Fréttir - Körfubolti

Lærðu betri tækni hjá Borce

Körfubolti | 02.03.2015
1 af 3

Um 35 krakkar mættu á námskeið sem Borce Ilievski körfuboltaþjálfari hélt síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu á Torfnesi. Borce á langan feril að baki sem þjálfari og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem þátttakendur á námskeiðinu nutu góðs af. Farið var í gegnum fjölbreyttar tækniæfingar og lögðu krakkarnir hart að sér við æfingarnar enda öll ákveðin í að bæta sig og ná betri árangri sem körfuboltamenn. Borce til aðstoðar voru þau Pance, Florian, Nebojsa og Labrenthia sem öll eru þjálfarar yngri flokka KFÍ jafnframt því að spila með meistaraflokki. Fá þau miklar þakkir fyrir gott og gagnlegt námskeið, en fyrst og síðast Borce sem lét veður og ófærð ekki stoppa sig í að koma til Ísafjarðar til að heimsækja sitt gamla félag, KFÍ.

 

 

Nánar

Borce heldur námskeið fyrir yngri flokka KFÍ

Körfubolti | 25.02.2015
Borce Ilievski í Körfuboltabúðum KFÍ 2014
Borce Ilievski í Körfuboltabúðum KFÍ 2014

Okkar eini sanni Borce Ilievski er væntanlegur til Ísafjarðar um komandi helgi þar sem hann mun halda daglangt námskeið fyrir yngri flokka KFÍ. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu við Torfnes laugardaginn 28. febrúar og er ætlað 10 ára iðkendum og eldri. Það hefst stundvíslega kl. 13.30 og mun standa fram undir kl. 18. 

 

Farið verður í fjölbreyttar tækniæfingar, stöðvar verðar settar upp og æfingarnar kryddaðar með leikjum og spili. Borce til aðstoðar verða leikmenn meistaraflokka karla og kvenna. Það ætti því engum áhugasömum körfuboltakrökkum að leiðast á laugardaginn.

 

Borce þarf vart að kynna en hann var um árabil þjálfari hjá KFÍ, byrjaði sem yfirþjálfari yngri flokka og varð síðar þjálfari meistaraflokks karla. Hann er nú yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks auk þess sem hann hefur tekið að sér yfirþálfunina í Körfuboltabúðum KFÍ sem fram fara á Ísafirði 2.-7. júní n.k.

 

Námskeiðið á laugardaginn er í boði KFÍ og Borce og er því krökkunum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á ávexti og holla hressingu á milli æfinga.

Nánar

Góður sigur KFÍ kvenna gegn Þór

Körfubolti | 22.02.2015
Labrenthia Murdock spilandi þjálfari KFÍ átti stórleik í gær með 30 stig! Ljómsynd: Fjölnir Baldursson.
Labrenthia Murdock spilandi þjálfari KFÍ átti stórleik í gær með 30 stig! Ljómsynd: Fjölnir Baldursson.
1 af 2

Í gær, laugardaginn 21. febrúar, tók meistaraflokkur kvenna hjá KFÍ á móti Þór Akureyri í leik í 1. Deild kvenna. Leiknum lauk með stórsigri KFÍ 85-48.


Það var á brattann að sækja hjá gestunum í Þór frá upphafi enda gátu aðeins fimm leikmenn liðsins mætt til leiks. Það vantaði því nokkra lykilleikmenn liðsins á meðan KFÍ gat telft fram sínu sterkasta liði utan þess að hin nýbakaða unglingalandsliðsstúlka Saga Ólafsdóttir var fjarri góðu gamni.


Hér má sjá skemmtilega myndbandssamantekt frá leiknum sem Fjölnir Baldursson kvikmyndagerðarmaður á Ísafirði setti saman.


KFÍ hóf leik með miklum látum og komust í 11-0 á fimmtu mínútu. Þótt Þórs stúlkur næðu að komast inn í leikinn upp úr því hélt KFÍ þessum 11 stiga mun út leikhlutann og lauk honum með tölunum 22-11. Í öðrum fjórðungi braggaðist leikur gestanna nokkuð með betra flæði í sóknarleiknum en varnarleikurinn batnaði lítið sem má teljast eðlilegt þegar aðeins fimm leikmenn eru til taks og allir verða að passa sig á villufjölda. Frjórðungnum lauk með sex stiga „sigri“ KFÍ og staðan í hálfleik var því 47-30. Segja má að KFÍ hafi svo endanlega gert út um leikinn með góðum spretti í þriðja leikhluta þar sem KFÍ skoraði 19 stig gegn engu frá gestunum. Að loknum þessum spretti var staðan því 74-38 og norðanstúlkur hættar að sjá til sólar. Í fjórða leikhluta gat Labrenthia þjálfar hvílt sig og Evu Margréti löngum stundum og gefið öðrum leikmönnum tækifæri til að halda utan um verkefnið. Leiknum lauk því sem fyrr segir með góðum sigri heimastúlkna 85-48.


Í liði KFÍ lögðu allir leikmenn sitt lóð á vogarskálarnar. Labrenthia var atkvæðamest með 30 stig, 12 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Eva Margrét átti einnig skínandi leik með 23 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar 3 stolna bolta. Linda Marín átti góðar innkomur, setti 10 stig og tók 8 fráköst. Alexandra skoraði 8 stig og tók 2 fráköst. Guðrún Edda skoraði 6 stig, öll úr hraðaupphlaupum, og var einnig drjúg í fráköstum með 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar og stal 1 bolta. Rósa skoraði 3 stig, tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu en Rósa var einnig drjúg í vörninni og fór vel með boltann í sókninni og gerði fá mistök. Hekla skoraði 2 stig og tók 2 fráköst.


Í liði gestanna var Unnur Lára Ásgeirsdóttir atkvæðamest með 21 stig og 14 fráköst. Heiða Hlín Bjjörnsdóttir var með 9 stig, 5 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta. Una Magnea Stefánsdóttir var með 8 stig og 6 fráköst. Árdís Eva Skaftadóttir var með 5 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og Sædís Gunnarsdóttir var með 5 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar.

Næsti leikur meistaraflokks kvenna KFÍ er útileikur gefn FSu/Hrunamönnum sem fram fer þann 7. mars fyrir sunnan.  

Nánar

Kvennalið KFÍ mætir Þór

Körfubolti | 20.02.2015
Eva Margrét og liðsfélagar hennar mæta Þór frá Akureyri hér heima á morgun laugardag kl. 15:00.
Eva Margrét og liðsfélagar hennar mæta Þór frá Akureyri hér heima á morgun laugardag kl. 15:00.

Kvennalið KFÍ mætir Þór Akureyri hér heima í fyrstu deild kvenna á morgun laugardag kl. 15:00. KFÍ situr í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig en Þórsarar eru í sjötta sæti með fjögur stig. Okkar stelpur hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið fjóra síðustu leiki sína en Þórsarar eru sýnd veiði en ekki gefinn enda vann Þór fyrri leik liðanna á Akureyri auk þess að leggja Stjörnuna í síðustu umferð an Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar.

 

Okkar stelpur hafa því harma að hefna og munu án efa leggja allt í sölurnar til að tryggja sigur. Hvetjum alla til að mæta á Torfnes og styðja við bakið á stelpunum!

Nánar

Tvær KFÍ stelpur í yngri landsliðum

Körfubolti | 18.02.2015
Tveir leikmenn kvennaliðs KFÍ eru í lokaæfingahópum yngri landsliða. Þær Saga Ólafsdóttir, efri röð t.v. og Eva Margrét Kristjánsdóttir, efri röð fyrir miðju.
Tveir leikmenn kvennaliðs KFÍ eru í lokaæfingahópum yngri landsliða. Þær Saga Ólafsdóttir, efri röð t.v. og Eva Margrét Kristjánsdóttir, efri röð fyrir miðju.

Í gær var tilkynnt um æfingahópa yngri landsliða KKÍ eftir niðurskurð þjálfara úr stærra útaki. Æfingahóparnir sem tilkynnt var um munu því skipa langslið sumarsins og taka þátt í þeim verkefnum sem þá fara fram.

 

Tveir  leikmenn kvennaliðs KFÍ komustu í gegnum niðurskurðinn, Eva Margrét Kristjánsdóttir í U18 liði kvenna og Saga Ólafsdóttir í U15 liði kvenna. Frábær árangur hjá þeim stöllum og verður gaman að fylgjast með þeim í landsliðstreyjunum í sumar.

 

Stjórn KFÍ óskar Evu og Sögu til hamingju með árangurinn. 

Nánar

Íslandsbanki einn af bakhjörlum KFÍ

Körfubolti | 18.02.2015
Frá undirskrift samningsins, f.v.: Freygerður Ólafsdóttir  viðskiptastjóri einstaklinga hjá Íslandsbanka, Guðni Ólafur Guðnason, gjaldkeri KFÍ og Hallgrímur Magús Sigurjónsson  útibússtjóri  Íslandsbanka á Ísafirði.
Frá undirskrift samningsins, f.v.: Freygerður Ólafsdóttir viðskiptastjóri einstaklinga hjá Íslandsbanka, Guðni Ólafur Guðnason, gjaldkeri KFÍ og Hallgrímur Magús Sigurjónsson útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði.

Síðastliðinn þriðjudag framlengdu Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar og Íslandsbanki samstarfssamning til eins árs. Íslandsbanki hefur um langt árabil verið einn af helstu bakhjörlum KFÍ og stutt dyggilega við bakið á körfuboltanum á Ísafirði. Styrkur Íslandsbanka skiptist þannig að 40% hans rennur til Barna- og unglingaráðs KFÍ og 60% til almennrar starfsemi félagsins.

 

Stjórn KFÍ þakkar Íslandsbanka kærlega fyrir stuðninginn og áframhaldandi gott samstarf. 

Nánar

9. flokkur drengja stóð sig vel

Körfubolti | 16.02.2015
9. flokkur um helgina
9. flokkur um helgina

9. flokkur drengja tók þátt í fjölliðamóti í Reykjavík um helgina.  Strákarnir stóðu sig vel, unnu 2 leiki af þremur og í raun ekki langt frá því að vinna sig upp um riðil.

 

Leikur#1

KFÍ-Höttur  44-43

 

Sigurinn var öruggari en lokatölur gefa til kynna því Hattarmenn skora síðustu 7 stig leiksins og hleyptu smá spennu í leikinn lokin.  Okkar strákar byrjuðu vel, staðan 13-5 eftir fyrsta fjórðung, strákar að spila vel saman og vörnin var góð.

Annar fjórðungur var rólegri en hann fór 5-5 og staðan í hálfleik 18-10.  Sami munur hélst fram í miðjan fjórða fjórðung, við alltaf 7-10 stigum yfir.  Villuvandræði herjuðu á okkur þarna, Tryggvi, Bensi og Rúnar komnir með 5 villur og Haukur fjórar.  Þetta slapp þó til og unnum við nauman en samt nokkuð öruggan sigur.  Leikurinn var aldrei í hættu en með nokkrum ótrúlegum körfum náðu Hattarmenn að minnka þetta í eitt stig í restina.

Stigin:

Haukur Jakobsson  20

Hilmir Hallgrímsson 8

Tryggvi Fjölnisson 4

Rúnar Guðmundsson 4

Egill Fjölnisson 3

Hugi Hallgrímsson 3

Benedikt Guðnason 2

Blessed Parilla 0

Þorleifur Ingólfsson 0

 

Leikur#2

KFÍ-Fjölnir 46-55

Þetta reyndist úrslitaleikur mótsins því Fjölnismenn unnu alla sína leiki og þetta reyndist eini tapleikur okkar manna.

Leikurinn við Fjölni reyndist hörkuleikur, þeir yfirleitt skrefinu á undan, við náum að jafna leikinn nokkrum sinnum, náðum forystu um miðjan annan leikhluta.  Við missum heimamenn síðan fram úr okkur aftur og staðan í hálfleik 19-24.  Sama sagan í þriðja leikhluta, við náum að jafna um miðjan leikhlutan og þeir enda leikhlutann með 10-2 kafla.  Vantaði stöðugleika hjá okkur, full mörg mistök.  Í fjórða náum við síðan aldrei alveg að brúa bilið og heimamenn sigra sanngjarnt.

Stigin:

Haukur 25

Rúnar 7

Hilmir 6

Benedikt 5

Hugi 3

 

Leikur#3

KFÍ-Ármann 50-40

Öruggur sigur í þriðja leik hjá KFÍ drengjum.  Náum öruggri forystu í byrjun, staðan 16-5 eftir fyrsta fjórðung og 34-15 í hálfleik.  Hins vegar gefum við eftir í seinni hálfleik og í stað þess að bæta í þá vinna Ármenningar síðari hálfleikinn og leikur endar 50-40.  KFÍ strákar virkuðu ansi þreyttir þegar leið á leikinn og hefðu amk ekki átt að vera þreyttari en Ármenningar sem höfðu úr nokkuð færri strákum að spila.  Nú er að vera duglegir að mæta á æfingar og bæta úthaldið.

 

Stigin

Haukur 21

Hugi 9

Rúnar 8

Hilmir 5

Blessed 4

Egill 2

Tryggvi 1

 

Niðurstaðan 2 sigrar og eitt tap.  Fín frammistaða hjá strákunum og framfarir greinilegar.  Samspil orðið mun betra og liðsheildin sterkari.  Fínir kaflar sáust bæði sóknar- og varnarlega en stöðugleikinn ekki alveg til staðar.  Slæmu kaflarnir full langir.  Fréttaritara fannst skorta aðeins upp á úthaldið, við byrjuðum alla leikina vel en svo dró af okkur þegar á leikina leið.  Mjög einfalt að laga slík vandamál.  Mæta á allar æfingar og taka á því, leggja sig fram, maður spilar jú eins og maður æfir.

 

 

Nánar

Hermann Níelsson lagður til hinstu hvílu í dag

Körfubolti | 14.02.2015
1 af 2

Í dag var útför Hermanns Níelssonar sem var einn af stofnendum KFÍ.  Hann átti sæti í fyrstu stjórn félagsins og spilaði fyrir félagið.  Það má því með sanni segja að Hermann hafi  verið einn af þeim sem lögðu grunninn að starfi KFÍ. Sambærilega sögu er að segja af honum úr öðrum íþróttagreinum.  Hann var ötull í því að byggja upp íþróttir almennt í Ísafjarðaræjar.  Framlag hans og hugsjón hefur verið og mun vera ómetanleg.

 

Liðsmenn KFÍ , stjórn og aðrir velunnarar félagsins munu minnast hans með þakklæti í huga fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið.

 

KFÍ sendir fjölskyldu og aðstendum samúðarkveðjur.           

Nánar

Góð ferð minnibolta drengja á Póstmótið

Körfubolti | 05.02.2015
Strákarnir voru hressir í bragði eftir mótið.
Strákarnir voru hressir í bragði eftir mótið.
1 af 3

Um síðustu helgi fór Póstmót Breiðabliks fram í Smáranum og í Fagralundi í Kópavogi. KFÍ sendi til leiks flokk minnibolta drengja sem stóð sig með stakri prýði á mótinu. Fyrirkomulag mótsins er sérlega skemmtilegt og lögð áhersla á leikgleði enda eru engin stig talin í leikjunum. Einnig er dómurum sérstaklega uppálagt að leiðbeina leikmönnum og útskýra dóma sína fyrir þeim svo lærdómur af þátttöku sé sem mestur.

 

Árgangur 2005 hjá KFÍ spilaði þrjá leiki á laugardeginum, fyrst við KR 5 þar sem okkar strákar spiluðu alveg hreint glimrandi og allir sem einn. Næsti leikur var við Kr 4 og þar lenti liðið í smá brekku en með mikilli baráttu náði það að rétta sinn hlut af. Þriðji leikurinni var svo gegn Hrunamönnum og var hann leikinn strax á eftir leiknum við KR 4. Þá var bensínið einfaldlega búið á okkar mönnum eftir tvo leiki og gekk því frekar illa. Þar sem engin stig eru talin voru að sjálfsögðu engin úrslit gefin út en aðspurður sagði Birgir Örn Birgisson, þjálfari meistaraflokks karla sem stýrði liðinu á mótinu í fjarveru Florians, að sín tilfinning væri sú að líklega hefðu leikirnir tveir leikir unnist og einn tapast. Þeir sem spiluðu voru: Ási, Ástmar, Magnús, Pétur Guðni og Tómas.

 

Árgangur 2003 spilaði sína leiki á sunnudag en í þeim árgangi voru aðeins þrír leikmenn þeir Oddi, James og Helgi og fengu þeir því aðstoð frá 2005 árganganginum í leikjunum. Fyrsti leikurinn var gegn Tindastóli en það var jafn og skemmtilegur leikur. Annar leikurinn var gegn ÍR 2 þar sem okkar menn áttu erfitt uppdráttar. Þriðji leikurinn var svo gegn Breiðablik 2 og reyndist hann strákunum ansi erfiður enda var mikill stærðar og atgerfismunur á liðunum.

 

Strákarnir eru reynslunni ríkari eftir þetta skemmtilega mót og stóðu sig sem fyrr segir með mikilli prýði. Þess má geta að mótshaldarar voru einstaklega ánægðir með að KFÍ skildi leggja á sig þetta ferðalag og mæta til leiks.

Nánar

Flottur sigur stelpnanna á Tindastóli

Körfubolti | 01.02.2015
Lið KFÍ sem lagði Tindastól þann 31. janúar í 1. deild kvenna.
Lið KFÍ sem lagði Tindastól þann 31. janúar í 1. deild kvenna.

Kvennalið KFÍ vann góðan sigur á liði Tindastóls í gær, laugardaginn 31. janúar, í 1. deild kvenna á heimavelli. Leiknum lauk með 25 stiga sigri 70 – 45. Með sigrinum tryggði KFÍ stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar.

Nánar