Á laugardaginn kemur stendur KFÍ fyrir skemmtilegu móti í íþróttahúsinu í Bolungarvík fyrir börn í 1.-4. bekk. Mótið hefst kl. 11 og stendur væntanlega til 12.30. Við hvetjum iðkendur KFÍ til að bjóða vinum með sér því öll börn á þessum aldri eru að sjálfsögðu velkomin. Boðið verður upp á hressingu og allir fara heim með verðlaun í mótslok.
Með mótinu lýkur vetraræfingum félagsins í Bolungarvík en myndarlegur hópur barna á þessum aldri hefur sótt laugardagsæfingarnar þar í vetur. Æfingarnar hafa verið tvískiptar, annarsvegar 1.-2. bekkur og hinsvegar 3.-4. bekkur og má merkja greinilegar framfarir eftir veturinn þótt aðeins hafi verið æft einu sinni í viku. Það voru Shiran Þórisson, Pance Ilievski og Florijan Jovanov sem höfðu veg og vanda að æfingunum en þeir eru allir í þjálfarateymi KFÍ. Pance og Florijan eru leikmenn meistaraflokks karla.
Sjáumst á laugardag!
Nánar
Það var sannarlega handagangur í öskjunni í íþróttahúsinu á Austurvegi í dag á síðustu æfingu vetrarins í Krílakörfu KFÍ. Um og yfir tuttugu börn á aldrinu 4-5 ára hafa verið að æfa þar í allan vetur undir röggsamri stjórn Sigríðar Guðjónsdóttur og Rósu Överby.
Æfingarnar eru foreldrum að kostnaðarlausu og eru þær hugsaðar til að efla hreyfiþroska og boltafærni barnanna. Greinileg framför hefur orðið í hópnum í vetur en eins og gefur að skilja er ekki hlaupið að því að stýra svo stórum hópi af ungum börnum. Þær Sirrý og Rósa hafa þó gert það listavel.
Æfingunni í dag lauk með hollri hressingu í boði KFÍ og svo fengu öll krílin flottan körfubolta í kveðjugjöf frá KKÍ og KFÍ. Hann geta þau notað til að æfa sig vel í sumar og koma vonandi full áhuga aftur á æfingar þegar tekur að hausta. Eldri börnin byrja í grunnskóla í haust og eru því útskrifuð úr Krílakörfunni en geta með haustinu byrjað að æfa í Krakkakörfu KFÍ sem ætluð er börnum í 1.-2. bekk.
NánarSíðastliðinn mánudag fór fram aðalfundur KFÍ á 50 ára afmælisári félagsins á Hótel Ísafirði. Líkur eru á að þessi fundur, sem haldinn er á 50 ára afmæli félagsins, marki viss þáttaskil í sögu körfuboltans á Ísafirði því eins og fram hefur komið eru allar líkur á því að KFÍ og fleiri íþróttafélögu sameinist nú á vordögum undir merkjum nýs fjölgreinafélags.
NánarUm síðustu helgi tók fjölskipað lið minnibolta stúlkna KFÍ þátt á C-riðli Íslandsmótsins sem fram fór í Kópavogi. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar stóðu sig afar vel og unnu alla leiki sína með talsverðum mun og því er ljóst að þær leika í B-riðli Íslandsmótsins í haust.
NánarEinn af föstu punktunum í starfsemi KFÍ er umsjón með sjoppunni á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Þetta er mikilvægur liður í fjáröflun félagsins en einnig er það skemmtilegt samfélagslegt verkefni að aðstoða við að halda þessari glæsilegu tónlistarhátíð úti. Sjoppureksturinn gekk afar vel og um 35 manns úr okkar röðum lögðu sitt af mörkum. Stjórn KFÍ vill koma til skila þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg.
Svo má ekki gleyma að sjónvarpsfrumkvöðlarnir í KFÍ-TV, sem nú hefur fengið nafnið Jakinn-TV, sýndu mátt sinn og megin og höfðu umsjón með útsendingum frá Aldrei fór ég suður. Þetta magnaða teymi er orðið svo fagmannlegt í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur að í ár var útsending þeirra í samstarfi við Ríkisútvarpið og var henni sjónvarpað inn í stofur allra landsmanna um RÚV2. Stjórn KFÍ óskar teyminu á Jakinn-TV til hamingju með þessa glæsilegu útsendingu.
Enn fremur óskar KFÍ öllum iðkenndum, foreldrum og áhangendum gleðilegra páska.
NánarHið árlega páskaeggjamót KFÍ og Nóa Siríus fer fram venju samkvæmt á Skírdag. Hefst það kl. 11.00.
Skráning fer fram á staðnum.
Þátttökugjaldið það sama og venjulega eða
kr. 1000 á mann í elstu flokkum
kr. 500 í yngri flokkum
kr. 0 fyrir iðkendur 16 ára og yngri hjá KFÍ
Reglur í mótinu:
Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum
17 ára og eldri karla
17 ára og eldri kvenna
13-16 ára drengir
13-16 ára stúlkur
10-12 ára drengir(minnibolti)
10-12 ára stúlkur(minnibolti)
9 ára og yngri
Reglur í mótinu:
Mótstjórn hefur óskorað vald til breytinga á flokkum, fer eftir skráningum hvernig endanleg skipting verður. Skráning fer fram á mótsstað.
Í elsta flokki er óheimilt að manna lið 2 meistaraflokksmönnum, meistaraflokksmaður telst sá sem spilaði meira en 40 mínútur samtals með liði sínu í 1.deild og ofar skv. tölfræðisíðu KKÍ í vetur.
Spilað í 5 mínútur, sóknin dæmir. Lið skiptast á að vera í sókn(ekki make it take it). Verði lið jöfn í leikslok þá ráðast úrslit í vítakeppni.
NánarÁ skírdag verður hið árlega kaffihúsi og kökubasar yngri flokka KFÍ í íþróttahúsinu Torfnesi í tengslum við Páskaeggjamót KFÍ. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til barna- og unglingastarfs félagsins. Heimamenn, gestir og gangandi á Skíðaviku er hvattir til að leggja leið sína í íþróttahúsið, horfa á eða spila skemmtilegan körfubolta og fá sér gott með kaffinu í leiðinni. Mótið hefst kl. 11 og þá um leið opna kaffihúsið og kökubasarinn. Opið verður frameftir degi á meðan kræsingarnar endast.
Nánar9. flokur drengja lék í fjölliðamóti í Grindavík um helgina. Fyrsti leikur tapaðist en tveir þeir næstu unnust. Spilamennskan almennt góð og coach Nebojsa ánægður með hópinn
Leikur#1 KFÍ-Grindavík 28-41
Okkar piltar spila ekki nógu vel, hittni slæm og liðið eitthvað ryðgað eftir bílferðina.
Stigin:
Rúnar Ingi Guðmundsson 10
Daníel Wale Adeleye 7
Haukur Rafn Jakobbson 7
Benedikt Hrafn Guðnason 2
Hugi Hallgrímsson 2
Tryggvi Fjölnisson 0
Egill Fjölnisson 0
Blessed Gil Parilla 0
Þorleifur Ingólfsson 0
Hilmir Hallgrímsson 0
Leikur#2 KFÍ-Ármann 51-45
Hörkuleikur sem vannst eftir framlengingu. KFÍ byrjar leikinn betur, komast í 17-7 en Ármann svara með góðum kafla og steðan eftir fyrsta fjórðun 17-14. Baráttan heldur svo áfram, staðan í hálfleik 23-26 og og við komust loks yfir í lok þess þriðja 34-32. Í lok leiks jafnar Haukur leikinn með víti, hefði getað klárað dæmið með að setja bæði niður en tryggði okkur framlengingu. KFÍ sýndi síðan styrk sinn í framlengingunni og vann hana 6-2 og lokatölur þá 55-51.
Stigin:
Haukur 34
Daníel 6
Hilmir 6
Rúnar 3
Egill 2
Bensi 2
Hugi 2
Lekur#3 KFÍ-Höttur 60-32
Góður leikur hjá okkar piltum, og allir að spila vel. Hattarmenn sprækir í byrjun, voru yfir 10-7 eftir fyrsta fjórðung en eftir það var leikur algerlega eign KFÍ drengja og lokatölur 60-32.
Stigin:
Haukur 23
Hugi 17
Tryggvi 6
Rúnar 6
Egill 4
Blessed 2
Þorleifur 2
Nebojsa þjálfari ánægður með strákana sína. Samspil gott og varnarleikur líka. Strákarnir í mikilli framför. Nú er að æfa áfram og gera enn betri hluti á næsta tímabili.
Nánar
Eva Margrét Kristjánsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna hjá KFÍ, var á dögunum valin í æfingahóp U-20 landsliðs KKÍ. Á yfirstandandi keppnistímabili hefur Eva einnig verið valin í æfingahóp U-18 liðsins. Eva hefur umtalsverða reynslu af verkefnum með yngri landsliðum KKÍ og hefur bæði spilað með U-16 og U-18 liðunum auk þess að hafa verið valin í æfingahóp A-landsliðsins.
U-20 landsliðsins bíða spennandi verkefni í sumar en kvennaliðið tekur þátt í Norðurlandmóti í Danmörku um miðjan júní. Þjálfari kvennaliðsins er Bjarni Magnússon en Andri Kristinsson er aðstoðarþjálfari.
Stjórn KFÍ óskar Evu Margréti til hamingju með árangurinn!
Nánar