síðasta heimaleik ársins.
Miðaverð á leikinn er aðeins 1.000 krónur og boðið verður upp á hina rómuðu hamborgara skömmu fyrir leik. Einnig verða árskortin til sölu í sjoppunni.
Líkt og fyrr verður leikurinn í beinni útsendingu á Jakinn-TV.
Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við strákana.
Nánar