Fréttir - Knattspyrna

Nýjar æfingatölfur og nýtt tímabil að hefjast

Knattspyrna | 23.08.2022
1 af 3

Þá eru skólarnir byrjaðir og flest allt að komast í sínar föstu skorður. Það sama á við um íþróttaæfingarnar. 

Nú hefur knattspyrnudeildin gefið út æfingatöflur sínar, en þær eru þrjár talsins. Á morgun, miðvikudaginn 24.ágúst hefjast æfingar samkvæmt hausttöflunni okkar. En hausttaflan tekur mið af því að við erum ennþá að æfa úti, en skólarnir eru byrjaðir. Þegar veður og aðstæður bjóða okkur ekki lengur upp á það að vera úti, þá skiptum við yfir í vetrartöfluna en hún tekur mið af því að við séum að æfa inni og skólar í gangi. Um leið og færi gefst þá færum við okkur aftur út og þá förum við eftir vortöflu. Vortaflan okkar miðast við að skólar séu í gangi og við séum að æfa úti, hún er eins uppsett og hausttaflan. Þegar skólarnir eru svo búnir förum við í sumartöfluna. 

Það eru margar töflur sem við þurfum að vera með í gangi, því að við viljum reyna eftir fremsta megni að æfa úti en ekki inni á parketinu. Við upplýsum tímanlega á flokkasíðum félagsins þegar breytingar verða á. 

Við hlökkum til komandi tímabils með okkar stóra hóp af frábærum iðkendum og þeirra fylgifiskum. 

 

Áfram Vestri !

Nánar

Frábær frammistaða Vestra liðanna á Rey Cup 2022

Knattspyrna | 02.08.2022
4.fl.kk
4.fl.kk
1 af 3

Nú í lok júlí var haldið hið árlega stórmót Rey Cup í Reykjavík. Vestri sendi fjögur lið til leiks, tvö kvenna lið og tvö karla lið. 

Það er skemmst frá því að segja að öll liðin stóðu sig með stakri prýði og voru félaginu til sóma í einu og öllu. 

3.fl.kvenna lenti í 6. sæti í a-liða keppni og 4.fl.kvenna lenti í 6. sæti í b-liða keppni. 

3.fl. karla lenti í 3. sæti í b-liða keppni og drengirnir í 4.fl. gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðil í b-liða keppni og komu því heim með bikarinn. 

Frábær frammistaða hjá öllum liðum sem voru til fyrirmyndar á mótinu. Ekki má gleyma að tala um þjálfara Vestra, foreldra, fararstjóra og sjálfboðaliða sem stóðu sig virkilega vel í öllum þeirra verkefnum. Án þessa hóps væri félagið snautt. 

Við óskum öllum þessum flottu iðkendum til hamingju með árangurinn, það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. 

Áfram Vestri ! 

 

Nánar

Heimsókn miðvikudaginn 6.júlí - fyrir alla

Knattspyrna | 05.07.2022

Á morgun, miðvikudaginn 6.júlí fáum við frábæra heimsókn til okkar á sparkvöllinn við Grunnskólann á Ísafirði. Tilefni heimsóknarinnar er að þennan dag hefst EM í knattspyrnu og okkar frábæra íslenska kvennalandslið í er að taka þátt í mótinu ⚽️

Saga kvennaknattspyrnunnar á Íslandi byrjar hér á Ísafirði, en árið 1914 var stofnað fyrsta fótboltafélag kvenna, knattspyrnufélagið Hvöt. Þar sem að saga kvennaknattspyrnunnar hófst hér á Ísafirði, ákvað Icelandair að gera eitthvað skemmtilegt hér á væðinu. Úr varð að gervigrasvöllurinn við Grunnskólann á Ísafirði fær flotta upplyftingu.

Það verður því allskonar húllumhæ klukkan 15:00 á miðvikudaginn. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta, klædd Vestra fatnaði og taka með sér foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur og frændur. 

Allir bæjarbúar eru velkomnir á þennan viðburð. 

Áfram Vestri og Áfram Ísland !

Nánar

Knattspyrnuhús á Torfnesi - heimasíða

Knattspyrna | 28.06.2022

Nú er komin í loftið heimasíðan Fótboltahús - Vestri.is sem vert er að skoða. 

Á síðunni má finna nokkur orð um knattspyrnuhús á Torfnesi, en einnig má þar sjá reikningsupplýsingar. Tilgangur síðunnar er að halda á lofti og minna á þá miklu þörf fyrir bættar aðstæður til íþróttaiðkunar á svæðinu. Leitað er allra leiða til að fá aðstoð við að fjármagna verkefnið og því var ákveðið að stofna reikning í nafni aðalstjórnar Vestra, setja síðuna í loftið og leita til fyrirtækja, einstaklinga, sveitarfélaga o.s.frv. til að styðja bakið á okkur í þessu verðuga verkefni. 

Eins og sagt er í textanum á heimasíðunni: 

"Lengi hefur verið rætt um byggingu knattspyrnuhúss á Torfnesi og hin seinni ár gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss í fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins en því miður hefur ekkert orðið úr framkvæmdum af ýmsum ástæðum. Oft var þörf en nú er nauðsyn og þetta verkefni má ekki bíða lengur. Við ætlum að leita allra leiða til að byggja upp aðstöðu eins og þær gerast bestar á landinu og við getum verið stolt af. Til þess þurfum við fleiri í lið með okkur og óskum því eftir aðstoð frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum, sveitarfélögum og öllum þeim sem vilja taka þátt í þessu stóra verkefni með okkur, ekki bara til hagsbóta fyrir íþróttafólkið okkar heldur samfélagið allt."

Nánar

Diogo Coehlo seldur til FK Sūduva

Knattspyrna | 27.06.2022
1 af 3

Knattspyrnudeild Vestra hefur samþykkt tilboð frá FK Sūduva í bakvörðinn Diogo Coelho og hefur hann skrifað undir samning við þá.

Langar okkur í Vestra að þakka Diogo fyrir dvölina hjá klúbbnum en hann hefur staðið sig með miklum sóma síðan hann koma til okkar og verið til fyrirmyndar í allri sinni framkomu.

Óskum við honum velfarnaðar hjá nýjum klúbbi í Litháen.

Nos Vemos mais tarde Diogo!

Nánar

Sumarskóli knattspyrnunnar

Knattspyrna | 21.06.2022

Sumarskóli knattspyrnudeildarinnar er á sínum stað líkt og síðast liðin ár. 

Þar er boðið upp á skemmtilegt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur eða frá 4-15.júlí og er ýmist hægt að kaupa aðra vikuna eða báðar. 

Einnig er hægt að kaupa gæslu fyrir börnin frá 8-9 og svo frá 12-14 en skólinn sjálfur er frá 9-12. 

Vikan kostar 5.000kr,- án gæslu, 10.000kr,- með gæslu. 

Allir velkomnir að hafa gaman með okkur, ekki skilyrði að æfa knattspyrnu :) 

Skráning fer fram í gegnum þessa slóð hér: https://www.sportabler.com/shop/vestri/fotbolti 

Nánar

Komdu í fótbolta með Mola

Knattspyrna | 15.06.2022
1 af 3

Síðast liðinn mánudag fengum við frábæra heimsókn frá honum Sigurjóni Kristjánssyni, oftast kallaður Moli. En hann stendur fyrir verkefninu "Komdu í fótbolta með Mola". Verkefnið er samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans en Moli heimsækir minni sveitarfélög um allt land. 

Iðkendur Vestra tóku vel á móti Mola og skemmtu sér konunglega með honum í þessu flotta verkefni. 

Við þökkum Mola kærlega fyrir heimsóknina. 

Nánar

5.flokkur kvenna tók þátt í TM mótinu í Vestmannaeyjum

Knattspyrna | 11.06.2022

Stelpurnar í 5.flokki kvenna gerðu sér ferð til Vestmannaeyja og tóku þátt í TM mótinu þar. Mótið hófst seinasta fimmtudag og því lauk í dag.

Við sendum tvö lið til leiks að þessu sinni og lék hvort lið um sig 10 leiki á mótinu. Vestri 1 hafnaði í sjötta sæti í Glófaxabikarnum og Vestri 2 hafnaði í þriðja sæti í Bylgjubikarnum. 

Frábær árangur hjá stelpunum og spennandi verður að fylgjast með þeim leika í Íslandsmóti. Næsti leikur þeirra í Íslandsmóti verður á Olísvellinum sunnudaginn 19. júní klukkan 13:30 þegar við tökum á móti Knattspyrnufélagi Reykjavíkur.

Áfram Vestri!

Nánar

Áfram Ísland !

Knattspyrna | 02.06.2022

Framundan tveir leikir hjá A landsliði karla á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni – gegn Albaníu 6. júní og gegn Ísrael 13. júní.  Eins og við öll vitum þá munar um öfluga hvatningu stuðningsmanna á leikjum sem þessum.  KSÍ leitar því til ykkar með það að markmiði að ykkar iðkendur séu hvattir til að koma á landsleikina til að horfa á og styðja þetta unga og efnilega landslið okkar í þessum tveimur leikjum.

50% afsláttur er af miðaverði til þeirra sem eru yngri en 16 ára, einnig ef að stærri hópar eru að skella sér saman t.d. lið með þjálfara/fararstjóra þá er sjálfsagt að hafa samband við skrifstofa@ksi.is með að fá aðstoð við miðakaup þannig hópurinn geti setið saman og eins getum við þá boðið einstaka tilboð til stærri hópa. Aðgangur er ókeypis fyrir 1 fullorðinn fylgdarmann með hverjum 10 iðkendum.

 

Með von um að sjá sem flesta á Laugardalsvelli næstu tvö mánudagskvöld.  – Áfram Ísland!

 

Nánar

Fyrsti heimaleikur sumarsins í dag 24.maí

Knattspyrna | 24.05.2022

Vestri mun spila sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu, í dag kl. 18:00 en þá tekur Vestri á móti liði Aftureldingar í Mosfellsbæ á Olisvellinum í 32 liða úrslitum i Mjólkurbikars KSÍ. 

Liðið Vestra leikur í Lengjudeildinni í Íslandsmeistaramótinu og hefur þurft, vegna aðstöðuleys, að leika þrjá fyrstu leiki tímabilsins á útivelli. 

Við hvetjum auðvitað alla til að mæta á völlinn í dag og hvetja okkar menn áfram. 

Áfram Vestri !

Nánar