Fréttir - Körfubolti

Kveðja og vitnisburður frá Scott Stabler eiganda ABA

Körfubolti | 12.05.2015
Scott Stabler
Scott Stabler

KFÍ var að fá senda fallega kveðju frá Scott Stabler eiganda og yfirþjálfara Alabama Basketball Academy. Hann bað um góðar kveðjur til allra og sendi þessa kveðju.

 

,,It was a pleasure to serve as guest clinician and coach at the KFI Basketball Camp in beautiful, Isafjordur, ICELAND.  The coaching staff was extremely knowledgeable, professional, and passionate about teaching the game.  I was impressed by their ability to connect with all of the players in camp – male or female, beginner or experienced.  I was also impressed with the campers.  They were dedicated, coachable, and hungry to learn! 

 

Our daily plan was very organized.  It allows for plenty of instruction time and fundamental work along with just the right amount of playing time for the campers.  The food in the cafeteria was also excellent and there was plenty!

 

The gymnasium is the perfect set up for camp.  With the ability to divide into 3 private courts, or 1 main court, it was ideal for splitting the campers into groups to further their development. 

 

Finally, the staff at KFI, led by Gaui, are very gracious hosts.  They make things easy and are so helpful and what a setting!  Looking at the beautiful scene outside the gym made me jealous of the residents of Isafjordur!  I have enjoyed staying in touch with many of them and look forward to the opportunity to come back to work in the camp again" 

 

Coach Scott Stapler

Alabama Basketball Academy

KFI Camp 2012

Nánar

Benedikt Guðmundsson bætist í þjálfarahóp æfingabúðanna

Körfubolti | 12.05.2015
Benni er að koma
Benni er að koma

Það er mikið fagnaðarefni að fá Benna Gumm í búðir okkar. Þessi drengur bjó til hetjur hjá KR sem eru sannarlega á stóra sviðinu í dag og ber þar að nefna Jón Arnór Stefánsson sem var undir handleiðslu Benna á yngri árum og hefur Jón Arnór tekið fram hvað hann gerði mikið fyrir sig. Benni á langa afreksskrá og hefur þjálfað KR, Grindvík og Þór Þorlákshöfn. Hann hefur unnið til verðlauna bæði í bikarkeppnum og Íslandsmótum. Hann hefur verið þjálfari yngri landsliða og skrifaði nýverið undir samning hjá Þór Akureyri sem yfirþálfari. Við bjóðum Benna innilega velkominn í fjölskylduna í æfingabúðum KFÍ.

Nánar

Fréttir af KKÍ þingi

Körfubolti | 10.05.2015
Guðni Ó. Guðnason hlaut gullmerki KKÍ á nýafstöðnu KKÍ þingi. Hér er Guðni ásamt Hannesi S. Jónssyni nýkjörnum formanni KKÍ.
Guðni Ó. Guðnason hlaut gullmerki KKÍ á nýafstöðnu KKÍ þingi. Hér er Guðni ásamt Hannesi S. Jónssyni nýkjörnum formanni KKÍ.

Í gær lauk vel heppnuðu körfuknattleiksþingi KKÍ í Reykjavík. Þar var KFÍ félaginn Guðni Ólafur Guðnason sæmdur gullmerki KKÍ en gullmerkið er veitt til þeirra aðila sem hafa starfað um áratuga skeið á vettvangi félaga KKÍ. 

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ eru gæði

Körfubolti | 09.05.2015

Það er gaman af því að fá jákvæðar umsagnir. Við fengum senda línu frá ungri stúlku sem hefur komið þrisvar vestur í Æfingabúðir KFÍ sem eru lokaundirbúning búðanna sem hefst 2.júní n.k.En svona er þessi yfirlýsing;

 

,,Ég hef farið í körfuboltabúðir KFÍ þrisvar og það eru klárlega bestu búðir sem ég hef farið í.  Mér finnst ég alltaf hafa lært helling eftir hverjar búðir.  KFÍ búðirnar toppa léttilega Sixers camp í Bandaríkjunum, sem ég fór í síðasta sumar".

 

Kristín María Mattiasdóttir

Fjölni og U15 landsliðinu

Nánar

Eva Margrét í úrvalslið 1. deildar

Körfubolti | 08.05.2015

Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardal í dag þar sem tímabilið var gert upp og verðlaun veitt í 1. deild karla og kvenna sem og í Domino´s-deildum karla og kvenna. Eva Margrét Kristjánsdóttir var sigursæl í kvennaflokknum en hún var valin í úrvalslið 1. deildar auk þess sem hún var valin besti ungi leikmaðurinn í 1. deild.

 

Eva átti stórgott tímabil í vetur en hún var með um 18 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik og var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina um laust sæti í úrvalsdeild.

 

Nánar má lesa um verðlaunaafhendinguna á karfan.is

Nánar

Yfirþjálfari yngri flokka KFÍ óskast

Körfubolti | 08.05.2015

Barna- og unglingaráð KFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir yfirþjálfara yngri flokka félagsins sem tæki við starfinu fyrir haustbyrjun. Mikil gróska hefur verið í yngstu flokkum félagsins síðustu misseri og með ráðningu yfirþjálfara er það von félagsins að enn betur megi halda utan um þann góða grunn sem myndast hefur.

 

Samtals eru iðkendur yngri flokka yfir eitt hundrað og mun starfið m.a. fela í sér skipulag flokkanna, þjálfun einstakra flokka ásamt samskiptum við iðkendur, foreldra og aðra þjálfara félagsins.

 

Allar nánari upplýsingar um stöðuna veitir Birna Lárusdóttir, formaður barna- og unglingaráðs KFÍ í netfanginu bil@snerpa.is eða í síma 896-3367.

 

Sjá nánar hér

Nánar

Flott minniboltamót í Víkinni

Körfubolti | 07.05.2015
Myndarlegur minniboltahópur í mótslok
Myndarlegur minniboltahópur í mótslok
1 af 2

Ríflega 30 börn sóttu minniboltamótið sem KFÍ stóð fyrir í íþróttahúsinu í Bolungarvík á laugardaginn var. Mótið var ætlað börnum í 1.-4. bekk og markaði það lok laugardagsæfinganna sem KFÍ hefur boðið upp á í Bolungarvík í vetur. Mjög góð aðsókn hefur verið að æfingunum en þær voru tvískiptar, yngri hópur og eldri hópur. Pance Ilievski og Florijan Jovanov, leikmenn meistaraflokks karla, hafa haldið utan um æfingarnar í vetur.

 

Pance stýrðu mótinu með miklum ágætum með dyggum stuðningi Birgis Arnar Birgissonar, þjálfara meistaraflokks karla. Keppt var í yngri og eldri hópum stúlkna en í sameinuðum liðum drengja. Einnig var keppt í Stinger og fóru fjórir iðkendur með sigur af hólmi, tveir strákar og tvær stelpur, og fengu þau flotta körfubolta að gjöf. Í mótslok fengu allir þátttakendur verðlaunapening og KFÍ tattú ásamt smá glaðningi. Athygli vekur að stelpur voru í talsverðum meirihluta á mótinu og er það í takti við aðsókn í æfingahópa yngri flokka, þar sem stelpur og strákar eru í jöfnum hlutföllum.

 

Við hlökkum til að taka á móti þessum hressu krökkum á æfingar félagsins í haust. Vera kann að þetta mót hafi verið það síðasta í sögunni þar sem verðlaun eru afhent í nafni KFÍ en eins og flestir vita standa yfir þreifingar um mögulega sameiningu nokkurra íþróttafélaga í eitt stórt og öflugt félag, en KFÍ hefur verið með í þeim viðræðum frá upphafi.

Nánar

Fimmtíu ár frá stofnun KFÍ

Körfubolti | 02.05.2015
Þessir herramenn stóðu vaktina fyrir KFÍ um árabil. Jón Kristmannsson (t.v.) formaður 1994-2004 og Lúðvík Jóelson (t.h.) einn af stofnendum KFÍ.
Þessir herramenn stóðu vaktina fyrir KFÍ um árabil. Jón Kristmannsson (t.v.) formaður 1994-2004 og Lúðvík Jóelson (t.h.) einn af stofnendum KFÍ.

Í dag eru stór tímamót í sögu Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar því á þessum degi, 2. maí, árið 1965 var félagið formlega stofnað. 

Nánar

Síðasta mót vetrarins

Körfubolti | 30.04.2015

Á laugardaginn kemur stendur KFÍ fyrir skemmtilegu móti í íþróttahúsinu í Bolungarvík fyrir börn í 1.-4. bekk. Mótið hefst kl. 11 og stendur væntanlega til 12.30. Við hvetjum iðkendur KFÍ til að bjóða vinum með sér því öll börn á þessum aldri eru að sjálfsögðu velkomin. Boðið verður upp á hressingu og allir fara heim með verðlaun í mótslok.

 

Með mótinu lýkur vetraræfingum félagsins í Bolungarvík en myndarlegur hópur barna á þessum aldri hefur sótt laugardagsæfingarnar þar í vetur. Æfingarnar hafa verið tvískiptar, annarsvegar 1.-2. bekkur og hinsvegar 3.-4. bekkur og má merkja greinilegar framfarir eftir veturinn þótt aðeins hafi verið æft einu sinni í viku. Það voru Shiran Þórisson, Pance Ilievski og Florijan Jovanov sem höfðu veg og vanda að æfingunum en þeir eru allir í þjálfarateymi KFÍ. Pance og Florijan eru leikmenn meistaraflokks karla.

 

Sjáumst á laugardag!

 

Nánar

Lokahóf í Krílakörfunni

Körfubolti | 29.04.2015

Það var sannarlega handagangur í öskjunni í íþróttahúsinu á Austurvegi í dag á síðustu æfingu vetrarins í Krílakörfu KFÍ. Um og yfir tuttugu börn á aldrinu 4-5 ára hafa verið að æfa þar í allan vetur undir röggsamri stjórn Sigríðar Guðjónsdóttur og Rósu Överby.

 

Æfingarnar eru foreldrum að kostnaðarlausu og eru þær hugsaðar til að efla hreyfiþroska og boltafærni barnanna. Greinileg framför hefur orðið í hópnum í vetur en eins og gefur að skilja er ekki hlaupið að því að stýra svo stórum hópi af ungum börnum. Þær Sirrý og Rósa hafa þó gert það listavel.

 

Æfingunni í dag lauk með hollri hressingu í boði KFÍ og svo fengu öll krílin flottan körfubolta í kveðjugjöf frá KKÍ og KFÍ. Hann geta þau notað til að æfa sig vel í sumar og koma vonandi full áhuga aftur á æfingar þegar tekur að hausta. Eldri börnin byrja í grunnskóla í haust og eru því útskrifuð úr Krílakörfunni en geta með haustinu byrjað að æfa í Krakkakörfu KFÍ sem ætluð er börnum í 1.-2. bekk.

Nánar