Nú um helgina stendur yfir fjölliðamót í 10. flokki drengja í Bolungavík þar sem KFÍ strákarnir taka á móti Hrunamönnum, Grindvíkingum og Skallagrími. Það kom í hlut strákanna að víga nýja keppnisbúninga KFÍ á mótinu. Eins og glöggir lesendur sjá hefur KFÍ aftur tekið upp hinna hefðbundnu KFÍ liti, blátt og hvítt. Aðalbúningar yngri flokka verða bláir en hjá meistaraflokki verða heimavallarbúningarnir hvítir og útvallabúningar bláir eins gert er ráð fyrir í keppnisreglum KKÍ.
Búningarnir eru stílhreinir og einfaldir og þá prýða auglýsingar frá dyggum styrktaraðilum KFÍ, HG Gunnvöru, Íslandsbanka og Ögur Travel.
NánarUm helgina fer fyrsta fjölliðamót vetrarins fram hér fyrir vestan þegar 10. flokkur drengja tekur á móti félögum sínum í Skallagrími, Grindavík og Hrunamönnum/Hamri. Mótið hefst á morgun, laugardag, kl. 15 í íþróttahúsinu í Bolungarvík með leik KFÍ og Skallagríms. Seinni tveir leikir okkar pilta eru á sunnudeginum á sama stað og hefst leikur KFÍ og Hrunamanna/Hamars kl. 9 en seinni leikurinn á móti Grindavík hefst kl. 11.30. Við hvetjum fólk til að mæta á leikina og hvetja strákana til dáða.
NánarKFÍ lauk keppni í Lengjubikar karla með tapi fyrir úrvalsdeildarliði Grindavíks í gær. Grindvíkingar höfðu fyrir leikinn tryggt sér sigur í D-riðli bikarsins og mæta Stjörnunni í 8. liða úrslitunum.
NánarÁ sunnudaginn kemur, þann 27. september, mætir KFÍ úrvalsdeildarliði Grindavíkur í lokaleik D-riðils í Lengjubikarnum hér á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 16:00.
NánarÞrír þjálfara frá KFÍ útskrifuðust úr þjálfaranámskeið 1a sem KKÍ stóð nýverið fyrir. Á 1 a námskeiðinu er lögð áhersla á þjálfun byrjenda og barna. Einkum var horft til kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og boltaæfingar auk þess að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki.
NánarLengjubikarinn er kominn af stað og fyrsti heimaleikur KFÍ fer fram laugardaginn 19. september kl. 16:00 og er ekki af verri sortinni. Þá mæta sjálfir Íslandsmeistarar KR á Jakann með Evrópumótsfarann Pavel Ermolinskij í broddi fylkingar.
NánarKæru stuðningsmenn og iðkenndur.
Nú er körfuboltatímabilið nýhafið og ríkir mikil tilhlökkun meðal leikmanna og stjórnar KFÍ að takast á við verkefni komandi vetrar. Við vonumst auðvitað eftir góðum stuðningi Ísfirðinga og nærsveitunga á heimavelli í vetur líkt og í gegnum tíðina. Stuðningur ykkar er ómetanlegur fyrir félagið og er hann límið í þeirri umgjörð sem oft og tíðum hefur gert Jakann að öflugasta heimavígi landsins.
Nú í upphafi tímabilsins langar mig að deila með ykkur þeirri stefnu sem ég vil að við öll, leikmenn og stuðningsmenn, tökum varðandi samskipti við þá dómara sem koma til með að dæma hjá okkur í vetur. Mér hefur verið bent á að Ísafjörður sé meðal þeirra staða sem skeri sig úr þegar kemur að skítkasti í garð dómara. Í gegnum árin hef ég ekki verið barnanna bestur og látið dómara heyra það ef ég er ekki sáttur. Ég hef hinsvegar komist að því að það hefur hvorki skilað mér né KFÍ nokkrum sköpuðum hlut. Því er undirritaður nú kominn í það persónulega verkefni að hætta afskiptum af störfum dómara. Það mun án efa taka á að stilla sig en ég er kominn á þá skoðun að það skili okkur meiru að dómurunum líði vel í vinnunni á okkar heimavelli. Ég vil með þessum orðum fara fram á það við ykkur, iðkendur og stuðningsmenn, að koma fram við dómara af virðingu. Þetta er vanþakklátt og erfitt starf sem óþarfi er að gera enn erfiðara með skítkasti og leiðindum. Eitt getum við verið viss um, leikmaður sem er með hugann við dómgæsluna er ekki með hugann við það sem skiptir máli – sjálfan leikinn. Hið sama gildir um okkur áhorfendur, óhróður í garð dómara er ekki hvatning til liðsins okkar. Tökum stuðningsmenn Íslenska landsliðsins í Berlín á Evrópumótinu okkur til fyrirmyndar og látum stuðninginn við KFÍ einkennast af gleði yfir leiknum sem við elskum. Önnur hlið á þessu máli er svo sú að við fullorðna fólkið verðum að sýna börnunum gott fordæmi. Þau hafa ekkert með að læra þessa hegðun enda smitast þetta inn í leik þeirra séu þau iðkendur.
Með von um áframhaldandi góðan stuðning á Jakanum. Áfram KFÍ!
Ingólfur Þorleifsson,
formaður KFÍ
NánarBakvörðurinn Kjartan Helgi Steinþórsson hefur samið við KFÍ um að leika með liðinu á ný á komandi tímabili.
Kjartan er uppalinn hjá Grindvíkingum þar sem hann varð bikarmeistari árið 2014. Hann lék einnig í þrjú ár í Bandaríkjunum í mennta- og háskólaboltanum. Kjartan var ekki lengi að finna sig á Ísjakanum því hann skoraði 22 stig í sínum fyrsta leik þar á móti Tindastól í Lengjubikarnum síðastliðið haust. Hann var með rúmlega 12 stig að meðaltali í leik í deild og bikar á síðata tímabili.
NánarEins og fram hefur komið hér á síðunni, í vor og sumar, hafa orðið nokkrar breytingar á leikmannahópi KFÍ undanfarið. Í stuttu máli má segja að hópurinn hafi breikkað þótt öflugir leikmenn hafi einnig horfið af sjónarsviðinu. Hér á eftir fer kynning á öllum leikmönnum liðsins.
NánarKFÍ hefur tímabilið með útileik gegn 1. deildar liði Vals á Hlíðarenda í Lengjubikarnum á morgun, fimmtudaginn 17. september. KFÍ leikur í D-riðli Lengjubikarsins en þar leika einnig, auk Vals, úrvalsdeildarliðin Grindavík, ÍR og Íslandsmeistarar KR.
Fyrsti heimaleikurinn er einmitt gegn sjálfum Íslandsmeisturnum laugardaginn 19. september. En meira um þann leik síðar.
Nánar