Fréttir - Körfubolti

Ný stjórn KFÍ tekin til starfa

Körfubolti | 21.04.2015
Shiran Þórisson færði Guðna Ólafi Guðnasyni þakklætisvott frá félaginu fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.
Shiran Þórisson færði Guðna Ólafi Guðnasyni þakklætisvott frá félaginu fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.
1 af 2

Síðastliðinn mánudag fór fram aðalfundur KFÍ á 50 ára afmælisári félagsins á Hótel Ísafirði. Líkur eru á að þessi fundur, sem haldinn er á 50 ára afmæli félagsins, marki viss þáttaskil í sögu körfuboltans á Ísafirði því eins og fram hefur komið eru allar líkur á því að KFÍ og fleiri íþróttafélögu sameinist nú á vordögum undir merkjum nýs fjölgreinafélags.

Nánar

Flott mót hjá minnibolta stúlkna

Körfubolti | 16.04.2015
Liðið ásamt Evu Margréti þjálfara og Lindu Marín aðstoðarþjálfara.
Liðið ásamt Evu Margréti þjálfara og Lindu Marín aðstoðarþjálfara.
1 af 4

Um síðustu helgi tók fjölskipað lið minnibolta stúlkna KFÍ þátt á C-riðli Íslandsmótsins sem fram fór í Kópavogi. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar stóðu sig afar vel og unnu alla leiki sína með talsverðum mun og því er ljóst að þær leika í B-riðli Íslandsmótsins í haust. 

Nánar

Aðalfundur KFÍ haldinn 20. apríl

Körfubolti | 11.04.2015
Aðalfundur KFÍ 2015 verður haldinn mánudaginn 20. apríl. Fundurinn fer fram á veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði og hefst kl. 18.00.
 
Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf eins og kveðið er á um í 7. gr. laga félagsins:
 
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  4. Kosning formanns til eins árs.
  5. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.
  6. Kosning þriggja manna í varastjórn til eins árs.
  7. Kosning tveggja endurskoðenda.
  8. Kosning nefnda.
  9. Lagabreytingar.
  10. Önnur mál.
 
Allir þeir sem koma að starfsemi félagsins jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgismenn
eru hvattir til að mæta á fundinn.
 
8. gr. Atkvæðisréttur og kjörgengi.
Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn.
Rétt til kjörgengis í stjórn eiga þeir félagar sem eru orðnir 18 ára.
Nánar

Sjoppa og sjónvarpsútsendingar á páskum

Körfubolti | 05.04.2015
Hópurinn á síðustu sjoppuvaktinn var hress í bragði í lok kvölds.
Hópurinn á síðustu sjoppuvaktinn var hress í bragði í lok kvölds.

Einn af föstu punktunum í starfsemi KFÍ er umsjón með sjoppunni á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Þetta er mikilvægur liður í fjáröflun félagsins en einnig er það skemmtilegt samfélagslegt verkefni að aðstoða við að halda þessari glæsilegu tónlistarhátíð úti. Sjoppureksturinn gekk afar vel og um 35 manns úr okkar röðum lögðu sitt af mörkum. Stjórn KFÍ vill koma til skila þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg.

 

Svo má ekki gleyma að sjónvarpsfrumkvöðlarnir í KFÍ-TV, sem nú hefur fengið nafnið Jakinn-TV, sýndu mátt sinn og megin og höfðu umsjón með útsendingum frá Aldrei fór ég suður. Þetta magnaða teymi er orðið svo fagmannlegt í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur að í ár var útsending þeirra í samstarfi við Ríkisútvarpið og var henni sjónvarpað inn í stofur allra landsmanna um RÚV2. Stjórn KFÍ óskar teyminu á Jakinn-TV til hamingju með þessa glæsilegu útsendingu.

 

Enn fremur óskar KFÍ öllum iðkenndum, foreldrum og áhangendum gleðilegra páska.

Nánar

Páskaeggjamót Nóa Siríusar og KFÍ

Körfubolti | 01.04.2015

 Hið árlega páskaeggjamót KFÍ og Nóa Siríus  fer fram venju samkvæmt á Skírdag. Hefst það kl. 11.00.

Skráning fer fram á staðnum.

 

Þátttökugjaldið það sama og venjulega eða 
kr. 1000 á mann í elstu flokkum
kr. 500 í yngri flokkum
kr. 0 fyrir iðkendur 16 ára og yngri hjá KFÍ

 

 

 

Reglur í mótinu:

Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum
17 ára og eldri karla
17 ára og eldri kvenna
13-16 ára drengir
13-16 ára stúlkur

10-12 ára drengir(minnibolti)

10-12 ára stúlkur(minnibolti)

9 ára og yngri

 

Reglur í mótinu:

 

Mótstjórn hefur óskorað vald til breytinga á flokkum, fer eftir skráningum hvernig endanleg skipting verður.  Skráning fer fram á mótsstað.

 

Í elsta flokki er óheimilt að manna lið 2 meistaraflokksmönnum, meistaraflokksmaður telst sá sem spilaði meira en 40 mínútur samtals með liði sínu í 1.deild og ofar skv. tölfræðisíðu KKÍ  í vetur.

 

Spilað í 5 mínútur, sóknin dæmir. Lið skiptast á að vera í sókn(ekki make it take it). Verði lið jöfn í leikslok þá ráðast úrslit í vítakeppni.

Nánar

Kaffihús og kökubasar KFÍ á skírdag

Körfubolti | 31.03.2015

Á skírdag verður hið árlega kaffihúsi og kökubasar yngri flokka KFÍ í íþróttahúsinu Torfnesi í tengslum við Páskaeggjamót KFÍ. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til barna- og unglingastarfs félagsins. Heimamenn, gestir og gangandi á Skíðaviku er hvattir til að leggja leið sína í íþróttahúsið, horfa á eða spila skemmtilegan körfubolta og fá sér gott með kaffinu í leiðinni. Mótið hefst kl. 11 og þá um leið opna kaffihúsið og kökubasarinn. Opið verður frameftir degi á meðan kræsingarnar endast.

Nánar

2 sigrar og eitt tap hjá 9. flokki

Körfubolti | 29.03.2015
Hinn ofurmyndvæni 9. flokkur KFÍ
Hinn ofurmyndvæni 9. flokkur KFÍ

9. flokur drengja lék í fjölliðamóti í Grindavík um helgina.  Fyrsti leikur tapaðist en tveir þeir næstu unnust.  Spilamennskan almennt góð og coach Nebojsa ánægður með hópinn

 

Leikur#1  KFÍ-Grindavík  28-41

Okkar piltar spila ekki nógu vel, hittni slæm og liðið eitthvað ryðgað eftir bílferðina.

Stigin:

Rúnar Ingi Guðmundsson  10

Daníel Wale Adeleye 7

Haukur Rafn Jakobbson 7

Benedikt Hrafn Guðnason 2

Hugi Hallgrímsson 2

Tryggvi Fjölnisson 0

Egill Fjölnisson 0

Blessed Gil Parilla 0

Þorleifur Ingólfsson 0

Hilmir Hallgrímsson 0

 

Leikur#2  KFÍ-Ármann 51-45

Hörkuleikur sem vannst eftir framlengingu.  KFÍ byrjar leikinn betur, komast í 17-7 en Ármann svara með góðum kafla og steðan eftir fyrsta fjórðun 17-14.  Baráttan heldur svo áfram, staðan í hálfleik 23-26 og og við komust loks yfir í lok þess þriðja 34-32.  Í lok leiks jafnar Haukur leikinn með víti, hefði getað klárað dæmið með að setja bæði niður en tryggði okkur framlengingu.  KFÍ sýndi síðan styrk sinn í framlengingunni og vann hana 6-2 og lokatölur þá 55-51.

Stigin:

Haukur 34

Daníel 6

Hilmir 6

Rúnar 3

Egill 2

Bensi 2

Hugi 2

 

Lekur#3  KFÍ-Höttur  60-32

Góður leikur hjá okkar piltum, og allir að spila vel.  Hattarmenn sprækir í byrjun, voru yfir 10-7 eftir fyrsta fjórðung en eftir það var leikur algerlega eign KFÍ drengja og lokatölur 60-32.

Stigin:

Haukur 23

Hugi 17

Tryggvi 6

Rúnar 6

Egill 4

Blessed 2

Þorleifur 2

 

Nebojsa þjálfari ánægður með strákana sína.  Samspil gott og varnarleikur líka.  Strákarnir í mikilli framför.  Nú er að æfa áfram og gera enn betri hluti á næsta tímabili.

 

 

 

Nánar

Eva Margrét í æfingahópi U-20 landsliðsins

Körfubolti | 25.03.2015
Eva Margrét í leik með KFÍ fyrr í vetur.
Eva Margrét í leik með KFÍ fyrr í vetur.

Eva Margrét Kristjánsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna hjá KFÍ, var á dögunum valin í æfingahóp U-20 landsliðs KKÍ. Á yfirstandandi keppnistímabili hefur Eva einnig verið valin í æfingahóp U-18 liðsins. Eva hefur umtalsverða reynslu af verkefnum með yngri landsliðum KKÍ og hefur bæði spilað með U-16 og U-18 liðunum auk þess að hafa verið valin í æfingahóp A-landsliðsins.

 

U-20 landsliðsins bíða spennandi verkefni í sumar en kvennaliðið tekur þátt í Norðurlandmóti í Danmörku um miðjan júní. Þjálfari kvennaliðsins er Bjarni Magnússon en Andri Kristinsson er aðstoðarþjálfari.

 

Stjórn KFÍ óskar Evu Margréti til hamingju með árangurinn!

Nánar

Frábær árangur hjá kvennaliði KFÍ í vetur

Körfubolti | 23.03.2015
Kvennalið KFÍ hefur staðið sig frábærlega í vetur!
Kvennalið KFÍ hefur staðið sig frábærlega í vetur!

Kvennalið KFÍ hefur staðið sig með stakri prýði í vetur og hafnar liðið í þriðja sæti deildarinnar, hársbreidd frá því að komast í úrslitarimmu um laust sæti í úrvalsdeild. Örlög liðsins réðust í gær þegar það mætti Stjörnunni í leik sem réði úrslitum um hvort liðið myndi mæta deildarmeisturum Njarðvíkur og spila um úrvalsdeildarsætið. Stelpurnar stóðu sig vel í leiknum en urðu því miður að játa sig sigraðar. Lokatölur voru 74-64 Stjörnustúlkum í vil. KFÍ óskar Stjörnunni til hamingju með árangurinn og Njarðvík með deildarmeistaratitilinn.

Nánar

Glæsilegur sigur stelpnanna í Njarðvík!

Körfubolti | 21.03.2015
Stelpurnar hafa verið á mikilli siglingu í vetur og eiga nú möguleika á að leik til úrslita um sæti í úrvalsdeildinni. Mynd: Fjölnir Baldursson.
Stelpurnar hafa verið á mikilli siglingu í vetur og eiga nú möguleika á að leik til úrslita um sæti í úrvalsdeildinni. Mynd: Fjölnir Baldursson.

Kvennalið KFÍ gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og lagði að velli deildarmeistara Njarðvíkinga 71-59. Með sigrinum hefur KFÍ góða möguleika á að mæta Njarðvík í úrslitarimmu um laust sæti í úrvalsdeild. 

Nánar